Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 19
LANDSPÍTAUNN: Kristinn B Jóhannsson TveVr ittdsP Hjartaskurðlækn- ingar á íslandi gm LandsPitaia Framk, aðgerð &a wart, 1 ir Hát*' !toá\æVaú^ [ræðúiiiaf ns a'mefl að síðasta nar .friháttarsérgreimn H sr«*22^J ItlG fjt *■”“ ■ (5 • /, Prjátíu aðgerðir á árinu? Um miðjan nóvember höfðu ver- ið gerðar 24 kransæðaaðgerðir á Landspítalanum og stefnir í yfir þrjátíu aðgerðir á þessu ári. Grétar Ólafsson, yfirlæknir brjósthols- skurðdeildar, sagði í samtali við Heilbrigðismál að aðgerðimar hefðu allar gengið mjög vel. Eng- inn sjúklingur hefur fengið ígerð í bringubein eftir aðgerð. Sjúklingarnir eru 22 karlar og 2 konur og á aldrinum frá 44 ára til 72ja ára. Nú eru gerðar tvær að- gerðir á viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, og standa þær að jafnaði í fimm klukkustundir. Gert var ráð fyrir að fyrst eftir að aðgerð- ir hæfust hér yrðu samt sem áður allmargir kransæðasjúklingar send- ir til útlanda í aðgerð. Komið hefur í ljós að fólk vill helst ekki takast á hendur slíka ferð eftir að aðstaða er fyrir hendi til aðgerða hér á landi. Pess vegna eru tuttugu sjúklingar á Þessi mynd var tekin þegar fyrsta hjartaaðgerðin á Landspítalanum var gerð. Það voru skurðlæknarnir Hörður Alfreðsson (til vinstri), Þórarinn Arn- órsson (til hægri) og Kristinn ]ó- hannsson (sem tók myndina) sem fram- kvæmdu þessa aðgerð með aðstoð svæf- ingarlækna, hjúkrunarfólks og tækni- manna, alls um tuttugu manns. Hjarta sjúklingsins var stöðvað og tengt hjarta- og lungnavél í 72 mínútur. biðlista, en stefnt er að því að fjölga aðgerðum í þrjár eða fjórar á viku eins fljótt og hægt er. Tekin er bláæð úr fótlegg og hún tengd milli aðalslagæðar og krans- æðar utan á hjartanu þannig að blóð geti runnið óhindrað fram hjá þrengslum eða stíflu í kransæð. Þannig er hægt að tengja allt að fimm „nýjar" kransæðar í hverjum sjúklingi. Auk þess hefur svonefnd „arteria mammaria intema" verið tengd í öllum aðgerðunum hér á landi, en með því er átt við að slagæð í brjóstvegg sé tengd krans- æð. Slíkar aðgerðir hafa þótt vandasamar en em taldar auka lík- ur á góðum árangri. „Það eru allir mjög ánægðir með það hvernig til hefur tekist," sagði Grétar Ólafsson yfirlæknir að lok- um. -jr. I HEILBRIGÐISMÁL 3/1986 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.