Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 19
Sigurður Stefán /ónsson
brýnast er að leysa, en þar á ég við meðferð
fjármuna í heilbrigðiskerfinu og skipulag
þjónustunnar. Mér finnst það athyglisvert
að læknar sem barist hafa hatrammlega
gegn viðleitni stjórnvalda til að bæta
skipulag heilbrigðisþjónustunnar - svo
sem til að efla heilsugæsluna en draga úr
þjónustu sérfræðinga - ganga fúslega í lið
með stjórnvöldum þegar ræða skal for-
gangsröðun. Þetta bendir til þess að læknar
styðji frekar aðgerðir sem kunna að bitna á
sjúklingum en skipulagsbreytingar sem
kynnu að hrófla við forréttindum þeirra
sjálfra. Sé gengið út frá þeirri forsendu að
hlutverk heilbrigðisþjónustu sé að efla heil-
brigði og berjast gegn sjúkdómum, þá fer
vart á milli mála að leita verði allra leiða til
þess að endurskipuleggja heilbrigðiskerfið
og hagræða í rekstri þess áður en farið er
að neita lasburða fólki um heilbrigðisþjón-
ustu. Þetta felur í sér að ekki má ganga út
frá því að spilin séu rétt gefin áður en farið
er að forgangsraða. Ef vitlaust er gefið er
upphafsstaðan röng og því verður að huga
að möguleikum þess að stokka kerfið upp
áður en settar eru fram tillögur um hvaða
sjúkdómstilvik eigi að hafa forgang og
hver eigi að sitja á hakanum.
í þriðja lagi kann umræða um forgangs-
röðun í heilbrigðiskerfinu að beina sjónum
okkar frá meðferð opinbers fjár á öðrum sviðum
þjóðltfsins. í þessu ljósi er það athyglisvert
að sá stjórnmálaflokkur sem hæst hefur lát-
ið um sóun í almannafjár í landbúnaðinn
hafi einbeitt sér að atlögum að heilbrigðis-
kerfinu þegar á reyndi. Áður en gengið er
lengra í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu
eða tekin upp forgangsröðun innan þess
verða stjórnmálamenn að gera það upp við
sig hvort þeir ætla - svo dæmi séu tekin -
að láta sérhagsmuni bænda og útvegs-
manna ganga fyrir hagsmunum almeim-
ings. Það er óverjandi að draga úr gæðum
heilbrigðisþjónustu - sem ótvírætt þjónar
almannahag - meðan sóun almannafjár í
þágu þröngra sérhagsmuna viðgengst á
öðrum sviðum samfélagsins.
Því er oft haldið fram að þjóðin geti ekki
leyft sér að eyða stærra hlutfalli útgjalda
sinna til heilbrigðisþjónustu. Ljóst er að
ákveðið verðmætamat liggur þessari af-
stöðu til grundvallar. Það stendur hvergi
skrifað í skýin hversu hátt þetta hlutfall á
að vera og þjóðin - valdhafinn í lýðræðis-
ríki - hefur aldrei verið spurð að því eða
Óskipulegar
sparnaðarað-
gerðir hafa leitt
til þess að bið-
listar eftir að-
gerðum lengjast
stöðugt og heil-
brigðisstarfsfólk
býr víða við
óviðunandi
vinnuaðstöðu.
gert það upp við sig. Ýmsar vísbendingar
eru um að almenningur sé reiðubúinn að
halda uppi öflugu heilbrigðiskerfi. Samt
hafa óskipulegar sparnaðaraðgerðir leitt til
þess að biðlistar eftir aðgerðum lengjast
stöðugt og heilbrigðisstarfsfólk býr víða
við óviðunandi vinnuaðstöðu. Það er þó
góðs viti að forsætisráðherra gat þess í
þjóðhátíðarávarpi sínu að sækja bæri fram
í heilbrigðismálum, jafnframt því sem
hann hvatti réttilega til aukinnar hagsýni.
Einn vandinn er sá að stjórnarhættir í
þessu landi koma skipulega í veg fyrir að
lýðræði nái fram að ganga. Stór hluti þing-
manna stundar skammsýna fyrirgreiðslu-
pólitík sem gerir það að verkum að fjár-
munum er oft sóað í verkefni sem nýtast
illa fyrir þjóðarheildina. Þetta á bæði við
um það fjármagn sem fer til annarrra mála-
flokka en heilbrigðisþjónustu og um upp-
byggingu heilbrigðisþjónustunnar sjálfrar
þar sem margar óskynsamlegar ákvarðanir
hafa verið teknar.
Hér verður líka að hafa í huga að fjár-
magn til ýmissa annarra málaflokka en
heilbrigðisþjónustu getur eflt heilbrigði og
dregið úr sjúkdómum meðal landsmanna.
Öflugt atvinnulíf, öruggar samgöngur og
gott menntakerfi geta til dæmis hvert um
HEILBRIGÐISMÁL 1/1997 19