Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 29

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 29
Virus). Ýmis afbrigði eru til af öll- um þekktum lentiveirum þó að tæplega sé hægt að kalla þau sér- stakar ættir. Dæmi eru til að lenti- veirur breyti sér í sama sjúklingn- um, þannig að veirur sem ræktast skömmu eftir sýkingu eru öðruvísi en þær sem síðar ræktast. Þetta fyrirbæri fannst fyrst í visnu og síðar í eyðni. í visnu er það algengt og getur haft áhrif á næmi vefja, smitleiðir og gang sýkingarinnar. Onkoveirur eru stærsti undir- flokkur retroveira. Þær eru talsvert frábrugðnar lentiveirum og ólíkar innbyrðis. Sú fyrsta fannst árið 1911 í sarkmeini úr hænu. Auk sark- meina í hænsnum valda þær krabbameini í spenum músa, er berst með mjólk í ungana, og hvít- blæði í fuglum, músum, kúm, köttum og mönnum. Fyrstu onko- veirurnar sem valda hvítblæði í mönnum fundust rétt á undan eyðniveirunni. Onkoveirur hafa árum saman verið viðfangsefni krabbameinsveirufræðinga og veiruerfðafræðinga. Við rannsókn- ir á onkoveirum hefur þróast mikið af nákvæmum aðferðum sem voru tiltækar þegar glíman við eyðni- veirurnar byrjaði. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa, svo að eyðniveiran er nú betur þekkt en flestar eldri retroveirur. Um spumaveirur er mjög lítið vitað, og ekki enn vitað um neina sjúkdóma, sem þær valda. Lyf gegn retroveirum Allar retroveirur tengjast sýktum frumum þannig, að erfðaefni veir- unnar innlimast á sérstakan hátt í erfðaefni frumunnar og flyst í dótturfrumurnar við frumuskipt- ingu. Þetta gerir baráttuna til út- rýmingar retroveira úr þeim sýktu mjög erfiða. Helsta vonin í þeirri baráttu er nú bundin við efni, eða lyf, sem verka á sérstaka hvata (enzym) veirunnar, hvata sem hún framleiðir sjálf og. eru henni nauð- synlegir við fjölgun. Takist að eyði- leggja þessa nauðsynlegu hvata ætti að vera hægt að hefta frekari vefjaskemmdir í líkama sjúklings- ins þannig að hann haldi bærilegri heilsu, þrátt fyrir sýkinguna. Slík efnameðferð hefur verið reynd á eyðnisjúklingum og lofar góðu. Horfurnar með bólusetningu eru verri. Við margar veirusýkingar, t.d. mænusótt, myndast sérstök mótefni, sem eyða sýkingarmætti veirunnar (neutraliserandi mót- efni). Þau myndast bæði seint og illa eftir lentiveirusýkingar og binda lítið af veiru, sem losnar gjarnan aftur. Erfðaefni lentiveira kemur sér vel fyrir í nýjum, næm- um frumum, þrátt fyrir ónæmis- svörunina í sýktum einstaklingi. Því er lítil von til þess að mótefni eftir bólusetningu verði öflugri en þau, sem myndast eftir eðlilega sýkingu. Visna og eyðni Ljóst er að sjúkdómarnir sem þær frænkur, visnu-þurramæði- veirur og eyðniveirur, valda eru mjög líkir og í báðum tilvikum er viss ónæmisbilun á ferðinni. Löm- unarsjúkdómur, lfkur visnu, og lungnasjúkdómur, líkur þurra- mæði, hafa fundist í eyðnisjúkling- um. Veirur finnast víða í vefjum og líkamsvessum í báðum tilvikum. Eyðniveiran virðist þó vera heldur grimmari en visnu-þurramæðiveir- an, t.d. kemst hún auðveldlega um fylgju í fóstur sýktrar konu og skaðar það alvarlega. Báðar finnast í mjólk og komast með henni í af- kvæmið. Eyðnisýkt kona ætti því ekki að hafa barn sitt á brjósti ef það hefur sloppið við sýkingu í fósturlífi. Því er mjög mikilvægt að greina eyðnisýkingu í meðgöngu og gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart barninu, þegar sýkt kona fæðir. í baráttu við skæða smitsjúk- dóma er um að gera að kanna sem best eðli og hegðan beggja, bæði sýkils og hýsils. Tilgangurinn er að rjúfa smitleiðir sýkilsins og breyta lifnaðarháttum hýsilsins þannig að hann lendi síður í smithættu. Sú fræðsla um smitsjúkdóma sem snýst um eitthvað annað er til- gangslítil sóttvörn, þó að hún sé ef til vill þægilegri í framkvæmd en það að horfast í augu við líffræði- Iegar staðreyndir um sýklana sjálfa í öllum sínum breytileik, og hýsl- ana með sína misjöfnu erfðagerð og fjölbreyttu lífsvenjur. Tilvitmnir: 1. Björn Sigurösson: Observations on three slow infections of sheep, Maedi, Paratubercu- losis, Rida, a chronic encephalitis of sheep; with general remarks on infections, which develop slowly and some of their special characteristics. Brit. Vet. )., 1954, 110:255-270, 307-322, 341-354. 2. Björn Sigurösson: Annarlega hæggengir smitsjúkdómar. Skírnir, 1958, 132:165-183. 3. Margrét Guðnadóttir: Slow viral in- fections of animals: Experimental models for human diseases: Medical Biology, 1981, 59:77-84. 4. Pættir um innflutning búfjár og karakúl- sjúkdóma. Landbúnaðarráðuneytið, 1947. 5. Björn Sigurðsson, Halldór Þormar og Páll A. Pálsson: Cultivation of Visna virus in tissue culture. Arch. Ges. Virusforsch., 1960, 10:368-381. 6. Bergþóra Sigurðardóttir og Halldór Þormar: Isolation of a viral agent from the lungs of sheep affected with maedi. J. Inf. Dis., 1964, 114:55- 60. Margrél Guðnadóttir er prófessor við Hdskóla íslands og forstöðumaður Rannsóknastofu Háskólans í veiru- fræði. Hún er læknir að mennt. Eydniveira (a-e) og visnuveira (f-j) að niyndast í sýktum frumum. Út- lit veiranna er nánast eins. HEILBRIGÐISMAL 3/1988 29

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.