Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 23
HEILBRICÐISMÁL / Ljósmyndarinn Oóhannes Long) fjöldi sjúkraflutningamanna á öllu landinu árið 1982 var 250. Erfitt er að fullyrða neitt um ár- angur þessara námskeiða. Við sem að þeim höfum staðið erum þó sannfærð um að þau hafi haft já- kvæð áhrif á menntun sjúkraflutn- ingamanna og viðhorf þeirra og annarra til starfsins, meðferð sjúkl- inga og starfsemina í heild. Hins vegar verður þó að segja að til skamms tíma hafa sjúkraflutninga- menn átt frekar erfitt uppdráttar meðal annarra heilbrigðisstétta. Nám í fjölbrautaskóla í reglugerð um menntun sjúkra- flutningamanna segir að hún skuli vera mannbjörgun, meðferð og flutningur sjúkra og slasaðra svo og akstur sjúkrabifreiða. Ennfrem- ur segir að landlæknir skuli gera tillögur um nám sjúkraflutninga- manna og Heilbrigðismálaráðu- neytið skuli í samráði við fræðslu- yfirvöld sjá til þess að veitt sé nauðsynleg kennsla á þessu sviði. í samráði við landlækni hefur Sjúkraflutningaráð undanfarna mánuði unnið að skipulagningu náms fyrir sjúkraflutningamenn í fjölbrautaskóla. Höfð hefur verið samvinna við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um stofnun sérstakrar brautar innan heilbrigðissviðs skól- ans og hefur hún fengið nafnið Sjúkraflutninga- og öryggisbraut. Að hiuta til verður þessi braut samsvarandi sjúkraliðabraut sem fellur undir heilbrigðissvið þessa skóla og útskrifar sjúkraliða með starfsréttindi. Pessu til viðbótar kemur kennsla í sjúkraflutningum, þar með talin greining og meðferð Nýi tíminn. Ár hvert eru fimmtán til tuttugu þúsund sjúkraflutning- ar á landinu. Sjúkrabílarnir eru búnir fullkomnum tækjum til að veita slösuðum og bráðveikum fyrstu hjálp. Á síðustu árum hefur verið Iögð áherslu á aukna mennt- un sjúkraflutningamanna, eins og um er rætt í þessari grein. bráðveikra og slasaðra, kennsla í slökkvitækni og í öryggismálum, þ.e. almannavörnum, öryggiseftir- liti og björgun. Verkleg þjálfun fer auk þess fram á Slökkvistöðinni í Reykjavík, Slysadeild Borgarspítal- ans og öðrum deildum spítalanna í Reykjavík. Með því að bæta við sig 13 til 15 eininga námi í hjúkrunar- fræði geta nemendur jafnframt gerst sjúkraliðar. Jafnvel er hægt að gera það án þess að lengja nám- ið með því til dæmis að sleppa námi í slökkvitækni ef þess er ósk- að. Áætlað er að námið taki tvö og hálft ár (fimm annir) eða um það bil 2700 kennslustundir, auk verk- legrar þjálfunar eins og áður grein- ir. Rætt hefur verið við alla hags- munaaðila og hafa undirtektir undantekningalaust verið mjög góðar. Skólinn mun leggja til fasta- kennara og ráða deildarstjóra en hagsmunaaðilar stundakennara. Kostnaður við kennslu verður að sjálfsögðu greiddur af menntakerf- inu. Að námi loknu er gert ráð fyrir að nemendur öðlist réttindi til að gegna þeim störfum sem talin verða hér á eftir, (í sumum tilfell- um kann þó að vera þörf á stuttum en sérhæfðum undirbúningi til viðbótar áður en starf er hafið): * Sjúkraflutningamenn. * Sjúkraliðar á sjúkrahúsum, heilsugæslustöðvum og víðar (eftir 13 til 15 eininga nám í hjúkrunar- fræði). * Brunaverðir (eftir nám í slökkvi- tækni). * Almannavarnafulltrúar. * Öryggisfulltrúar hjá einkaðilum og hinu opinbera. * Vinnueftirlitsmenn (öryggi á vinnustöðum). * Leiðbeinendur í skyndihjálp. * Störf hjá hjálparsveitum og líkn- arfélögum. * Störf hjá fyrirtækjum sem sjá um öryggis- og hjálpartæki. Segja má að skipta megi þessum störfum í þrjá flokka: Sjúkraflutn- inga og sjúkraliðastörf, slökkvi- störf, öryggisstörf og neyðarvarnir. Við skipulagningu þessarar námsbrautar hefur verið kostað kapps um að vera samstíga hinum Norðurlöndunum og að vera ekki HEILBRIGÐISMAL 3/1988 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.