Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 25

Heilbrigðismál - 01.09.1988, Blaðsíða 25
- HEILBRIGÐISMÁL / Jónas Ragru Innlent Fleiri smokkar en færri kynsjúkdómar? „Smokkurinn má ekki vera neitt feimnismál" var yfirskrift auglýsinga- herferðar í febrúar 1987 þar sem bent var á þá vörn sem gúmmíverjur geta veitt gegn eyðni og öðrum kynsjúkdómum. Dreift var veggspjöldum með myndum af þjóð- kunnu fólki að hand- fjatla verjur, og dægur- lag um eyðni og verjur komst hátt á vinsælda- lista. í kjölfar herferðarinnar jókst sala á smokkum. Hins vegar er erfitt að fullyrða hvort það hefur áhrif á fjölda kynsjúk- dóma, að sögn Jóns Hjaltalíns Ólafssonar yf- irlæknis húð- og kyn- sjúkdómadeildar Heilsu- verndarstöðvarinnar í Reykjavík. Árið 1987 voru skráð færri ný til- felli af lekanda en árið áður, en ekki dró úr öðr- um kynsjúkdómum svo sem klamidíu og kyn- færavörtum (kondyl- óma). Jón telur þó að smokkaherferðin hafi borið árangur, fólk viti meira en áður um varnir gegn kynsjúkdómum en ætti að sýna það betur í verki. Eyðnilyf prófað hér Lyfið „zidovudine" (áður nefnt AZT), sem er eina eyðnilyfið sem bandaríska lyfjaeftirlitið hefur heimilað notkun á, er nú gefið nokkrum ís- lenskum eyðnisjúkling- um. Þetta lyf er talið tefja fyrir sjúkdómnum en ekki er hægt að gera sér vonir um lækningu. Að sögn smitsjúkdóma- lækna Borgarspítalans kostar vikuskammtur af lyfinu um tíu þúsund krónur. Notkun lyfsins hér á landi er liður í nor- rænum rannsóknum á því hve stórir skammtar eru nauðsynlegir til ár- angurs. Aðeins tíunda hvert barn er óskilgetið í reynd Eitt af því sem ein- kennt hefur fæðingar á íslandi er óvenju hátt hlutfall óskilgetinna barna, miðað við nálæg lönd. Fyrir aldarfjórð- ungi var fjórða hvert ný- fætt barn talið óskilgetið, þriðja hvert fyrir áratug og annað hvert árið 1986. En þar með er ekki öll sagan sögð. Nýlega var frá því skýrt í Hagtíðind- um að um 82% foreldra óskilgetinna barna sem fæddust árið 1986 hafi verið í óvígðri sambúð, miðað við upplýsingar móður við fæðingu. Samkvæmt því voru ein- ungis 9% foreldra ný- fæddra barna ekki í sam- búð. Aldurshámark við lækningar Frá næstu áramótum er læknum „óheimilt að reka lækningastofu eftir 75 ára aldur" nema með undanþágu heilbrigðis- ráðherra. Þetta ákvæði er í læknalögum sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Um síðustu áramót voru 37 læknar 75 ára og eldri búsettir hér á landi. Ekki er vitað hve margir þeirra reka lækninga- stofu og falla þannig undir lögin. Töflur um næringarefni Lokið er við samantekt á ýtarlegum töflum um næringarefni í íslenskum matvælum. í frétt frá út- gefendum segir að nær- ingarefnatöflur séu upp- sláttarrit sem sýna efna- innihald matvæla, en hingað til hafi verið erfitt að fá upplýsingar um efnainnihald íslenskra matvæla. Ólafur Reykdal, nær- ingarfræðingur hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins, tók þessar upplýsingar saman en verkið var unnið í sam- vinnu við Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, Manneldisráð, Hollustu- vernd ríkisins, Mennta- málaráðuneytið, Háskóla íslands, Landspítalann og Félag íslenskra iðn- rekenda. í næringarefnatöflun- urn eru upplýsingar um prótein (hvítu), fitu, kol- vetni, vítamín og stein- efni. Sérstakar töflur eru um mismunandi fitusýr- ur og tegundir kolvetna. Loks eru töflur um óæskileg efni svo sem þungmálma. íslensku næringar- efnatöflurnar koma með- al annars að notum fyrir heilbrigðisstéttir, mat- vælaframleiðendur og kennara. Auk þess auð- veldar útgáfa þessi und- irbúning fyrir úrvinnslu neyslukönnunar sem fyr- irhuguð er á næsta ári. Flestir deyja á stofnun Árið 1986 dóu 1598 manns sem áttu lög- heimili hér á landi. Flest- ir þeirra, eða 1306 (82%), dóu á stofnun þar af 1019 á sjúkrahúsi og 274 á elliheimili eða dvalar- heimili. Um 12% dóu á einkaheimili og 6% ann- ars staðar, samkvæmt Hagtíðindum. -jr. HEILBRIGÐISMÁL 3/1988 2 5

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.