Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 8
sem gera það kleift að mæla þétt- leika beina á nákvæman hátt, með það í huga að greina megi sjúk- dóminn áður en brotstigi er náð. Notkun slíkra mælitækja færist nú víða í vöxt, ekki síst á svonefndum „photon absorptiometry" mælum, en þar er þéttleiki beina metinn eftir því hversu miklu þau halda eftir af gamma-geislum sem hleypt er í gegnum þau. Tölvusneiðmynd- um af beinum hefur einnig verið beitt, en töluvert hefur skort á ná- kvæmni þeirra mælinga til þessa. Sem fyrr greinir verður bein- þynning oftast til við það að niður- brot beina eykst, en uppbygg- ing ekki að sama skapi. Fræðilega séð ætti meðferð því að beinast að því að stöðva niðurbrot, örva upp- byggingu eða hvort tveggja. Með- an beinþynning er enn á byrjunar- stigi ber að leggja höfuðáherslu á að hindra frekara niðurbrot, það er fyrirbyggjandi meðferð. Pegar sjúkdómurinn er lengra genginn, og beinin í brothættu eða þegar tekin að brotna, er ekki nægjanlegt að hindra frekara niðurbrot, heldur verður að reyna að auka uppbygg- ingu og þétta beinvefinn með ein- hverjum hætti. Þetta hefur ekki reynst neinn hægðarleikur, auk þess sem hryggjarliðir, er gengið hafa saman, ná aldrei fyrri lögun. Meðferð við langt genginni beinþynningu er því takmörkuð. Hér á eftir verður þó nefnt það helsta sem notað hefur verið: 1. Kalk. Ónóg kalkneysla er áhættuþáttur beinþynningar og ber því að tryggja næga kalkneyslu alla ævi. Margt bendir til þess að kalk- þörf hafi verið vanmetin, einkum hjá konum sem komnar eru yfir miðjan aldur. Margir telja að kalk- neysla á því aldursskeiði þurfi að nema 1,2-1,5 grömmum á dag. Jafnframt ber að árétta, að bein- þynning er fjölþátta sjúkdómur, og enda þótt nægileg kalkneysla sé nauðsynleg mun hún ein sér ekki útrýma sjúkdómnum. Kalk má fá úr fæðu (fyrst og fremst mjólkurafurðum) eða í töfluformi. 2. Hormómmeðferð. Hér er fyrst og fremst átt við estrógenmeðferð. Ætlað er að estogen geti komið í veg fyrir hið öra niðurbrot beina eftir tíðahvörf. Rétt er því að gefa Gisnun á beinvef fylgir ellinni það við eða skömmu eftir tíðahvörf og þá einungis þeim konum sem taldar eru í sérstakri hættu. Því miður er ennþá ekki unnt að segja með neinni vissu fyrir um hvaða konur þetta eru. Töluverðar vonir eru bundnar við að hægt verði að finna þær í framtíðinni með mæl- ingum á þéttleika beina um eða fljótlega eftir tíðahvörf. Þangað til er rétt að allar konur með snemm- bær tíðahvörf fái hormónameðferð, að minnsta kosti til fimmtugs. Hún kemur einnig til greina hjá konum með ákveðna fjölskyldu- sögu eða aðra áhættuþætti sem ekki er hægt að breyta. Hormóna- gjöf má ekki beita gagnrýnislaust, því að hún er ekki án aukaverkana. Meðal annars hefur verið álitið að nokkur aukning á legbolskrabba- meini verði við slíka meðferð. Flest- ir álita þó að prógesteron gjöf sam- hliða estrógengjöf tíu daga í hverj- um mánuði verndi legbolsslímhúð gegn hinum ertandi áhrifum est- rógens. Hormónameðferð er að sjálfsögðu árangursríkari því skemur sem liðið er frá tíðahvörf- um er hún hefst, en þó hefur henni verið beitt allt að 10-15 árum eftir tíðahvörf. 3. Líkamsæfingar. Nú er ljóst að líkamsæfingar geta aukið beinstyrk töluvert, jafnt hjá ungum sem öldr- uðum. Nýlega var sýnt fram á að þéttleiki beins í lendarhrygg kvenna um sextugt jókst verulega eftir tveggja stunda æfingar á viku í átta mánuði. Æfingar ættu að vera annars vegar almennt styrkjandi (göngur, sund, hjólreiðar o.fl.) og Þriðja hver níræð kona hefur hlotið brot á lærleggshálsi hins vegar sérstakar bakæfingar, þar á meðal leiðrétting á stöðu og setu. 4. Lyfjameðferð önnur en estrógen. Ýmis lyf hafa verið reynd við beinþynningu með misjöfnum ár- angri. Einna mest umtal hefur flúor hlotið og fer nú fram viðamikil rannsókn vestanhafs á flúorgjöf við beinþynningu. Flúor eykur þétt- leika beina og til eru rannsóknir sem sýna minnkaða brotatíðni eftir slíka meðferð. Flúorgjöf er vand- meðfarin, meðal annars vegna tíðra aukaverkana, og það er alls ekki hægt að ráðleggja flúorgjöf í stór- um skömmtum eins og er. Svo- nefndir anabólískir sterar hafa mjög takmarkað notagildi við með- ferð beinþynningar. Annað. Ekki má gleyma því að beinbrot verða oftast vegna áverka sem iðulega mætti koma í veg fyrir á tiltölulega einfaldan hátt. Nefna má viðeigandi fótabúnað í hálku fyrirbyggjandi aðgerðir í heimahús- um (t.d. fjarlægja lausar mottur og annað er fólki skrikar gjaman fótur á) og varúð við gjöf þeirra lyfja, sem stuðla að jafnvægisleysi og/eða svima. Eins og að framan greinir má í framtíðinni búast við áframhald- andi miklu heilsutjóni af völdum beinþynningar. Þar sem sjúkdóm- urinn er yfirleitt alllangt genginn við greiningu, og meðferð á því stigi ekki sérlega árangursrík, er ljóst að fyrirbyggjandi aðgerðir hljóta að verða aðal vopn okkar í baráttunni við þennan sjúkdóm á komandi árum. Almennar ráðlegg- ingar verða fyrst og fremst um kalkneyslu, líkamsrækt, tóbaks- bindindi og hóflega áfengisneyslu. Sérhæfðari ráðgjöf, þar á meðal um hormónameðferð við tíðahvörf, verður að byggjast á mati á áhættu hverju sinni. Þar munu mælingar á beinmassa væntanlega gegna veigamiklu hlutverki. Ari ]. Jóhannesson, yfirlæknir lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akraness, er sérfræðingur í lyf- lækningum með innkirtla- og efna- skiptasjúkdóma sem undirgrein. Hann stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum en tók við núver- andi stöðu árið 1984. 8 HEILBRIGÐISMÁL 3/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.