Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 10
Skokk til ánægju og heilsubótar Grein eftir Jóhann Heiðar Jóhannsson Áhugi á heilbrigðu lífemi er nú mikill meðal almennings víðast hvar í heiminum og fjöldi þeirra sem stunda einhverja líkamsrækt sér til heilsubótar hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár. For- vamir í heilbrigismálum em mikið á döfinni og ljóst er að hægt er að hafa áhrif á tíðni ýmissa sjúkdóma með skipulegum fyrirbyggjandi að- gerðum. Það er staðreynd að margt fólk í þróuðum löndum fær mjög litla líkamshreyfingu. Bæði í starfi og leik er reynt að komast hjá „óþarfa" áreynslu. Hjálpartækjum alls konar fjölgar, bæði heima og á vinnustað, vinnutimi styttist og hvíldartímar lengjast. Störfum, sem krefjast mikillar Iíkamlegrar áreynslu, fækkar jafnt og þétt. Ferðalög og ferðir, innan bæjar sem utan, fara að mestu fram án líkamlegra átaka. Við förum á milli húsa í bílum, á milli hæða í Iyftum og á kvöldin sitjum við hreyfingarlaus við sjón- varp eða hljómflutningstæki. Það er meira að segja búið að finna upp fjarstýringu á tækin, svo að við þurfum ekki einu sinni að standa upp úr hægindastólnum til að kveikja, slökkva eða stilla þau. Samhliða þessu mikla hreyfing- arleysi fáum við meiri og orkuríkari mat en nokkru sinni fyrr. Er þá nokkur furða þó að við fitnum! Upplýsingar frá Bandaríkjunum benda til þess að karlmenn þyngist að meðaltali um hálft kíló á ári milli tvítugs og fimmtugs, eða um 15 kíló á þessum þrjátíu árum. Offita og ofneysla eru svo taldar meðal áhættuþátta æðakölkunar og hjarta- áfalla. Samband áreynslu og æðakölk- unar hefur verið mönnum hug- leikið frá því að bent var á það í Englandi skömmu eftir 1950, að dánartíðni af völdum kransæða- sjúkdóms væri hærri meðal lærðra manna (professional men) en ólærðra (unskilled workers). Bent var á að líkamleg áreynsla í starfi þessarra hópa væri ólík og fram komu tilgátur um að regluleg líkamshreyfing og áreynsla drægju úr æðakölkun. Síðustu þrjá áratugi hafa verið gerðar margar læknisfræðilegar rannsóknir á áhrifum áreynslu og líkamsþjálfunar á æðakölkun og af- leiðingar hennar. Sumar þessar rannsóknir fara þannig fram, að stórir hópar manna eru spurðir um það hve mikla líkamshreyfingu og áreynslu þeir fái í leik og starfi og síðan er könnuð tíðni æðakölkunar og hjartaáfalla hjá þeim. Sérstak- lega frægar eru rannsóknir hjá fyrr- verandi stúdentum frá Harvard- háskóla í Bandaríkjunum og rann- sóknir hjá breskum ríkisstarfs- mönnum. Einnig hafa verið gerðar rannsóknir hjá bændum og borgar- búum í ýmsum löndum, hafnar- verkamönnum, strætisvagnastjór- um, erfiðisvinnumönnum, kyrr- setumönnum, og mönnum sem taka þátt í ýmiss konar tómstunda- iðju og íþróttum. Nær undantekn- ingarlaust benda rannsóknirnar til þess að líkamsrækt og regluleg líkamsáreynsla leiði til minni hættu á æðakölkun og hjartaáföllum. Það er því enginn vafi á því að rétl ástunduð líkamsrækt og hæfileg íþróttaþjálfun erheilsusamleg. Hjartað verður sterkara og blóðrásin betri; blóðþrýstingur lækkar; skaðleg fituefni í blóði minnka en gagnleg fitubindandi efni hækka; lungu vinna betur og öndun verður létt- ari; vöðvar, sinar, liðbönd og bein styrkjast; melting batnar; óþarfa líkamsfita hverfur; kirtlastarfsemi getur aukist og einnig viðnám gegn sýklum. Andlegt ástand batnar; streita, kvíði og þunglyndi minnka; svefn verður betri og almenn vellíð- an og sjálfsálit aukast. Margir telja, að þeir sem stunda reglulega líkamsþjálfun taki einnig upp holl- ari lifnaðarhætti, sjálfrátt og ósjálf- rátt. Til dæmis verður líkamsrækt mörgum hvati til að draga úr eða hætta reykingum. Ljóst er þó að líkamsræktin sjálf dregur úr eða hægir á æðakölkun. Niðurstöður úr nokkrum öðrum rannsóknum gefa til kynna að draga megi úr tíðni hjartaáfalla og dánartíðni vegna þeirra með skipu- legum forvarnaraðgerðum sem stefna að því að finna og með- höndla háan blóðþrýsting, breyta mataræði og minnka