Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 8

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 8
Lifrarbólgufaraldur fyrir sjötíu árum í apríl árið 1920 birtist í Læknablaðinu grein eftir Ingólf Gíslason héraðslækni í Vopnafirði um smitandi lifrarbólgu, sem þá var nefnd icterus epidemicus. Þar segir m.a: „Þessi undarlega sýki hefir gert töluvert vart við sig hér í héraðinu síðan í mars 1918. Sótt- in mun hafa borist hingað norðan úr Axarfjarðar- eða Þistilfjarðar- héraði með póstinum. Hann veiktist 6 dögum eftir að hann kom úr póstferð í téðum mánuði. Þrjú systkini hans veiktust, síðan tók við eitt af öðru með ca. mánaðar millibili. Um sama leyti fór að bera á sýkinni víðar. Oft virtist auðvelt að rekja slóðina til næstu bæja, eða til vina og vandamanna sýktu heimilanna, en stundum var það aftur á móti mjög torvelt eða ómögulegt . . . Sýkin virðist ekki mjög smitandi." með skorpulifur. Einnig er nú talið fullvíst að veiran geti með tíman- um valdið lifrarfrumukrabbameini. Áætlað hefur verið að hátt í 300 milljónir manna beri veiruna í sér. Einn af hverjum tuttugu íslending- um hefur smitast af völdum veir- unnar og einn af hverjum sjö hundruð íslendingum ber veiruna í sér. Útbreiðsla sjúkdómsins hér er svipuð og í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Sjúkdómurinn er mun útbreiddari í Suður-Evrópu og Austur- Evrópu en útbreiddast- ur er hann þó í Afríku, í Asíu og á Kyrrahafseyjum þar sem meira en einn af hverjum fimm ber veiruna í sér og meira en annar hver maður hefur orðið fyrir smiti. Athyglis- vert er að meðal næstu nágranna okkar, Grænlendinga, er sjúkdóm- urinn víða eins útbreiddur og í Afríku og Asíu. Innan hvers sam- félags eru vissir áhættuhópar þar sem tíðni sjúkdómsins er hærri en annars staðar. Má þar nefna fíkni- efnaneytendur sem sprauta sig, homma, vændiskonur, mjög fjöl- lynda einstaklinga og starfsfólk á heilbrigðisstofnunum sem vinnur mikið með blóð. Blóðþegar og dreyrasjúklingar, sem áður voru í hættu að smitast, eru nú í hverf- andi hættu á smitun af þessari veiru þar sem blóðbankar skima nú orðið blóðgjafa fyrir lifrarbólgu- veiru B. Nú er til bóluefni gegn lifrar- bólguveiru B sem reynst hefur vel en er dýrt. Fólk sem er í hættu að smitast, til dæmis heilbrigðisstarfs- fólk, ætti að fá bólusetningu. Það er freistandi að bera saman eyðni (alnæmi) og lifrarbólgu B en smitleiðir þessara sjúkdóma eru þær sömu. Eyðniveiran er mun minna smitandi en lifrarbólguveira B en á móti kemur að þeir sem bera eyðniveiruna í sér eru lengur smitandi. Eyðni er nýr sjúkdómur, gagnstætt lifrarbólgu B. Nái eyðni sömu útbreiðslu og lifrarbólga B yrðu afleiðingarnar skelfilegar fyrir mannkynið. Lifrarbólga D eða „delta"-lifrar- bólga orsakast af ófullkominni veiru sem þarfnast návistar lifrar- bólguveiru B til þess að geta þrifist og valdið sjúkdómi. Bólusetning gegn lifrarbólguveiru B verndar því einnig gegn lifrarbólguveiru D. Smitleiðir þessarar veiru eru þær sömu og lifrarbólguveiru B og get- ur hún valdið því að sjúkdóms- einkenni viðvarandi lifrarbólgu B blossi upp og versni. Önnur smitandi lifrarbólga uppgötvaðist með útilokunarað- ferð, ef svo má segja. Eftir að hægt var að greina lifrarbólguveirur A og B varð ljóst að til væru fleiri veirur sem valda lifrarbólgu. Þegar farið var að greina lifrarbólguveiru B meðal blóðgjafa bjuggust menn við því að hægt yrði að útrýma lifr- arbólgu í blóðþegum. Þetta gekk þó ekki alls kostar eftir og hallast menn nú að því að lifrarbólga í kjölfar blóðgjafa hafi í raun oftast orsakast af Iifrarbólguveirum sem hvorki voru af A- eða B-stofni. Enn hafa veirurnar ekki fundist. Líklegt er að í þessum flokki séu að minnsta kosti tveir mismunandi sjúkdómar. Önnur gerðin (hepatitis non-A, non-B) er trúlega ekki síður algeng en lifrarbólga B og smitleiðirnar sennilega þær sömu. Meðgöngu- h'minn getur ýmist verið stuttur, tvær til þrjár vikur eða langur, átta vikur að meðaltali. Sjúkdómurinn getur einnig valdið viðvarandi lifr- arbólgu og lifrarskemmdum. Er jafnvel talið að hann geti valdið Iifrarfrumukrabbameini. Hin gerðin (epidemic hepatitis non-A, non-B) berst á sama hátt og lifrarbólga A, venjulega með menguðu vatni. Meðgöngutíminn er tvær til níu vikur. Dánartíðnin er hærri í þessum sjúkdómi en í lifrarbólgu A, einkum meðal ófrískra kvenna. Sjúkdómur þessi virðist algengastur á Indlandi en hefur fundist víðar. Veiran sem veldur þessum sjúkdómi hefur sést í rafeindasmásjá en ekki hefur tekist að greina hana nánar. Ekki er enn til bóluefni gegn annarri smitandi lifrarbólgu þar sem veirurnar sem valda sjúkdóm- unum eru ekki þekktar. Ráðin til þess að forðast smitun eru því auk- ið hreinlæti og varnir gegn blóð- smiti. Talsvert hefur áunnist í barátt- unni gegn smitandi lifrarbólgu. Nú er til bóluefni gegn lifrarbólgu B þannig að fræðilega er hægt að út- rýma þessum sjúkdómi og þar með lifrarbólgu D þegar fram líða stundir. Takist þannig að útrýma lifrarfrumukrabbameini af völdum lifrarbólguveiru B væri það í fyrsta sinn sem hægt væri að bólusetja gegn krabbameini. Helsta hindr- unin er kostnaðurinn við bóluefn- ið. Bóluefni gegn lifrarbólguveiru A er á næsta leyti. Ólíklegt er að aðrir en þeir sem eru í sérstakri áhættu fyrir smitun verði bólusett- ir, t.d. næmir einstaklingar sem ferðast til framandi landa og ætla að dvelja þar sem hreinlæti er áfátt og sjúkdómurinn landlægur. Hins vegar er langt í land með baráttuna gegn annarri smitandi lifrarbólgu þar sem orsakir sjúkdómsins hafa ekki verið skilgreindar. Dr. Haraldur Briem læknir er sér- fræðingur í smitsjúkdómum og starfar á Borgarspítalanum. Hann er dósent við læknadeild Háskóla íslands. 8 HEILBRIGÐISMAL 3/1988

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.