Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 15
Margrét Geirsdóttir
Okratoxín A í matvælum
Sveppaeiturefni sem gæta þarf að
Okratoxín A er eitt af mörgum
sveppaeiturefnum (sveppatoxín-
um). Þau þola oftast upphitun eða
jafnvel suðu.
Okratoxín A myndast í fjölmörg-
um tegundum myglusveppa af teg-
undunum Aspergillus og Penicill-
ium. í þessum sveppum geta jafn-
framt myndast ýmis önnur eitur-
efni (m.a. aflatoxín) þannig að
okratoxín A finnst næstum aldrei
eitt sér. Heitið okratoxín A er dreg-
ið af nafni sveppsins Aspergillus
ochraceus sem myndar þetta eitur-
efni í hlýju loftslagi. Okratoxín A
gæti hins vegar sem hægast mynd-
ast í sveppum, er þrífast í norðlæg-
ari löndum. Af þeim myglusvepp-
um, sem mynda okratoxín A í
svölu loftslagi má einkum nefna
Penicillium verrucosum.
Okratoxín A finnst einkum í
korni, belgjurtum og ýmsum öðr-
um plöntum og afurðum þeirra
(svo sem kaffi og kakó). Hafa þá
sveppirnir náð að mynda eiturefnið
annað hvort á plöntunum lifandi
eða í geymslu. Skiptir hið síðara að
jafnaði meira máli. Mjög miklar
sveiflur eru milli ára á því hve mik-
ið sveppirnir mynda af okratoxíni
A. Ef sumur eru votviðrasöm getur
það leitt til mikillar myndunar á
okratoxíni A.
Okratoxín A sem er í fæðu getur
haft veruleg eiturhrif í öllum dýr-
um með einn maga og sama gildir
væntanlega einnig um menn. I jórt-
Grein eftir Þorkel Jóhannesson
urdýrum, t.d. kúm, klofnar okra-
toxín A hins vegar í óvirk sambönd
í maga. Eiturhrifin eru fyrst og
fremst fólgin í nýmaskemmdum, en
okratoxín A getur einnig valdið
krabbameini og fósturskemmdum í
tilraunadýrum.
Nýrnaskemmdir af völdum okra-
toxíns A hafa verið vel rannsakaðar
í dýratilraunum. Skemmdirnar eru
einkum bundnar við nýrnagöng
nær (tubuli proximales) og lýsa sér
í auknum þvaglátum, sykri og
próteini í þvagi jafnframt því að
eðlisþyngd þvagsins minnkar.
Frumskemmdin kann að vera
bundin við orkukorn í frumum í
nýrnagöngum. Verulega athygli
vekur að á Balkanskaga (Búlgaríu,
Júgóslavíu og víðar) þekkjast land-
lægar nýrnaskemmdir sem tengdar
eru okratoxíni A. í slíkum tilvikum
er okratoxín A stundum mælanlegt
í blóði í allmiklu magni og í um
í töflunni má sjá helstu niður-
stöður rannsókna á 35 matvæla-
sýnum, þar af 20 sýnum af korn-
vöru. (Fjöldi sýna er í svigum.)
Ekki er líklegt að gildi undir 1
ng/g séu marktæk.
Svipmynd frá rannsóknastofu
Hollustuvemdar ríkisins en þar
var talinn fjöldi myglusveppa í
sýnum af komvöru.
það bil 30% tilvika er að finna ill-
kynja frumubreytingar (m.a.
krabbamein) í þvagfærum þeirra
sjúklinga, er látast vegna þessara
nýmaskemmda. Enda þótt sam-
hengið milli okratoxíns A og fyrr-
greindra nýrnaskemmda sé ekki al-
veg ljóst, er þó athyglisvert, að í
öðrum löndum, sem upplýsingar
liggja fyrir um, er magn okratoxíns
A oftast mun minna í blóði manna
en er á Balkanskaga. Nýrna-
skemmdir af völdum okratoxíns A
verður þó að taka mjög alvarlega í
ljósi þess, að í tilraunum með svín,
sem gefið var eigi meira en 8
míkróg/kg/dag* mátti að 90 dög-
um liðnum framkalla greinilegar
nýrnaskemmdir. Tilraunir með rott-
ur leiddu og svipað í ljós, enda þótt
rottur væru ekki eins næmar og
svín í þessu efni. í þessum tilraun-
um tókst ekki að staðfesta hvert
væri hið minnsta magn okratoxíns,
Okratoxín A í matvælum
á íslenskum markaði
Fjöldi Okra-
myglusveppa toxín A
í grammi (ng/g)
Valhnetur (2) 2600-1740000 <2,0-<5,0
Heslihnetur (2) 1500-5600 0,0-1,0
Allrahanda (1) 27000 0,0
Kúmen (1) 1100 2,6
Pitsukrydd (1) 52000 30,0
Basil (1) 17000 6,1
Karrí (1) 43000 3,5
Svartur pipar (3) 21000 0,0-12,4
Sesamfræ (2) 2500-2900 0,0-1,8
Sólkjarnafræ (1) 1400 0,8
Múslí (1) <100 0,0
Rúgmjöl (4) <100-1900 0,0-1,4
Sigtimjöl (2) 1100-1300 0,0-0,6
Haframjöl (3) <100 0,0-3,4
Hveiti (8) <100-1400 0,0-1,4
Birki (1) 6900 0,0
Trefjamjöl (1) 100 0,0
HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 15