Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 9
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson BREYTINGAR A REYKINGAVENJUM 12-16 ARA GRUNNSKOLANEMA I REYKJAVlK 40-, 1974 197B 1982 1986 TENGSL REYKINGA A HEIMILUM OG REYKINGA 12-16 ÁRA NEMENDA I REYKJAVlK 1986 ENGINN (ANNAR) REYKIR FAÐIR REYKIR REYKJA ALLS MOÐIR REYKJA DAGLEGA REYKIR FAÐIR OG MOÐIR REYKJA SYSTKIN REYKJA 0.5 1 1.5 2 2.5 3 HLUTFALL Enn dregur úr reykingum nemenda Grein eftir Skúla G. Johnsen Svo sem kunnugt er hefur reglu- bundin fræðsla um reykingar og skaðsemi þeirra verið í 5.-8. bekk grunnskólanna í Reykjavík síðan 1976. Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur frá byrjun séð um skipulagn- ingu þessa starfs og annast það í samvinnu við skólana. Einnig hef- ur félagið stutt þetta starf á ýmsan annan hátt, þar á meðal með reglu- bundinni útgáfu fréttablaðsins „Takmarks" sem dreift hefur verið í tugþúsundum eintaka. A síðustu 12 árum hefur borgar- læknisembættið í Reykjavík gert fjórar athuganir á reykingavenjum grunnskólanema og var hin síðasta gerð í apríl 1986. Niðurstöður hennar 'liggja nú að mestu leyti fyrir. Frá 1974 til 1986 hafa reykingar bama á aldrinum 12—16 ára minnkað til mikilla muna. Árið 1974 sögðust 32% þeirra reykja, þar af 22,8% daglega, en við könnun í apríl í vor kemur fram að einungis 12,6% segjast reykja, þar af 9,2% daglega. í heild hafa reykingar minnkað meira frá 1982 til 1986 en var milli áranna 1978 og 1982. Þetta kann að benda til að reykingar séu nú á sífellt hraðara undanhaldi í þjóðfé- laginu. Reykingar hafa minnkað mikið í öllum aldursflokkum en þó einna mest meðal 13 og 14 ára nemenda. Daglegar reykingar beggja kynja byrja að marki um 14 ára aldur en þá reykja um 7% pilta og 12% stúlkna daglega. Við 16 ára aldur hafa daglegar reykingar aukist þannig að 25% pilta og 28% stúlkna eru orðin ávanabundin reykingum. Það er athyglisvert að stúlkur reykja meira í öllum ár- göngum frá og með 13 ára og hefur heldur dregið sundur með kynjun- um frá 1974. Við fyrstu kannanir á reykingavenjum skólabarna í Reykjavík frá 1959 og 1962 var þessu öfugt farið því þá reyktu pilt- ar mun meira en stúlkur í öllum árgöngum. I könnuninni kemur fram að sterk samsvörun er milli reykinga- venja barna og unglinga annars vegar og reykinga annarra á heimili hins vegar. Þannig eru helmingi meiri líkur á að barn reyki ef það á föður eða móður sem reykir heldur en ef enginn (annar) reykir á heim- ilinu. Reyki systkin bamsins þá eru þrisvar sinnum meiri möguleikar á að það hefji tóbaksnotkun. Hlutfall heimila skólabama þar sem enginn reykir, hefur hækkað úr 20% árið 1974 í 34,1% árið 1986. Reyklausum heimilum skólabama hefur því fjölgað um 66% síðustu tólf árin. Meira virðist hafa dregið úr reykingum feðra en mæðra. Af könnunum þeim sem getið er hér að ofan má sjá, að reykingar skólabarna hafa minnkað verulega á síðustu 12 árum. Þegar reynt er að meta hvað hefur valdið þessari breytingu má fullyrða, að hún er fyrst og fremst að þakka þeirri fræðslu sem farið hefur fram í skólum síðasta áratug, að fmm- kvæði Krabbameinsfélagsins. Sú staðreynd sýnir hve öflugt mótun- arafl í heilbrigðisuppeldi skólar geta verið. Þessar niðurstöður ættu að hvetja til þess, að tekin verði upp markvissari fræðsla um heilbrigða lífshætti í grunnskólum og framhaldsskólum hér á landi heldur en verið hefur hingað til. Skúli G. Johnsen er borgarlæknir í Reykjavík. HEILBRIGÐISMÁL 3/1986 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.