Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 27
HEILBRICDISMÁL / Bjom Rúriksson flúensu, og ekkert gert með þær fáu undantekningar sem höfðu fundist frá þeirri reglu. Tíminn sem líður frá smitun þar til sjúk- dómur byrjar, var talinn í dögum, t.d. 2 dagar fyrir inflúensu, 9-12 dagar fyrir mislinga og um 18 dag- ar fyrir hettusótt, svo að nokkrar algengar veirusýkingar séu nefnd- ar. Eftir veikindin kom bati, og enginn bjóst við því að veirur byggju í sjúklingnum eftir að hon- um var batnað. Hin nýja tegund veirusýkinga, hæggengu sýking- arnar, var allt öðruvísi. Við hæg- gengar sýkingar smitast sjúkling- urinn oftast án þess að verða var veikinda fyrstu dagana eftir smit- un. Margir mánuðir eða mörg ár geta liðið þar til fyrstu sjúdóms- einkenna verður vart. Oft byrjar sjúkdómurinn með óljósum ein- kennum er ágerast eftir þvf sem tíminn líður og enda með dauða, ef ekkert annað verður fyrra til. Allur ferillinn getur tekið mörg ár, jafnvel marga áratugi, og gangur- inn er mjög misjafn í einstökum Fyrir 34 árum setti Björn Sigurðs- son læknir fram nýja kenningu um hæggengar veirusýkingar og byggði á rannsóknum á visnu og mæðiveiki í íslensku sauðfé. Eyðniveiran er náskyld visnu- veiru. sjúklingum. Sumir halda góðri heilsu í mörg ár eftir smitun, öðr- um hrakar fyrr og hraðar. Erfða- gerð og lífsmáti ráða kannski miklu um þennan gang. F>ví getur verið mikilvægt að greina hæggengar sýkingar fljótlega eftir smitun og leiðbeina sjúklingum varðandi lífs- máta, starfsval og sjálfa sýking- una. Enginn má líta á það sem bráðan dauðadóm, að hann gangi með hæggenga sýkingu. Með réttri meðferð getur sjúklingurinn átt eftir mörg góð ár. Mikilvægt er að eyðnisýktir skilji að sjúkdóms- greining er ekki dauðadómur og að margt er hægt að gera til þess að hjálpa þeim til að halda góðri heilsu sem lengst. Karakúlpestir Skilgreining Björns Sigurðssonar á hæggengum veirusýkingum byggðist á margra ára rannsókn- um, sem hann og fleiri íslenskir fræðimenn höfðu gert á fimm ill- vígum smitsjúkdómum í íslensku sauðfé. Þetta voru karakúlpestirn- ar fjórar, votamæði, þurramæði, visna og garnaveiki, allt kunningj- ar íslenskra bænda af eldri kyn- slóðinni, og fimmti sjúkdómurinn var riða, lömunarsjúkdómur, land- lægur í Húnavatnssýslum og Skagafirði áður en karakúlpestirn- ar komu til sögunnar. Allt voru þetta innfluttir smitsjúkdómar, sem bárust hingað með erlendu kynbótafé sem hafði verið talið heilbrigt. íslenski sauðfjárstofninn, sem talinn er jafngamall landnám- inu og hafði litlum breytingum tek- ið í áranna rás, reyndist mjög næmur fyrir karakúlpestunum, sem annars gerðu lítinn usla í sín- um upphaflegu heimkynnum. Al- kunna er að sýklar aðlagast oft hýsli sfnum og valda litlum veik- indum þar sem þeir hafa átt lengi heima. Ef þeir ná að komast í nýja hýsla, ef ,til vill sömu dýrategund með aðra erfðagerð og aðrar lífs- venjur eða skylda tegund, verður oft mikil breyting á hegðun sýkla. Glöggt dæmi um þetta er hegðan karakúlpestanna í íslensku sauðfé. Svipað virðist hafa átt sér stað í Bandaríkjunum fimmtíu árum seinna, þegar eyðniveiruna bar þar að landi í hommasamfélögin vestra. Aðaldreifing eyðniveirunn- ar þar varð áður en nokkur vissi að sjúkdómurinn eyðni var til og heil- brigðir smitberar voru virkasta dreifikerfið, rétt eins og gerðist með karakúlpestirnar í íslensku sauðfé hálfri öld áður. Smitsjúk- dómur er afleiðing af sambýli sýk- ils við hýsil, mann eða dýr. Stund- um er sambýlið skammvinnt og stormasamt, eins og sambýli in- flúensuveiru við fólk. Stundum er langt jafnvægi í samskiptunum, mörg ár eða áratugir, þó að í lokin sígi á ógæfuhliðina fyrir hinum sýkta, eins og gerist í hæggengum veirusýkingum. Allan þennan langa tíma er líklegt að sjúklingur- inn sé smitandi, líka áður en sjúk- dómseinkenni koma fram, og ef til vill mest fyrstu vikurnar eftir sýk- ingu, áður en ónæmiskerfið reynir að snúast af krafti til varnar. Ónæmissvörun gegn hæggengri sýkingu er þó alltaf svo veik að veiran, sem veldur sýkingunni, lif- ir góðu lífi, t.d. í blóði og mænu- vökva og fleiri líkamsvessum, þrátt fyrir myndun mótefna. Rétt áður en sjúkdómseinkenni byrja er lík- legt að veirur séu á ýmsum stöðum í líkama hins sýkta í talsverðu magni. Aðlögunarhæfni sýkla Saga karakúlpestanna í íslensku sauðfé er mikil slysasaga sem sýnir HEILBRIGÐISMÁL 3/1988 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.