Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 18
HEILBRIGÐISMÁL / Ljósmyndannn (Jóhannos Long) Verði þér að góðu! ✓ Abendingar um mataræði eftir Laufeyju Steingrímsdóttur Heilsan Fátt er dýrmætara en göð heilsa. Því mætti ætla að flestum væri kappsmál að vernda eigin heilsu og sinna nánustu. Sannleikurinn er sá að heilbrigði er ekki eingöngu eitthvað sem við fáum í vöggugjöf. Heilsan endurspeglar að verulegu leyti lífshætti okkar svo sem reykingavenjur, mataræði, áfengisneyslu, hreyfingu og hvíld. Komið hefur í ljós að tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma, sérstaklega hjartasjúkdóma, krabbameina, tannskemmda og sumra meltingarsjúk- dóma, tengist þessum þáttum náið. Við getum því bætt heilsufarið í landinu, og ekki hvað síst okkar eig- in heilsu, með breyttu mataræði og skynsamlegum lífsháttum. Þessar leiðbeiningar fjalla aðeins um einn þátt hollra lífshátta, mataræðið. Samband mataræðis og heilsu er margslungið og þekking okkar á því er eng- an veginn fullkomin. Rannsóknir síðustu ára hafa hins vegar varpað skýrara ljósi á mikilvægi neysluvenja fyrir heilsufar og því er brýnt að sá boðskapur og sú þekking nái til sem allra flestra. Veist þú hvað þú borðar? Heldur þú að góður matur sé yfirleitt óhollur og þess vegna þurfir þú að stunda meinlætalifnað, eigir þú að bæta mataræðið? Ert þú ef til vill í hópi þeirra sem gefa hollustunni lítinn gaum og vita fátt um næringarefni og samsetn- ingu matarins? Velur þú fæðuna fremur af handahófi en með tilliti til þess sem líkama þínum væri fyrír bestu? Ef eitt eða fleiri þessara atriða eiga við þig ættir þú að lesa áfram. Sannleikurinn er sá að það er yfirleitt lítil ástæða til að gjörbreyta öllum matarvenjum hollustunnar vegna. Tiltölulega einfaldar breytingar geta oft gert gæfu- muninn og það sem meira er, hollustan þarf á engan hátt að koma í veg fyrir að við njótum matarins því að hollur matur er yfirleitt góður matur. Fæðan Hvaða eiginleika hefur holl fæða? Hvert er samband mataræðis og hjartakvilla, krabbameins, meltingar- sjúkdóma og sykursýki? Aður en lengra er haldið er rétt að taka skýrt fram að fæðan ein veldur ekki þess- um sjúkdómum. Það rétta er að hollt mataræði minnkar sjúkdómslíkurnar. Við ættum því að borða meira af grænmeti, kartöflum og ávöxtum, meira af kornmat, meira af fiski, meira af mögrum mjólkurvör- um, en þess í stað minna af fitu, minni sykur og síðast en ekki síst að stilla neyslunni í hóf. Kjarni málsins er að flestir borða helst til feitan, trefjaefnasnauðan og sætan mat - og sumir borða hreinlega of mikið. Hér á eftir fylgja tillögur um hollar máltíðir, allt frá morgunverði til kvöldverðar. Rauði þráðurinn í þeim tillögum er ævinlega sá sami - minni fita og minni sykur en meira grófmeti. Það má þó ekki misskilja þannig: Enga fitu, engan sykur, bara grófmeti. Mark- miðið er fyrst og fremst að hnika til, ekki að setja neina fæðutegund á bannlista. Þekking og áhugi er allt sem þarf! 18 HEILBRIGÐISMÁL 3/1988

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.