Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 25
HEILBRIGDISMÁL / Eggert Pétursson un er enn einn ávinningur af því að hætta að reykja. Pað er augljóst mál að áður en blóðþrýstingur er lækkaður með lyfjum er sjálfsagt að reyna að hafa áhrif á þessa þætti. En dugi það ekki til á að halda blóðþrýstingi í skefjum með lyfj- um, vegna þess að heildarútkoman er mjög til góðs fyrir sjúklinginn. Hefur saltneysla áhríf á blóð- þrýsting? Petta hefur verið ágreiningsmál en niðurstöður rannsókna benda til að blóðþrýstingur hækki frekar hjá þeim sem hafa tilhneigingu til há- þrýstings, ef þeir neyta salts i rík- um mæli. Víst er um það að oft Iækkar blóðþrýstingur við minnk- aða saltneyslu. Hins vegar er ekk- Þegar slagæð stíflast... Hinar þunnveggjuðu slagæðar æskunnar taka upp á því að þykkna og þrengjast með aldrinum eða af öðrum ástæðum. Smám saman verður hindrun á blóð- rennsli, sem getur lyktað með blóð- segamyndun og stíflu. Þegar þetta gerist í kransæð verður drep í Eðlileg slagæð. Veggurinn er punnur, gerður úr þremur lögum: innlagi, mið- lagi og útlagi. Innlagið er byggt upp af æðaþeli, þunnri þekju sem klæðir æðina að innan, og þunnu bandvefslagi sem hvílir á aftnarkaðri himnu úr teygjan- legum bandvef. Miðlagið er gert úr sléttum vöðva og teygjanlegum bandvef, og útlagið úr lausum bandvefsem teng- ir æðina umhverfinu. ert sem bendir til að þeir sem hafa ekki tilhneigingu til háþrýstings fái hann af saltneyslu einni saman. Parna er oft erfitt að skilja á milli. Aður var minnst a' tengsl áfengis- neyslu og háþrýstings. Er áfengis- neysla óæskileg í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma almennt? Afengi hefur tvímælalaust skað- leg áhrif á hjartavöðvann og getur líka valdið hjartsláttaróreglu allt frá saklausum takttruflunum yfir í al- varlegri truflanir. Ekki er nein eindregin vísbend- ing um að áfengi stuðli að æðakölk- un. Komið hefur fram getgáta, studd vissum rannsóknarniður- stöðum, um að áfengi í mjög litlum mæli, einn eða tveir drykkir á dag, hjartavöðvanum, en það er algeng- ast allra dánarorsaka. Pessi meinsemd hefur verið nefnd æðakölkun (atherosclerosis). Rannsóknir hafa leitt í ljós að þetta er flókin meinsemd, gerð af þrem- ur höfuðþáttum. í fyrsta lagi er hún byggð upp af miklum fjölda fruma. Einkum eru það sléttar vöðvafrumur, ættaðar úr miðlagi slagæðanna, en einnig átfrumur, gjarnan fitufylltar, ættað- ar úr blóðstraumnum. Loks eru það ýmiss konar bólgufrumur. I öðru lagi er meinsemdin rík af bandvef, svokölluðu kollageni, 5júk slagæð. Æðakölkuti hefur valdið þykknun á slagæðaveggnutn og æðin er orðin þröng. Það er innlag æðarinnar sem hefur þykknað og þar hefur frum- um fjölgað og orðið kalkútfelling og aukning á bandvef og fitu, aðallega kólesteróli. geti hamlað gegn kransæðakölkun. Petta hefur verið tengt hækkun á svokölluðu góðu kólesteróli, há- þéttni lípópróteinum í plasma. Pað er hærra hjá konum en körlum svo og hjá íþróttamönnum og er talið hafa vemdandi áhrif. Peir sem best kunna skil á þessum rannsóknum vara mjög við því að draga þá álykt- un að áfengi hafi þessi vemdandi áhrif. Sú rannsókn sem mest er vitnað til í þessu sambandi er bandarísk og hafa sumir bent á að Bandaríkjamenn sem nota áfengi í miklu hófi séu líklegir til þess að huga að ýmsum öðrum þáttum í heilsufari sínu og lifnaðarháttum sem stuðla að góðri heilsu. Frá sjónarhóli hjartalæknis er ekkert vafamál að ráðleggja eigi sem er sama eðlis og bandvefur í örvef og sinum. í meinsemdinni eru einnig elast- ín, eða teygjanlegur bandvefur, og sérstakur flokkur sameinda sem nefnast glykosoamínglíkön og eru merkileg fyrir þá sök að þau hafa tilhneigingu til að binda fituríkar sameindir. Par er komið að síðasta meginþætti meinsemdarinnar, sem er fita, að mestu leyti kólesteról. Miklar vonir eru bundnar við að aukinn skilningur á frumusamfé- lagi æðaveggjarins færi okkur í hendur lyf sem gera okkur kleift að lækna sjúkan æðavegg og víkka æðar, án skurðgerða. G.Þ. Stífluð slagæð. Æðakölkun hefur valdið mikilli þrengingu á æðinni og rennslis- hindrun. Loks hefur myndast blóðsegi sem stíflar æðitia alveg. HEILBRIGÐISMÁL 3/1986 25

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.