Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 22
ÚR SAFNl BJARNA EINARSSONAR FRÁ TÚNI S j úkraflutningar Bætt menntun sjúkraflutningamanna eykur öryggi sjúkra og slasaðra Grein eftir Kristin R. Guðmundsson Skipulag sjúkraflutninga og menntun sjúkraflutningamanna hefur lítið verið rædd opinberlega og sjaldan birtist nokkuð um það í fjölmiðlum. Samt hefur ýmislegt gerst í því máli á undanförnum ár- um. Hér á eftir verður í stuttu máli rakin þróunin í námi í sjúkraflutn- ingum hér landi undanfarin ár. Fyrst verður rætt um nýleg laga- ákvæði á þessu sviði, síðan gerð grein fyrir námskeiðum sem verið hafa síðasta áratuginn og að lokum greint frá fyrirhuguðu námi í sjúkraflutningum, slökkvitækni og öryggismálum í fjölbrautaskóla. Lagaákvæði Til skamms tíma voru ekki nein ákvæði varðandi sjúkraflutninga í lögum um heilbrigðisþjónustu. Á þessu varð breyting árið 1983 er sjúkraflutningar voru taldir til þeirrar þjónustu sem heilsugæslu- stöðvar skyldu veita. Þar með heyrðu sjúkraflutningar nú undir heilbrigðisyfirvöld og sjúkraflutn- ingamenn voru orðnir heilbrigðis- stétt. í framhaldi af þessu voru í nóvember 1986 settar tvær reglu- gerðir. Fjallaði önnur um skipu- lagningu og framkvæmd sjúkra- flutninga en hin um menntun, réttindi og skyldur sjúkraflutn- ingamanna. Stofnað var Sjúkraflutningaráð. í því eru fulltrúar Landssambands sjúkraflutningamanna, Rauða kross fslands og landlæknis. Verkefni ráðsins hefur verið að afgreiða umsóknir um leyfi til sjúkraflutninga og um réttindi til að nefnast sjúkraflutningamenn og starfa sem slíkir. Þau réttindi hafa verið veitt út á veru á námskeiðum eða langan starfsaldur. Auk þessa hefur ráðið unnið að stöðlum um sjúkrabifreiðar og reglum um sjúkraflutninga. Þessir staðlar eru nú fullgerðir en ósam- þykktir ennþá. Þá er ráðinu ætlað að vera heil- brigðisyfirvöldum til ráðuneytis um allt er varðar sjúkraflutninga í landinu og að fylgjast með fram- kvæmd þeirra. Námskeið Síðan árið 1979 hafa Borgarspít- alinn í Reykjavík og Rauði kross ís- lands, ásamt ýmsum öðrum aðil- um, haft með sér samvinnu um reglulegt námskeiðahald fyrir sjúkraflutningamenn. Takmarkið var að gefa öllum sjúkraflutninga- mönnum á landinu kost á nám- skeiði sem uppfylla mundi lág- markskröfur um menntun á þessu sviði. Við uppbyggingu námskeið- anna var tekið mið af samsvarandi námskeiðum á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Nemendur hafa fengið kennslu í öllum helstu atriðum sjúkraflutn- inga og miðað við að þeir geti að námi loknu gert sér betur en áður grein fyrir ástandi sjúklingsins, beitt almennri meðferð og endur- lífgunaraðferðum. Einnig eiga þeir að vera færari um það en áður að koma læknum og öðrum heilbrigð- isstéttum til aðstoðar þegar þurfa þykir. Hvert námskeið hefur staðið í tvær vikur. Samtals eru kennslu- stundirnar 112, þar af hafa æfinga- tímar verið 46. Þessu til viðbótar hafa nemendur dvalið á Slökkvi- stöðinni í Reykjavík og á Slysa- deild Borgarspítalans eftir kennslu á daginn. Nemendur hafa fengið vandaða möppu með námsefni og var hún nýlega endurnýjuð. í lok hvers námskeiðs hafa nemendur tekið skrifleg próf í skyndihjálp og sjúkraflutningum og verklegt próf í notkun ýmiss konar tækjabúnað- ar, meðal annars tækja til endur- lífgunar. Frá og með árinu 1979 hafa verið haldin 11 námskeið. Samtals hafa sótt þau 195 manns víðsvegar að af landinu. Auk þess hafa verið hald- in námskeið fyrir sjúkraflutninga- menn á neyðarbíl sem staðsettur hefur verið við Slysadeild Borgar- spítalans. í eitt skipti hefur nám- skeið svipað þessu verið haldið úti á landi. Samtals hafa 236 manns sótt þessi námskeið. Áætlaður Gamli tíminn. Fyrsti sjúkrabíllinn í Reykjavík var tekinn í notkun árið 1921. Tveim árum áður hafdi Læknafélag Reykjavíkur skorað á bæjarstjórnina „að útvega sjúkra- bíl hið allra fyrsta til þess að sjúkraflutningur í bænum gangi greiðar og þægilegar en hingað til." 22 HEILBRIGÐISMÁL 3/1988

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.