Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.09.1985, Blaðsíða 32
ERT ÞÚ OF SPENNTUR? Allar breytingar á lífi fólks, hvort sem er til góðs eða ills, geta valdið streitu. Erlendis hafa verið reiknuð út svonefnd streitustig, eins og sýnt er á eftirfarandi skrá, sem er þó ekki tæmandi. Til viðmiðunar má segja að þeir sem fá einkunnina 40-60 að meðaltali á hálfu ári séu við góða heilsu. Hins vegar virðist einkunn yfir 150 geta spáð fyrir um væg veikindi, en verði stigin fleiri en 300 er rétt að athuga sinn gang. Fráfall maka ..........................................100 Skilnaður ............................................. 73 Hœtt notkun sterkra fíkniefna ......................... 71 Skilnaður að borði og sœng ............................ 65 Fangelsisdómur ........................................ 63 Andlát nákomins œttingja............................... 63 Slys eða veikindi...................................... 53 Gifting................................................ 50 Að vera sagt upp atvinnu............................... 47 Að taka aftur saman við maka .......................... 45 Að hœtta störfum vegna aldurs.......................... 45 Breytingar á heilsufari innan fjölskyldunnar .......... 44 Að hœtla að reykja (meira en tvopakka á dag) .......... 40 Þungun ................................................ 40 Erfiðleikar í kynlífi ................................. 39 Stœkkun fjölskyldu .................................... 39 Aðlögun í viðskiptalífinu ............................. 39 Breytingar á fjárhag................................... 38 Andlát náins vinar .................................... 37 Að skipta um atvinnu .................................. 36 Aukning rifrilda við maka ............................. 35 Spenna fyrir tíðir .................................... 33 Yfirvofandi gjalddagi láns ............................ 31 Tekið stórt lán til eigin þarfa........................ 30 Aukinlminnkuð ábyrgðívinnu ............................ 29 Uppkomið barn flyst að heiman.......................... 29 Erfiðleikar í samskiptum við tengdaforeldra ........... 29 Framúrskarandiframmistaða ............................. 28 Konan byrjar/hœttir að vinna utan heimilis ............ 26 Upphaf/lok framhaldsnáms .............................. 26 Breyting á aðstœðum.................................... 25 Breyting á vanabundnu atferli ......................... 24 Að hœtta að reykja (minna en tvo pakka á dag).......... 23 Erfiðleikar ísamskiptum við yfirmann .................. 23 Breyting á vinnutíma eða aðstœðum í vinnu.............. 20 Breyting á íbúðarhúsnœði............................... 20 Breyting í skóla ...................................... 20 Breyting á tómstundum/áhugamálum ...................... 19 Breyting á félagsstarfi ............................... 18 Að taka „lítið“ lán ................................... 17 Breyting á svefnvenjum................................. 16 Fjölgun/fœkkunfjölskylduboða........................... 15 Breyting á matarvenjum ................................ 15 Frí.................................................... 13 Jól ................................................... 12 Smávœgileg lagabrot.................................... 11 bankamönnum, verslunarmönnun, iðnaðar- og verkamönnum og svo má lengi telja. Enginn tími eða pen- ingar gefast til tómstundaiðkana og fríin fara í bygginguna. Fjárhagsá- hyggjur leggjast þungt á marga. Spenna situr í fyrirrúmi í hjóna- bandinu, en menn virðast ónæmir fyrir álaginu í hita leiksins. Sumir húsbyggjendur telja hins vegar að streitan stafi af lélegum og óraunhæfum undirbúningi svo verk- ið verði ekki leyst nema með harm- kvælum. Það sé ekki frábrugðið öðr- um viðfangsefnum sem menn ráðast í af mikilmennsku og lúta svo í lægra haldi fyrir. Þegar upp er staðið að verki loknu og flutt er inn á að bæta fyrir van- ræksluna og taka upp þráðinn við vini og vandamenn, en það er oft um seinan. Vinirnir hafa horfið á braut og fundið sér aðra vini. Gjáin milli hjóna er oft stærri en svo að hana sé hægt að brúa. Þeir sem viðkomandi umgekkst í tengslum við bygginguna hafa fundið sér ný verkefni. Afleið- ingin er því oft hjónaskilnaðir og eða félagsleg upplausn (léleg ná- ungatengsl, lítil tómstundaiðja og firring). Margir bregða á það ráð að byrja að byggja á ný. Það má velta því fyrir sér hve lengi hægt er að láta menn eyða frjóustu árum ævinnar í störf, sem þeir hafa lítið vald á og takmarkaða þekkingu til að framkvæma? Breytt þjóðfélag Verulegur hluti kvenna vinnur utan heimilis. Á undanförnum 25 árum hefur þeim fjölgað úr 30% í 70%. Á þessu kunna að vera margar skýringar svo sem tekjuöflun fyrir heimilið eða til að sporna við félags- legri einangrun. Hér verður aðeins fjallað um siðara atriðið. Á undan- förnunt áratugum hafa fjölskyldur minnkað, íbúðarhúsnæði stækkað og byggðin dreifst. Nú eru fleiri hjálp- artæki á heimilinu en áður, og meira fæst af fullunnum mat og fatnaði en fyrr þekktist. Þetta hefur fært heima- vinnandi húsmæðrum meiri tíma til að sinna eigin áhugamálum. Það að búa í borg leiðir oft til ópersónulegra samskipta. Margar konur hafa því leitað út á vinnumarkaðinn af félags- legum ástæðum fremur en fjárhags- 32 heilbwgðismAl auæs

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.