Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 28
HEIIBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson - HEILBRIGDISMÁL / Jóhannes Long haft veruleg áhrif á hana. Stjórn- endum og starfsmönnum heil- brigðisþjónustunnar ber skylda til að koma nauðsynlegri fræðslu til skila í skólum og fjölmiðlum svo að fólk geti tekið skynsamlegar ákvarðanir. Pá má ekki gleyma því sem læknar geta komið til leiðar í viðtölum við sjúklinga sína. Með verðstýringu geta yfirvöld auðveld- að fólki að taka þessar ákvarðanir. Þegar hollur matur er skattlagður meira en óhollur er hins vegar ver- ið að gera hið gagnstæða. Fólki er þá beinlínis gert erfitt fyrir að taka skynsamlegar og heilsusamlegar ákvarðanir um mataræði. Hvert er hlutverk þeirra sem hafa hagsmuna að gæta? Hefur landbúnaðarstefnan verið dragbít- urá árangurí baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma hér á landi? Ég held að aldrei verði lögð nógu rík áhersla á að magrar mjólkur- afurðir, magurt kjöt og grænmeti eru nauðsynlegar fæðutegundir og hollar. Gagnrýni á landbúnaðarvörur beinist að mettaðri dýrafitu. Þar er „Hár blóðþrýstingur eykur hættu á æðakölkun, heilablóðfalli, nýrnabilun og hjartabilun." verið að benda á að gæta verði hófs og að mikil neysla mettaðrar dýra- fitu sé ekki heilsusamleg. Þess vegna samrýmist það hagsmunum landbúnaðarins að haga fram- leiðslunni þannig að áhersla sé lögð á framleiðslu og sölu þeirra afurða sem eru heilsusamlegar. Magurt lambakjöt hefur margt til brunns að bera sem hollustuvara og er auk þess villibráð sem er alin og fóðruð við hreinustu og náttúru- legustu aðstæður sem hægt er að hugsa sér. Bændasamtökin hafa ótal tækifæri til að færa sér í nyt vitneskju um hvað er hollt. Einhvern tímann var sagt að fleira væri matur en feitt kjöt. Er ekki rétt að auka fiskneysluna? Fiskur er snauður af mettaðri dýrafitu, sem tengd hefur verið kransæðaáhættu, hann er ríkur af fjölómettaðri fitu, sem lækkar kóle- steról, og auk þess inniheldur hann sérstakar fitusýrur. Mikið er af þessum fitusýrum í lýsi en þær eru taldar hafa vemdandi áhrif gegn blóðsegamyndun, æðakölkun og jafnvel gegn takttruflunum í hjarta. Má búast við því að á næstunni verði það miklar breytingar á lækningamöguleikum hjarta- og æðasjúkdóma að gildi áhættuþátt- anna minnki? Vissulega má búast við áfram- haldandi framfömm í meðferð hjarta- og æðasjúkdóma. Sérstak- lega er þess beðið að unnt verði að lækna sjúka æð með lyfjum, þann- ig að þrengsli hverfi og stíflur opn- ist. Þegar þar að kemur þykir mér líklegt að lyfjameðferð beinist að því að hamla gegn skaðlegum áhrifum áhættuþáttanna og ef til vill að efla varnarkerfi Iíkamans. Mikilvægi áhættuþáttanna, hinna eiginlegu orsaka sjúkdómsins, mun því alls ekki minnka. Það gild- ir um þessa sjúkdóma eins og alla aðra að forvöm er betri en lækning. Heilbrigðisráðherra kynnti í vor svonefnda landsáætlun í forvörn- um og nú mun vera starfandi nefnd til að gera ákveðnar tillögur um verkefni. Hvað finnst þér að ætti að vera í slíkri áætlun? Herferðir sem miða að bættri heilsu geta ekki gengið fram hjá hjarta- og æðasjúkdómum, sem em algengasta dánarorsökin. Þó verður að hafa í huga að hluti þess- ara sjúkdóma er eðlileg ellihrörn- un, sem við munum seint geta ráðið við. Það verður hins vegar að berjast gegn þeim þáttum sem stuðla að ótímabærri hrörnun og við getum ráðið við. Allt sem stuðl- ar að því að draga úr reykingum er til góðs og skiptir sennilega mestu máli af öllu. Þáttur númer tvö er að bæta mataræði, en það skiptir eink- um máli fyrir þá sem hafa of háa blóðfitu. Vitneskja um kólesteról í blóði er eitt af þeim atriðum sem á að beina sjónum sínum að. Enn eitt atriði er greining og meðferð há- þrýstings, þó þar hafi mikið áunnist á undanfömum árum. Hreyfing í heilsuræktarskyni, eins og nú er unnið að, er einnig atriði sem má ekki gleyma. Ef vel tekst til gætu íslendingar lifað enn betra lífi en nú er og bæði bætt árum við lífið og lífi við árin. -F- „Reykingar eru ein aðal orsök krans- æðasjúkdóma á unga aldri, þar sem fólk er beinlínis að kalla yfir sig hrörnun fyrir aldur fram." 28 HEILBRIGÐISMÁL 3/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.