Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 6

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 6
Erlent Hættulegt að vera á tali Lengi hefur verið álitið að notkun farsíma í bíl- um geti aukið hættu á umferðarslysum, en erfitt hefur reynst að sýna fram á það. Nýlega hefur kanadísk rannsókn leitt í ljós að fjórum sinnum meiri lík- ur eru á að lenda í árekstri ef talað er í síma heldur en þegar síminn er ekki í notkun. Mest er hættan fyrst eftir að sím- talið hefst. Það vekur sér- staka athygli að hættan er engu minni þó hand- frjáls sími sé notaður. The Nezu England Jonrnal of Medicine, febrúar 1997. Færri banaslys Um átta þúsund bandarískir ökumenn undir tvítugsaldri létust í umferðarslysum árið 1995. Banaslysum hefur þó fækkað um fjórðung síðustu sjö ár. Það er þakkað aukinni notkun bílbelta og hertum regl- um um reynsluakstur áð- ur en hinum ungu öku- mönnum er hleypt ein- um út í umferðina. American Medical Nezvs, janúar 1997. Hvað viltu skoða? Hefur þú áhuga á skoðunarferð um hjartað? Þá er ráð að fara inn á vefsíðu Columbia/HCA Healthcare Corporation (http: / / www.columbia. net/vbody/index. html) á veraldarvef Int- ernetsins. Þar er hægt að litast um inni í hjartanu og hlusta á fræðslu um þetta merkilega líf- færi. Þessi vefsíða hefur fengið hæstu einkunn fyrir aðgengilega heil- brigðisfræðslu. Nú er unnið að gerð hliðstæðr- ar leiðsagnar um fleiri líffæri svo sem lungu, heila og meltingarveg. Internet Medicine, janúar-febrúar 1997. Upphafið ræður úrslitum Þeir sem ná því að vera reyklausir fyrsta daginn eftir að þeir gera tilraun til að hætta að reykja eru tíu sinnum lík- legri en aðrir til að halda út í að minnsta kosti hálft ár, samkvæmt rann- sókn sem gerð var í Norður Karólínu. Áður hafði verið talið að fyrstu tvær vikurnar réðu úr- slitum. Það skiptir því miklu mál i að svíkja ekki sjálfan sig í upphafi bindindisins. CNN Interactive, Health, febrúar 1997. Sumir eiga erfitt með svefn en öðrum gengur illa að halda sér vakandi. Biti fyrir svefninn Oft má rekja svefn- erfiðleika til meltingar- vandamála og næringar- efnaskorts, að mati lækn- is sem hefur stundað svefnrannsóknir við Cornell háskóla. Til að stuðla að værum svefni á að forðast feitar mjólkurvörur, salt, sykur og koffein. Óhætt er að drekka mikið af vatni, helst átta glös á dag og flest fyrir kvöldmat. Fisk- ur, kornmeti, ávextir og grænmeti bæta ástandið. Sem dæmi um hentugan bita fyrir svefninn má nefna spergilkál, banana, hnetur og sólblómafræ. Psychology Today, janúar-febrúar 1996. Allt of stuttur þráður Meðalnotkun á tann- þræði í Bandaríkjunum er 15,5 metrar á mann á ári, eða 4 sentimetrar á dag. Ef vel ætti að vera þyrfti hins vegar að nota 45 sentimetra á dag. Health, apríl 1997. Þegar syfjan tekur völd er hætta á ferðum í um- ferðinni. Svefndrukknir ökumenn Það getur verið dýr- keypt að dotta við stýrið, jafnvel í nokkrar sekúnd- ur. Mörg alvarleg slys í umferðinni eru rakin til þess að ökumenn hafa ekki fulla stjórn á bif- reiðinni vegna þreytu eða syfju. Þetta á ekki síst við í akstri á þjóðvegum. Ástæða er til að gæta vel að eftirtöldum hætt- umerkjum: • Erfitt er að hætta að geispa. • Augun lokast af sjálfu sér eða einbeiting sljóvg- ast. • Maður man ekki eftir síðustu kílómetrunum sem voru eknir. • Bíllinn rásar inn á miðjan veginn eða út í vegarbrúnir. Vibrant Life, maí-júní 1997. Dauðsföllum fækkar Dánartíðni úr krabba- meinum lækkaði um 2,6% í Bandaríkjunum frá 1991 til 1995, en tíðnin hafði verið að hækka jafnt og þétt síðustu ára- tugi. Þessi árangur er þakkaður forvörnum, einkum á sviði reykinga, en einnig fyrri greiningu og bættri meðferð. NCI-News, náocmber 1996. 6 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.