Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 6
BOEHRINGER INGELHEIM / U-niurt Nilsson (c) Smitandi lifrarbólga Útbreiddur sjúkdómur sem getur haft alvarlegar afleiðingar Grein eftir Harald Briem Gulufaraldrar hafa verið þekktir allt frá dögum Hippókratesar. Pað var þó ekki fyrr en á áttundu öld að menn áttuðu sig á því að um væri að ræða smitandi sjúkdóm. Faraldrar þessir voru áberandi í styrjöldum. Þannig geisuðu gulu- faraldrar í her Napóleons í Egypta- landi, í borgarastríðinu í Bandaríkj- unum og Búastríðinu svo dæmi séu nefnd. Danski læknirinn Peder Andon Schleisner, sem sendur var til ís- lands árið 1847 til þess að kanna heilbrigðisástand þjóðarinnar, get- ur fyrstur manna um gulufaraldur hérlendis. Slíkra faraldra varð síð- an vart í lok nítjándu aldar. í upp- hafi tuttugustu aldar var sjúkdóm- urinn orðinn vel kunnur á íslandi. Árið 1914 gekk gulufaraldur í Reykjavík sem lagðist þungt á menn. í grein sem Guðmundur Hannesson prófessor ritaði í Læknablaðið 1919 segir hann um þennan faraldur, og er honum nokkuð niðri fyrir: „. . . þó mun veikin hafa gengið svo yfir þennan háskólabæ að enginn leitaðist við að rannsaka hana." Árið 1920 ritaði Ingólfur Gíslason héraðslæknir grein í Læknablaðið um þessa „undarlegu sýki" sem gekk vorið 1918 í Vopnafirði. Taldi hann meðgöngutíma sjúkdómsins vera eina til fjórar vikur og leggjast á ungt fólk aðallega, þó ekki unga- börn. Hygg ég að Ingólfur sé fyrst- ur manna til að lýsa meðgöngu- tíma sjúkdómsins enda voru að- stæður ákjósanlegar í einangr- uðum byggðalögum á íslandi til þess að fylgjast með útbreiðslu hans. Guðmundur Hannesson hvatti íslenska lækna eindregið til að til- kynna um sjúkdóminn í skýrslum sínum til landlæknis og frá árinu 1930 hefur sjúkdómurinn verið til- kynningaskyldur. Þannig má sjá í Heilbrigðisskýrslum að sjúkdóm- urinn varð landlægur á Islandi á þessari öld og hefur gengið í far- öldrum á um það bil 10 ára fresti fram til 1954, en eftir það hefur ekki borið á faröldrum. Gulan, sem sjúkdómurinn veld- ur, stafar af lifrarbólgu (hepatitis). Ákveðið efni sem líkaminn þarf að Iosna við skilst út um lifrina með gallinu og síðan hægðum. Þegar lifrin bólgnar safnast efnið fyrir í blóðinu og fellur út í húðinni og víðar og skilst í auknum mæli út í þvagi. Á latínu hefur sjúkdómur- inn meðal annars verið nefndur „icterus epidemicus" eða „hepatit- is infectiosa" og á íslensku gæti hann því heitið smitandi lifrarbólga. Á fimmta áratug þessarar aldar voru skilgreindar tvær megingerðir smitandi lifrarbólgu. Önnur gerðin smitast um meltingarveginn og nefnist lifrarbólga A (hepatitis A) og er meðgöngutíminn tvær til sex vikur. Þetta var sá sjúkdómur sem gekk í faröldrum á íslandi. Hin gerðin smitast með sýktu blóði þegar það kemst inn í næman ein- stakling til dæmis við blóðgjöf eða nálastungu. Nefnist hún sermigula eða lifrarbólga B (serum hepatitis, hepatitis B). Lengi var vitað að veirur orsökuðu þessa sjúkdóma. Það var þó ekki fyrr en 1965 að veiran sem veldur lifrarbólgu B fannst. Árið 1973 fannst svo veiran sem veldur lifrarbólgu A. Framfar- ir í veirufræði hafa síðan leitt í ljós að til eru fleiri tegundir Iifrarbólgu eins og lifrarbólga D og önnur smit- andi lifrarbólga sem kölluð er því ófrumlega nafni Iifrarbólga ekki-A, ekki-B (hepatitis non-A, non-B) en ýmsar veirur virðast valda síðast- nefnda sjúkdóminum. Nú er vitað Mænusóttarveirur, sem hér sjást, eru nauðalíkar lifrarbólguveirum af A-stofni, enda báðar taldar af flokki enteroveira. Þvermál veir- unnar er 27 nanómetrar (milljón- ustu hlutar úr millimetra). 6 HEILBRIGÐISMÁL 3/1988

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.