Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 10

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 10
HEILBRIGDISMÁL / |óna> Rtgiuruun Svefnleysi Oft er hægt að laga þá þætti sem stuðla að svefnleysi Grein eftir Helga Kristbjarnarson Svefn er nauðsynlegur mönnum og dýrum til eðlilegs vaxtar og þroska. Sum dýr eyða þriðjungi ævinnar eða meira í svefn. Ný- fædd börn sofa mestan hluta sólar- hringsins en svefntími styttist eftir því sem barnið eldist. Tveggja ára börn sofa venjulega um 12 klukku- stundir á sólarhring, meðalsvefn- tími fullorðins manns er 7,5 klukkustundir. Hugtakið svefnleysi er notað yfir margs konar truflanir á svefni. Oft- ast er það notað yfir erfiðleika með að festa svefn á kvöldin, en betra er að nota orðið stðvaka um slíka truflun. Stundum er orðið svefn- leysi notað um óværan svefn og stundum ef menn vakna snemma að morgni og geta ekki sofið þótt þeir vilji. Þessi tegund svefnleysis hefur líka verið kölluð árvaka. Um 10-15% fullorðins fólks telur sig þjást af svefnleysi í einhverri mynd. Um 7-8% fullorðins fólks notar svefnlyf einhvern tímann á hverju ári. Algengara er að konur þjást af svefnleysi en karlar og þær nota oftar svefnlyf. Svefnleysi get- ur byrjað á öllum aldri, en algeng- ast er að fyrstu einkenna verði vart fyrir miðjan aldur. Síðvaka, sem er algengasta form svefnleysins, er einnig vel þekkt hjá börnum og unglingum og er langoftast talin vera af sálrænum toga. Oftast er það óvissa um eigin stöðu sem veldur því sálræna álagi sem talið er undirrót svefnleysis. Dæmi um þetta er spenna fyrir próf í skóla, óvissa í samskiptum hjóna eða öryggisleysi fólks sem missir vinnu. Aðrar tilfinningar sem stundum valda svefnleysi eru t.d. harmur eða tilhlökkun. Þegar svefnleysi hefur varað um hríð get- ur það sjálft orðið óvissuþáttur sem heldur vöku fyrir fólki. Það liggur í myrkrinu og hlustar á tif klukkunnar, veltir sér í rúminu og hugsar um hvað það sé hræðilegt að geta ekki sofnað. Oft sækir að ótti um að geta ekki staðið sig í vinnu næsta dag, vegna þreytu. Stundum hvarflar að fólki að það hljóti að vera að missa vitið fyrst það getur ekki sofið, og margir ótt- ast að svefnleysið sjálft Ieiði til geð- sjúkdóma. Þetta er þó alröng af- staða og er jafn fráleit eins og að halda því fram að reykskynjarar valdi að jafnaði íkveikjum vegna þess að þeir væli þegar brennur. Svefnleysi getur verið merki um að fólk sé undir of miklu álagi, en ekki er ástæða til þess að óttast svefnleysið sjálft. Þegar svefnleysis verður fyrst vart er mikilvægt að breyta aðstæð- um sínum þannig að álag minnki og svefnleysið verði ekki viðvar- andi. í sumum tilfellum getur notkun svefnlyfs í stuttan tíma ver- ið Iausn sem kemur í veg fyrir langvarandi svefnleysi, ef jafn- framt eru gerðar aðrar nauðsynleg- ar ráðstafanir til að hamla gegn svefnleysinu. Þegar svefnleysið nær að verða langvinnt er lyfjagjöf oft gagnslítil og getur jafnvel aukið á vanda sjúklingsins. Það sem helst gagnast fólki sem þjáist af langvinnu svefnleysi er svokölluð stjefttheilsurækt þar sem lögð er áhersla á að laga alla þá þætti sem stuðla að svefnleysinu. Reynsla er fyrir því að regluleg lík- amsáreynsla bætir svefn. Ágætt er að reyna á sig seinni hluta dags, þó ekki alltof seint á kvöldin, og mikilvægt er að við þessa líkams- hreyfingu hitni líkaminn og blóð- rás örvist. Annað sem talið er gera nær sama gagn er heitt bað eða gufubað seinni hluta dags. Báðar þessar aðferðir hækka hitastig lík- amans og ýta þannig undir þá nauðsynlegu dagsveiflu sem hefur með stjórn syfju og svefns að gera. Annað sem vert er að hafa í huga er að sjá til þess að svefnaðstæður séu góðar og rúmið þægilegt, harð- ar og þunnar dýnur trufla svefn. Hitastig herbergisins ætti að vera sem næst 18°. Ef herbergið er mikið kaldara er hætta á að líkaminn kólni of mikið og það veldur aukn- um draumsvefni sem leiðir oft til martraða. Sé of heitt í herberginu verður svefninn lausari og óvær- ari. Mikilvægt er að ekki sé óþarfa hávaði á svefnstað þar sem allur hávaði truflar svefn, hvort sem fólk veit af honum eða ekki. Æski- legt er að borða smá náttverð ef maður á erfitt með svefn. Þessi náttverður má gjarnan vera fæða sem inniheldur amínósýruna 1- tryptofan, en hún er t.d. í mjólk og lifrarkæfu. Talið er að þetta efni hafi bætandi áhrif á svefn. Sálfræð- ingar hafa gert tilraunir með alls konar svefnreglur sem fólki eru ráðlagðar í þeim tilgangi að bæta svefn og sömuleiðis slökunaræf- ingar. Flestar þessar aðferðir hafa nokkuð til síns ágætis og í höndum reyndra leiðbeinenda er árangur oft góður af slíkri meðferð. Ekki er þó rétt að allt svefnleysi sé af sálrænum toga. Orsakir svefnleysis geta verið margar og 10 HEILBRIGÐISMAL 3/1988

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.