Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 12

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 12
Pálmi Guðmundsson - Tómas Jónasson o. Þing norrænna heimilislækna haldið í Reykjavík: Fjölbreytt, fjölmennt og reyklaust Grein eftir Svein Magnússon Norrænir heimilislæknar þing- uðu í Reykjavík í júnímánuði. Var þetta tíunda þing þeirra og í annað sinn sem það er haldið á íslandi. Þátttaka fór fram úr björtustu von- um, alls komu á þrettánda hundrað gesta og er þetta langfjölmennasta þing norrænna heimilislækna. Fyrra metið var sett á fimmta heim- ilislæknaþinginu, sem einnig var haldið í Reykjavík. Líklega var þetta stærsta þing lækna sem hald- ið hefur verið á Islandi. Þingið fór fram í Háskólabíói og Þjóðarbók- hlöðunni. Forseti íslands hélt skemmtilegt erindi á opnunarhátíð þingsins um leið og hann setti það. íslenska undirbúningsnefndin ákvað að þingið skyldi vera reyk- laust og náði það ekki eingöngu yf- ir hinn vísindalega hluta þess held- ur einnig yfir alla aðra þætti dag- skrárinnar, ferðir, lokahóf o. fl. Mæltist sú ákvörðun vel fyrir og var virt af þátttakendum. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem reyk- laust þing er haldið á þennan hátt. Þingið skiptist í stóra fyrirlestra, málþing, spjaldþing og frjálsa fyrir- lestra. Alls voru haldnir um 60 fyr- irlestrar og tæplega 50 rannsóknir voru kynntar á spjaldþinginu. Efni fyrirlestranna var mjög breytilegt og vöktu mörg rannsóknaverkefnin mikla athygli. Málþing um samstarf í heilbrigðis- þjónustu var mjög fjölsótt. Var þar fjallað um nauðsyn samstarfs allra þátta þjónustunnar, heilsugæslu, sérgreinalækna og sjúkrahúsa. Norðmenn kynntu mikla úttekt sem þeir hafa gert til að auka þessa samvinnu. Mikil aukning á mögu- leikum heilbrigðisþjónustunnar samhliða takmörkuðu fjármagni hefur leitt af sér tilfærslu verkefna og forgangsröðun. Tilhneiging ein- stakra heilbrigðisstétta til að ein- angra sig hefur víða verið áberandi en getur um leið dregið úr heild- arafköstum þjónustunnar. Atök hafa skapast um verkefni. Yfirvöld heilbrigðismála hafa í mörgum löndum reynt að færa sem mest af verkum út af sjúkrahúsum, enda er slíkt viðurkennt alþjóðlegt mark- mið. Farið var yfir mikilvægi heilsugæslunnar í þessu sambandi en um leið bent á nauðsyn sam- starfs allra starfsmanna heilbrigðis- þjónustunnar. Bryndís Benediktsdóttir læknir í Garðabæ kynnti áhugaverða rann- sókn, sem hún hafði gert á syfju og svefnvenjum unglinga. Sýndi hún fram á að dagsyfja hjá 15-16 ára unglingum hefur sterka fylgni við reykingar, áfengisnotkun og notk- un vímuefna. Hún benti á að taka bæri mikla dagsyfju sem mögulegt merki um áhættusaman lífsstíl. Færeysku feðginin Katrin og Kaj Kallsberg kynntu rannsókn sem þau höfðu gert á tíðni sjúkdóma og læknisþjónustu í Færeyjum á árunum 1988 og 1996. Milli þessara ára hafði átt sér stað hrun í færeysku efna- hagslífi, tólfti hver íbúi flutti úr landi og atvinnuleysi fór upp í 19%. Nú búa rúmlega 43 þúsund manns í Færeyjum. Á margan hátt er sjúk- dómatíðnin lík þeirri íslensku. Frá 1988 til 1996 höfðu heimsóknir til lækna aukist vegna hjarta- og æðasjúkdóma en tíðni öndunar- færasjúkdóma minnkaði. Færey- ingar hafa að meðaltali fimm sinn- um á ári samband við lækni, konur sex sinnum og karlar fjórum sinn- um. Frá Danmörku var kynnt athygl- isverð rannsókn sem gerð var á vegum heimilislækningadeildar há- skólans í Árósum. Könnuð var áfengisneysla stórs hóps Dana á aldrinum 30-50 ára. Kom í Ijós að 10% kvenna og 19% karla drukku meira áfengi en dönsk heilbrigðis- yfirvöld töldu ráðlegt. Sterk fylgni var milli eigin mats fólks á áfengis- neyslu og magni ensíma frá lifur í 12 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.