Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 32
Hanskanotkun • Til eru margar gerðir af gúmmíhönskum, plasthönskum og vinnuvettlingum. Allir eiga að geta fundið hanska sem henta við það verk sem unnið er. • Kemísk efni smjúga misjafnlega í gegn um mismunandi gerðir hanska. Hanskar þola efni misvel éftir því úr hvernig gúmmíi eða plasti þeir eru. Framleiðendur gefa oft upplýsingar um slík atriði. Einnig eru upplýsingar til á prenti og hægt að fá leiðbeiningar á Atvinnusjúkdómadeild Heilsuverndarstöðvarinnar. • Hægt er að fá ýmsar gerðir af fóðruðum hönskum, en þeir eru þykkari. • Ef maður þolir ekki hanska af einhverjum ástæðum er reynandi að nota einnota þunna plasthanska innanundir. Annað ráð er að nota þunna bómullarhanska innanundir gúmmí- eða plasthansk- ana. Hvorir tveggja fást í apótekum. • Þurfi einhver oft að nota loftþétta hanska er rétt að nota þá eins stutt í einu og komist verður af með, helst ekki lengur en 20 til 30 mínútur. Sérstaklega ættu þeir sem svitna mikið undir hönskum, eða finna að hanskinn ertir húðina, að nota þá stutt. • Best er að hafa nokkur pör í gangi í einu. • Ekki er skynsamlegt að fara í hanska með óhreinar hendur. • Ef innra byrði hanska eða vettlinga hefur óhreinkast af þeim efnum sem verið er að hlífa húðinni við þarf að skipta um hanska eða þrífa þá að innan. • Best er að þvo hanska að utan áður en þeir eru teknir af hönd- um. • Vitanlega á ekki að nota hanska af öðrum. • Gott er að nota einnota hanska ef því verður við komið. Þeir eru til úr plasti, vínýlplasti og gúmmíi. Þeir henta ekki í mikið álag og hleypa meiru í gegn um sig en þykkari hanskar. • Hægt er að fá duftlausa hanska fyrir þá sem þola ekki duftið. • Hanskar rýrna með aldrinum og verða óþéttir en það er oft ekki sýnilegt. Skiptið því ekki of sjaldan um hanska eða vettlinga. H.G. fremur tala um exem þegar húð- breytingar eru orðnar langvinnar (krónískar) en í læknisfræði er þetta orð einnig haft um bráðar breytingar. Ertingarexem er að minnsta kosti tvöfalt algengara en ofnæmis- exem. Oft er ekki mögulegt að greina á milli með berum augum, þrátt fyrir reynslu, enda sjúkdóms- myndin oft nauðalík. Ofnæmi Ofnæmi, hvort heldur er í húð, öndunarfærum eða annars staðar, getur byrjað hvenær sem er á æv- inni. Ofnæmisviðbrögð í húð eru langoftast svonefnd síðkomin frumubundin ofnæmisviðbrögð. Ekki er hægt að spá fyrir um hverj- ir bregðist þannig við. Hættan á að verða næmur fyrir efnum á þenn- an hátt er m.a. bundin eiginleikum efnisins sjálfs og því hversu oft og lengi maður er í snertingu við það. Málmurinn nikkel er dæmi um efni sem gjarnan veldur ofnæmi, bæði vegna efnaeiginleika og vegna þess hve mikið hann er notaður í glingur, krækjur, hnappa o.fl. Einkum verður kvenfólk fyrir barð- inu á þessu og það svo að hátt í tí- unda hver kona er með nikkelof- næmi. Ofnæmi fyrir gulli er aftur á móti sárasjaldgæft. Ofnæmisviðbrögð í húð hjá ein- staklingi, sem orðið hefur næmur fyrir tilteknu efni, byrja oft ekki fyrr en einum til þremur sólar- hringum eftir snertinguna. Þá byrjar bólgan með roða og upp- hleyptum útbrotum og venjulega kláða. Ef ofnæmið er svæsið koma viðbrögðin oft fyrr, bólgan verður útbreiddari og blöðrur myndast. Útbrotunum getur fylgt mikill kláði. Það er hins vegar eins og að hella olíu á eld að klóra sér og leið- ir gjarnan til meiri bólgu og þrálát- ara exems. Hægara er sagt en gert að stilla sig um þetta. Með tíman- um breytist útlit útbrotanna þegar dauðar frumur hörunds hlaðast upp í hornlaginu, útbrotin verða hreistruð, húðin flagnar og sprungur koma í hana. Til er sjaldgæfari tegund húðof- næmis, sem framkallar viðbrögð í formi útþotaflekkja (urticaria) með miklum kláða. Þau geta komið á minna en hálftíma og sjást stund- um við gúmmíhanskanotkun og snertingu við kalda hluti. Ef við rekjum ofnæmisviðbrögð- in svolítið nánar þá berst ofnæmis- valdurinn gegnum fitulagið á húð- inni og hornlagið og niður í dýpri lög hörundsins. Þar nær efnið til svonefndra Langerhans fruma, út- varða í ónæmiskerfinu. Þær virkja T-eitilfrumur sem fara til eitla. Eftir sjö til tíu daga berast eitilfrumur sem eru næmar fyrir efninu út um líkamann og til húðarinnar, ekki einungis á þann stað sem efnið kom fyrst heldur til húðarinnar allrar. Þannig verða viðbrögðin í fyrsta sinn ekki fyrr en rúmri viku eftir snertinguna, en í síðari skipti koma viðbrögðin, í formi útbrota á snertistað, mun fyrr og ná venju- lega hámarki á tveimur sólarhring- um, en geta gert það sólarhring fyrr eða síðar. Fólk kemst gjarnan í snertingu við fjölda efna á tveimur til þremur sólarhringum í vinnu og heima. Venjulega liggur því ekki í augum uppi hver sökudólgurinn er. Hægt er að þrengja hringinn um hann með þekkingu á því hvaða ofnæm- isvaldar koma fyrir á vinnustöðum og heimilum og oft er mögulegt að greina ástæðuna nákvæmlega með ofnæmisprófi. Þá er örlitlu magni af efni komið fyrir í áldiski á plást- ursræmu sem límd er á húðina, t.d. bakið á sjúklingnum. Við- brögðin eru síðan rannsökuð næstu daga á eftir. Takist að finna orsök exems með þessum hætti getur það orðið ómetanleg hjálp fyrir viðkomandi einstakling og gert honum kleift að forðast efnið. 32 heilbrigðismAl 3/1988

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.