Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 20

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 20
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsscxi - HEILBRIGÐISMÁL / Jóhannes Long Umferð og öryggi Oft vill gleymast að umferðar- öryggismál eru heilbrigðismál, þótt yfirvöld dómsmála og samgöngu- mála hafi þar einnig mikilvægu hlutverki að gegna. Til að árétta þetta sjónarmið verða hér birtar nokkrar stuttar fréttir tengdar um- ferðinni. - jr. Tveir um hvern bíl Nú munu 125 þúsund bílar vera skráðir hér á landi, þar af eru 110 þúsund fólksbílar eða 455 á hverja þúsund íbúa. Pað er meira en í flestum öðrum löndum, m.a. hin- um norrænu löndunum. Bandaríkja- menn eiga þó enn fleiri bfla en við eða 550 fólksbfla á hverja þúsund íbúa. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru skráðir 10.500 nýir bílar en 3.700 afskráðir. Sennilega hefur fjölgun bíla aldrei orðið jafn mikil á svo skömmum tíma. Láta mun nærri að þrefalt fleiri bílar séu nú á skrá heldur en árið 1968 þegar breytt var yfir í hægri umferð. Pjóðvegir hafa nær ekkert lengst á þessum átján árum (eru um 12 þúsund kílómetrar), en sennilega hafa götur í þéttbýli lengst eitthvað, þó það sé ekkert f líkingu við fjölgun bíla. Umferðar- þungi hefur þannig aukist mikið á síðustu árum og hætta á slysum einnig. Fjölgun og fækkun slysa í fyrra komu 1642 manns á Slysa- deild Borgarspítalans vegna um- ferðarslysa, eða að jafnaði 4 eða 5 á dag. Petta er mesti fjöldi sem slas- ast hefur í umferðinni á einu ári síðan 1978. Á norræna umferðar- öryggisárinu, 1983, slösuðust 20% færri en árið áður. Síðan hefur aftur sigið á ógæfuhliðina. Það sem af er þessu ári virðist umferðarslysum þó ekki hafa fjölgað frá síðasta ári, þrátt fyrir að bílar séu fleiri en áður. Karlar meira á ferðinni Stundum hefur verið til þess tek- ið að karlar lentu oftar í slysum en konur, en litlar upplýsingar hafa legið fyrir um það hvort skýringin sé sú að karlar væru meira í um- ferðinni. í umferðarkönnunum Umferðarráðs, lögreglu og Bifreiða- eftirlits, sem gerðar voru í júní 1985 og 1986, kom í ljós að meira en sjö af hverjum tíu ökumönnum voru karlar. Sjúkratöskur sjaldgæfar Samkvæmt áðurnefndum um- ferðarkönnunum er sjúkrataska einungis í sjötta hverjum bíl og slökkvitæki í ellefta hverjum bíl. Hins vegar er útvarpstæki í sex af hverjum sjö bílum. Aukinn hraði? í byrjun þessa árs voru 1142 kíló- metrar af vegum landsins lagðir bundnu slitlagi og í ár bættust við 270 kílómetrar. Betri vegir bjóða upp á aukinn hraða en einnig aukna hættu á slysum ef ógætilega er ekið. Almennur hámarkshraði á þjóð- vegum er nú 70 kílómetrar á klukkustund, en á helstu vegum út frá Reykjavík er leyfður 80 km hraði. I frumvarpi til umferðarlaga, sem nýlega var lagt fram á Alþingi, er gert ráð fyrir að ökuhraði megi ekki vera meiri en 50 km á klst. í þéttbýli og 70 km utan þéttbýlis, en þó verði 80 km hraði á vegum með bundnu slitlagi. Ákveða má hærri hraðamörk á tilteknum vegum, þó ekki meira en 90 km. Víða í þéttbýli er nú 30 km hámarkshraði, einkum í íbúðahverfum. Pess má geta að í fyrstu umferðarlögunum, sem samþykkt voru á Alþingi árið 1914, var mesti leyfilegur hraði 35 km í björtu en 15 km í dimmu. Reykingar í bíl Augljós er hættan af því þegar ökumaður dregur úr athygli við akstur með því að kveikja í síga- rettu. Ekki tekur betra við ef glóð hrekkur úr sígarettunni og öku- maður reynir að koma í veg fyrir að áklæði eða teppi skemmist. Reykingar og akstur fara illa sam- an á fleiri sviðum. Meðal fjöl- margra efna í tóbaksreyk er kolsýr- lingur, eitruð lofttegund sem dreg- ur úr flutningi súrefnis til vefja líkamans. Hjá reykingamanni er af- leiðingin því sú að óeðlilega lítið súrefni berst til heilans. Við þetta verða viðbrögð hægari og tímaskyn og fjarlægðarskyn lakara en ella. Einnig draga reykingar úr sjón- skerpu þannig að reykingamenn 20 HEILBRIGÐISMÁL 3/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.