Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 23
HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnarsson helming kransæðatilfella megi rekja til þekktra áhættuþátta. Astæður hins helmingsins eru þá óþekktar, enda margt sem við skiljum ekki enn varðandi orsakir vefjabreytinga í æðaveggnum. Samt verður ekki vikist undan að íhuga þá staðreynd að í þeim löndum þar sem neysla mettaðrar dýrafitu er lítii og blóðfita almennt lág eru kransæðasjúkdómar fátíðir. Þegar talað er um óþekktar or- sakir kransæðasjúkdóma á Vestur- löndum er miðað við þá blóðfitu sem mælist að meðaltali hjá íbúum þessara landa. Ef mörkin væru færð niður í það sem tíðkast þar sem kransæðasjúkdómar eru sjald- gæfir teldust langflestir kransæða- sjúklingar hafa of háa blóðfitu og þar með væru mjög fáir eftir sem hefðu enga þekkta áhættuþætti. Hafa áhættuþæitirnir mismun- andi vægi eftir löndum? ]á. Skýrast er dæmið um reyking- ar sem allt að tvöfalda líkur á krans- æðasjúkdómum í vestrænum þjóð- félögum, en hafa lítil áhrif á tíðni þessara sjúkdóma í öðrum löndum, eins og í Japan þar sem mataræðið er öðruvísi og blóðfitan lág. Þarna kemur til samspil áhættuþáttanna, þeir verða að vinna saman til þess að hin skað- legu áhrif þeirra komi fram til fulls. Sá sem hefur einhvern einn tiltek- inn áhættuþátt, til dæmis hækkaða blóðfitu, er í aukinni hættu á að fá kransæðasjúkdóm. En hættan margfaldast þegar fleiri þættir bætast við. Er hugsanlegt að fólk sem ræður ekki við einn áhættuþátt, til dæmis reykingar eða offitu, geti dregið nóg úr hættunni með því að vinna bug á öðrum þáttum? Þetta vekur spurningu um hvað sé nóg. Stundum heldur fólk að ekkert þýði að eiga við marga áhættuþætti. Rökréttara er að segja: Ef einhverjir þættir eru fyrir hendi sem ekki er hægt að hafa áhrif á, þá er ennþá meiri ástæða til að berjast gegn þeim þáttum sem við ráðum við. Ef reykingamaður hefur engan annan áhættuþátt þá valda reykingarnar honum ekki eins miklu tjóni og þeim sem er einnig of feitur, hefur háa blóðfitu, hækk- aðan blóðþrýsting og hreyfir sig lít- ið. En hann er eftir sem áður að taka þá áhættu að fá krabbamein eða langvinna Iungnasjúkdóma. Aldrei skal ég viðurkenna að það sé neitt vit í því að halda áfram að reykja. Nú reykja um 36% fullorðinna íslendinga, og voru fleiri áður. Hvernig eykst áhættan við reyking- ar og hversu fljótt dregur úr henni þegar hætt er að reykja ? Þetta er háð því hve mikið og hve lengi hefur verið reykt. Reykingar allt að tvöfalda Iíkur á kransæðastíflu og skyndidauða og allt að þrefalda líkumar á því að menn fái sjúkdóma í útlimaæðar. Einnig er veruleg aukning á heila- blóðföllum meðal reykingafólks. Það sem athygli hefur vakið er þessi mikla aukning á bráðavanda- málum eins og kransæðastíflu og skyndidauða. Tóbaksreykur stuðl- ar mjög að blóðsegamyndun, espar blóðflögur og dregur úr hæfni æða- þelsins (sem klæðir æðakerfið að „. . . og þetta á ekki síst við landbúnað- inn sem er stór framleiðandi hollustu- vöru." innan) til þess að mynda sérstök prostaglandín sem varna blóð- tappamyndun. Ef einhver sjúkleiki er fyrir, eins og æðaþrengsli, þá stuðla reykingar að slíkri blóð- tappamyndun. Hættan sem skapast við það að reykja þegar komin eru æðaþrengsli verður þannig mikil. Ef hætt er að reykja eru þessi bráðaáhrif tiltölulega fljót að hverfa, þannig að eftir nokkra mán- uði er hættan mun minni en áður. Hins vegar er líklegt að þrengsli í ganglimaæðum og kransæðum gangi ekki beinlínis til baka, heldur losnar sjúklingurinn við önnur áhrif reyksins svo sem samdrátt í kransæðunum. Jafnvel flæði um hina sjúku æð batnar við það eitt að hætta að reykja, svo það verður aldrei nægilega brýnt fyrir reyk- ingafólki að það er ekki búið að brenna allar brýr að baki sér þótt það hafi reykt árum saman. Það er strax miklu betur sett þegar það hefur drepið í síðustu sígarettunni. Er nokkur ástæða að halda að íslendingar séu betur varðir gegn afleiðingum reykinga en aðrir? Enn vantar vitneskju um vægi einstakra áhættuþátta hjá Islend- ingum, en vægi þessara þátta er mismunandi eftir löndum, eins og HEILBRIGÐISMÁL 3/1986 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.