Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 5

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 5
HEILBRIGÐISMÁL / Jóhannes Long Fjölmennur fundur meö Eysenck Hinn heimsþekkti sálfræðingur Hans Jurgen Eysenck kom til lands- ins í september á vegum Sálfræð- ingafélags íslands og hélt nokkra fyrirlestra um rannsóknir sínar og kenningar. Eysenck, sem er prófessor við Lundúnaháskóla, flutti erindi á fræðslufundi sem Krabbameinsfé- lagið efndi til í húsakynnum sínum að Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 10. september. Er skemmst frá því að segja að fundargestir voru fleiri en dæmi eru til á fræðslufundi félagsins í seinni tíð, eða um 180 manns. Um- ræðuefnið var „Persónuleiki, atferlismeðferð og krabbamein". Væntanlega verða erindinu gerð skil í Heilbrigðismálum á næstunni. -jr■ HEILBRIGÐISMÁL 3/1985 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.