Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 26

Heilbrigðismál - 01.09.1986, Blaðsíða 26
fólki að gæta hófs í notkun áfengis. Pað eru ekki til neinar öruggar vís- bendingar um að sá sem ekki neytir áfengis sé verr settur en sá sem neytir áfengis í miklu hófi. Nýjar rannsóknir á sambandi hreyfingarleysis og hjartasjúkdóma hafa vakið athygli. Hverjar eru helstu niðurstöður? Það er gömul hugmynd að reglu- bundin líkamshreyfing sé heilsu- samleg, og margar rannsóknir benda til að dagleg hreyfing vemdi gegn æðasjúkdómum. Nýjasta rannsóknin kom í vor frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Fylgst var lengi með mjög stórum hópi fyrrverandi nemenda. Fyrir lágu ít- arlegar upplýsingar um heilsufar þeirra og lífshætti. Þetta var síðan tengt afdrifum nemendanna hvað snerti hjarta- og æðasjúkdóma og heilsufar almennt. Nemendum var skipt í þrjá hópa eftir því hvort þeir voru algerir kyrrsetumenn, hreyfðu sig eitthvað dálítið eða hreyfðu sig mikið, annað hvort í starfi eða með reglubundinni íþróttaiðkun. Það kom í Ijós að öll hreyfing er til góðs. Þeir sem hreyfðu sig dálítið, fóru í göngu- ferðir, gengu upp stiga í stað þess að taka lyftu, og voru þannig ekki algerir kyrrsetumenn, höfðu lægri heildardánartíðni í öllum aldurs- flokkum og lægri tíðni hjarta- og æðasjúkdóma en þeir sem ekki neitt. Þetta gilti jafnvel þegar tekið var tillit til annarra áhættuþátta. Þeir sem hreyfðu sig mikið komu enn betur út. Þessi rannsókn er enn ein vís- bending um að þeir sem reyna á sig líkamlega eigi síður á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma heldur en þeir sem gera það ekki. Jafnvel til- tölulega lítil hreyfing virðist vera mjög til góðs. Dýratilraunir benda einnig til að hreyfing hafi bein vemdandi áhrif gegn kransæða- kölkun og kransæðastíflu. Einnig er margt sem bendir til að hreyfing í frístundum dragi úr streitu. Eru óyggjandi sannanir fyrir því að streita auki hættu á hjarta- og æðasjúkdóm um? Streita er einhver erfiðasti þáttur- inn til að festa fingur á, ekki síst vegna þess hvað erfitt er að mæla hana. Þó hefur mikið áunnist á síð- ustu árum, þar sem tekin hafa ver- ið upp samræmd vinnubrögð við streitumælingar. Einkum hefur verið litið á sérstaka hegðun, svo- kallaða manngerð A, en það er hinn keppnisfulli maður sem aldrei hefur nógan tíma til að ljúka dags- verki sínu eða vikustarfi og á erfitt með að yfirgefa annir dagsins. Það virðist vera raunverulegur áhættu- þáttur kransæðasjúkdóma að haga sér svona. Kannað hefur verið hvað það sé í fari þessara manna sem er þeim hættulegt og þar hefur athygli beinst að tilhneigingu til þess að fyllast reiði og fjandskap gegn þeim sem em á öndverðum meiði við þá í daglegum sam- skiptum. Það er sérstaklega inni- byrgð reiði, sem virðist vera var- hugaverður þáttur og tengist mjög hegðunarhátterni manngerðar A. Dánartíðni úr kransæða- sjúkdómum Aldursstöðluð tíðni (alheims- staðall) miðað við 100.000. Byggt á tölfræöihandbók Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (World Health Statistics 1985). Karlar Konur Evrópulönd: Evrópulönd: Norður-írland 309,8 Norður-írland ... 133,8 Skotland 276,2 Tékkóslóvakía ... 125,4 Finnland 267,9 Skotland ... 122,6 Irland ,v... 253,3 Irland . . . 109,2 Tékkóslóvakía 249,4 Malta ... 108,0 Svíþjóð 231,5 Danmörk . . . 99,6 England og Wales 231,4 Ungverjaland . . . 98,8 ísland 225,5 Svíþjóð . . . 98,0 Danmörk 220,6 Finnland . . . 97,2 Malta 218,6 England og Wales .. . . . 94,9 Ungverjaland 218,3 Búlgaría . . . 92,0 Noregur 191,8 Rúmenía . . . 88,9 Austurríki 161,6 ísland . . . 77,8 Vestur-Þýskaland 161,0 Noregur . .. 71,8 Búlgaría 159,7 Austurríki . . . 66,1 Holland 157,8 Vestur-Þýskaland . . . . . 64,5 Rúmenía 134,1 Holland .. . 60,2 Belgía 121,8 Ítalía . .. 51,9 Pólland 116,0 Belgía . . . 48,7 Ítalía 113,8 Sviss . . . 39,0 Sviss 109,2 Júgóslavía . . . 36,1 Grikkland 81,6 Pólland . . . 35,3 Júgóslavía 80,9 Portúgal .. . 34,9 Frakkland 71,5 Grikkland . . . 29,0 Portúgal 71,2 Frakkland . .. 28,1 Nokkur önnur lönd: Nokkur önnur lönd: Nýja Sjáland 231,7 Kúba ... 112,7 Ástralía 207,6 Nýja Sjáland . . . . 103,2 Kanada 205,2 Bandaríkin . . . . 97,5 Bandaríkin 205,1 Ástralía .... 96,2 Kúba 155,8 Kanada . . . . 94,7 ísrael 153,8 ísrael . . . . 88,1 Hong Kong 51,0 Hong Kong . . . . 29,7 Japan 37,4 Japan . . . . 20,5 26 HEILBRIGÐISMÁL 3/1986

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.