Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 21
HEILBRJCÐISMÁL 1 Jói Fitumýkt Fjölómettaðar fitusýrur sem hlutfall af mettuð- um fitusýrum (F/M). Samkvæmt íslenskri neyslukönnun er þetta hlutfall 0,2 en talið er æskilegt að það hækki í 0,4. SOLBLOMAOLIA MAISOLIA | ÝSUFLÖK HHH2.3 ÞORSKALÝSI BORDSMJÖRLIKI BÖKUNARSMJÖRLIKI §0.3 SMJÖRVI g0.3 KINDAKJÖTSFITA |0.1 SMJÖR 10.04 ÞEYTIKREM 0.01 neyta þeirra í hófi. Ef feitur matur er á borðum er holl- ara að borða ríflega af kolvetnarfku fæði með, til dæm- is kartöflur, brauð, baunir eða grænmeti til fyllingar, en heldur minna af kjötvörunni. Grænmeti, hvort heldur er hrátt eða soðið, lífgar upp á hvaða máltíð sem er og eykur hollustuna. Matreiðsla. Gott hráefni tryggir ekki heilnæma og lystuga fæðu. Matreiðslan getur svo sannarlega gert gæfumuninn. Steiktur matur, löðrandi í fitu, er sjald- an hollur, sama hvað hráefnið nefnist sem flýtur í fit- unni. Sparið því fituna við matargerð! Bakið matinn, sjóðið hann eða glóðarsteikið en steikið hann síður r feiti. Glóðarsteiktur fiskur er hið mesta hnossgæti og Soðinn eða ofnbakaður fiskur er mun fituminni en steiktur eða djúpsteiktur fiskur. einhver fljótlegasta matseld sem völ er á. Bakaður fiskur býður líka upp á ótal möguleika og þá er alls ekki nauðsynlegt að hella ævinlega heilum eða hálfum pela af rjóma yfir fiskréttinn. Kjöt sem borðað er hversdags nýtur sín best í alls kyns pottréttum, með miklu grænmeti og jafnvel baunum. Kjötið er þá gjarnan snöggsteikt í svolítilli olíu fyrst en síðan látið krauma með grænmetinu við lágan hita. Kartöflur, hrísgrjón, pasta eða brauð er sjálfsagt með öllum heit- um réttum og engin ástæða er til að tortryggja eða forðast sérstaklega þessa mikilvægu sterkjugjafa. Sósur. Margir virðast halda að sósur séu ævinlega mesta óhollusta sem beri að forðast í lengstu lög. Sem betur fer er sú skoðun á misskilningi byggð. Það eru fyrst og fremst feitar sósur sem teljast óhollar, svo sem majonessósur, rjómasósur og uppbakaðar kjöt- sósur. Fituminni sósur eru heppilegri, til dæmis gamla og góða brúna sósan, sem er fyrst og fremst soð, jafn- að með svolitlu hveiti eða annarri sterkju. Að öllum jafnaði er talið æskilegra að nota olíu í staðinn fyrir smjörlíki eða smjör við sósugerð, rétt eins og flestan annan matartilbúning. Kaldar sósur, til dæmis með salati, þurfa heldur ekki að vera mjög feitar. Súrmjólk- ur- eða jógurtsósur eru ágætar út á salat og ekki síður edik og olía hrist saman og kryddað. Sýrður rjómi er töluvert feitari en súrmjólkin, venjulegur rjómi er enn feitari, en majones, smjör og smjörlíki er allra feitast. Vatnið er tvímælalaust ákjósanlegasti drykkurinn með hversdagsmatnum, jafnt fyrir börn sem full- orðna. Og sé einhver þyrstur, skrúfið þá frá vatns- krananum. Laufey Steingrímsdóttir, Ph.D., er næringarfræðingur. Hún á sæti í Manneldisráði. Engin fita er í soðnum kartöflum en um 30 g í hverj- um 100 g poka af kartöfluflögum. HEILBRIGÐISMÁL 3/1988 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.