Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 13
HEÍLBRIGÐISMÁL / Jónas Ragnar Ástandið í umferðinni: Verra gaeti það verið Óvenju mörg banaslys hafa orð- ið í umferðinni það sem af er þessu ári. Hvað veldur? Um það eru skiptar skoðanir en allir eru sam- mála um að viðhorf fólks til um- ferðarinnar þurfi að breytast, eins og nýlegt átak miðar að. Rétt er að vekja athygli á því að þrátt fyrir allt benda tölur Umferðarráðs til að færri hafi slasast í umferðinni í ár en í fyrra, þó að tilviljun kunni að hafa ráðið því að banaslysin séu fleiri. Síðustu fimmtán árin hafa 19 til 39 íslendingar látist á ári í umferð- arslysum, fæst hafa þau orðið árið 1976 en flest árin 1975 og 1977. Yfir lengri tíma litið hefur banaslysum í umferðinni fækkað nokkuð síðasta áratuginn, þrátt fyrir verulega fjölgun bíla (sjá Heilbrigðismál 3/1987, og 4/1987). Samanburður á dánartíðni úr umferðarslysum í fimmtíu löndum sýnir að víða er ástandið mun verra en hér. Ef miðað er við sam- bærilegar tölur (svonefnda staðl- aða dánartíðni) kemur í ljós að dánartíðni hjá körlum er hærri en hér í 42 af þessum löndum og hjá konum er hún hærri í 30 af þessum löndum. Venesúela í Suður-Amer- íku er efst á listanum með nær fjór- um sinnum hærri dánartíðni meðal karla en hér. Ekki er mikill munur á Norðurlöndunum en hlutfalls- lega fæst slys eru þó í Svíþjóð og á íslandi. Af Evrópuríkjum er ástandið verst í Portúgal en lang- best á Möltu. Alls staðar er körlum mun hættara en konum, enda munu þeir vera meira á ferðinni. Þrátt fyrir þokkalega stöðu ís- lands í þessum samanburði verð- um við að gera enn betur og ætt- um að geta það, ef við viljum. -jr. Dánartíðni úr umferðarslysum í nokkrum löndum Aldursstöðluð dánartíðni miðað við 100.000 íbúa. Heimild: World Health Statistics Annual 1986. Karlar Konur Venesúela 53,3 (1.) 12,2 (1.) Kúvæt 52,3 (2.) 114 (2.) Súrínam 48,2 (3.) 6,4 (23.) Portúgal 39,9 (5.) 8,2 (10.) Frakkland 27,3 (14.) 9,3 (7.) Ítalía 25,3 (16.) 7,1 (20.) Bandaríkin 25,0 (17.) 9,4 (5.) Spánn 23,7 (18.) 7,3 (18.) Kanada 21,0 (23.) 8,1 (14.) Vestur- Þýskaland 17,2 (30.) 6,2 (26.) Danmörk 16,0 (32.) 7,6 (16.) Japan 15,0 (35.) 4,2 (43.) Noregur 14,7 (38.) 4,5 (38.) Finnland 13,9 (42.) 5,2 (33.) ísland 13,5 (43.) 5,4 (31.) England og Wales 13,5 (44.) 4,6 (37.) Svíþjóð 13,3 (45.) 4,3 (41.) Malta 3,8 (49.) 0,7 (50.) Máritíus 3,1 (50.) 0,8 (49.) HEILBRIGÐISMAL 3/1988 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.