reykingar. Það sama á vafalaust við um líkamsrækt og því er æskilegt að heilbrigðisyfirvöld, íþróttahreyf- ingin og aðrir, sem áhuga hafa, beiti sér fyrir fræðslu um gagnsemi líkamsræktar til heilsubótar. í þeim tilgangi er þessi grein skrifuð. Skokk til heilsubótar Skokk er algeng aðferð til líkams- ræktar. I Bandaríkjunum einum er talið að 10 til 15 milljónir manna skokki reglulega. Þetta eru karlar og konur á öllum aldri og úr mörg- um starfsgreinum. Flestir skokka sér til heilsubótar, en einnig skokka margir vegna þeirrar vellíðanar sem líkamshreyfing og útivera veita. Fæstir gera sér grein fyrir þessari vellíðan fyrr en þeir eru byrjaðir í heilsuræktinni. Aðrar að- ferðir til líkamsræktar eru einnig 10 HEILBRIGÐISMÁL 3/1986 HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson vinsælar meðal almennings. Hér á landi á sund sennilega mestum vin- sældum að fagna, en skíðaferðir, boltaleikir ýmiss konar, leikfimi og gönguferðir eru einnig vinsælar íþróttir. Allar þessar íþróttagreinar geta gefið þá heilsubót og vellíðan sem sóst er eftir við heilsurækt, en hér verður einungis rætt um skokk. Hvað er skokk? íslenska orðið skokk er notað um það athæfi sem á ensku máli er kallað „jogging", en svipaðar orð- Veðrið skiptir ekki miklu máli fyrir skokkara, eins og sást af tnikilli þátt- töku í Reykjavtkurmaraþoninu í ágústmánuði, bæði í maraþonhlaupinu, hálfmaraþoninU og ekki síst í svoneþtdu skemmtiskokki. myndir hafa komist úr ensku inn í önnur mál, til dæmis „joggning" í sænsku. í íslensku orðabókinni er nafnorðið skokk talið eiga við um sérstakt óþýtt göngulag hesta og sögnin að skokka er sögð notuð um göngulag barna. Þessi orð virðast því hafa haft fremur óvirðulega merkingu. Skokk hefur þó hafist tii nokkurrar virðingar og orðið er nú mest notað um það að hlaupa hægt, til dæmis svo hægt, að menn geti haldið uppi samræðum á meðan hlaupið er. Fyrir þá sem krefjast tæknilegra skilgreininga, má segja að skokkandi maður sé lengur en fimm mínútur að komast einn kíló- metra. Gildi skokks Skokk hefur marga kosti sem heilsuræktargrein: Það er þægilegt, ?T I i 1 SSmm: nJ fgg['r 'i' ' * 3 / gjvj * Y V T'2Í m ’im. 13! ódýrt og einfalt. Margir velja skokk til Iíkamsræktar vegna þæginda. Ég get farið út að skokka, hvenær sem mér hentar og þarf ekki að mæta neins staðar á ákveðnum tíma eða treysta á það að aðrir jafn upptekn- ir menn mæti á réttum tíma. Sjálfur skokka ég oftast heim úr vinnu á daginn og ég finn að það er góð aðferð til að hreinsa hugann eftir amstur dagsins. Það tekur mig rúmlega hálfa klukkustund að skokka heim, en það er einmitt hæfilegur tími í líkamsrækt til að viðhalda þreki. Aðrir skokka á morgnana, á kvöldin eða í hádeg- inu, eftir því sem hverjum hentar. Skokkið er einfalt því að allir kunna að ganga og hlaupa. Það erfiðasta í upphafi er að kunna sér hóf og fara stutt meðan líkaminn er að venjast áreynslunni. Það er hægt að skokka næstum hvar sem er og jafnvel vetrarveðrið á íslandi þarf ekki að trufla skokk. Eins og aðrar íþróttagreinar, sem stundaðar eru reglulega, hefur skokk bætandi áhrif á ýmsar lífs- venjur, það eykur hreysti, hressir upp á útlitið, hjálpar til við megrun og eykur jafnvel kynorku. Félags- skapur og tilbreytni fæst með því að skokka öðru hvoru með öðrum. Skokk býður upp á umhverfis- og náttúruskoðun. Ég hef sjálfur ferð- ast meira um nágrenni Reykjavíkur skokkandi en mig hafði nokkurn tíma órað fyrir. Ég hef þannig kom- ið á marga fallega staði, sem ég hefði annars ekki séð og kynnst náttúru þessa svæðis og veðri á skemmtilegan hátt. Á ferðum í öðr- um löndum hef ég sóst eftir því að skokka þar sem ég hef haft viðdvöl og tel mig hafa kynnst mörgum stöðum á sérstakan hátt þess vegna. Skokkið er alls ekki „dauður tími". Fyrir menn sem sinna and- Iegum störfum má benda á að hug- urinn getur starfað meðan skokkað HEILBRIGÐISMÁL 3/1986 1 1

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.