Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 28
Tómas Jónasson
Um ólánsleiðir að hamingjunni
Grein eftir Róbert H. Haraldsson
„Ef ég væri heiðingi og pyrfti að gera mig
skiljanlegan á grísku, myndi ég segja að Cuð
hafi hagað sköpunarverki sínu þannig að það
yrði honum sjálfum til sem mestrar skemmtun-
ar; líkt og maður sem leggur beikonsneið á
músagildru og fylgist síðan með þeim klóku
brögðum sem mýsnar beita til að ná beikoninu
án þess að festast í gildrunni, þannig horfir
Guð á hopp og skopp og bopp þeirra milljóna
manna sem reyna að næla sér í bita afsannleika
án þess að þjást - og hann skemmtir sér kon-
unglega."
Soren Kierkegaard.
Hver eru tengsl hamingju og heppni?
Það eitt að brydda upp á þessu umræðu-
efni virðist ávísun á óhamingju, að minnsta
kosti er einkar auðvelt að missa fótanna
þegar leitað er svara við spurningunni í
heimi fræðanna - þar sér varla handa skil í
skafrenningi hugtaka og ótal kenninga um
hamingju. Þó grillir í kennileiti af vettvangi
dagsins sem virðist mega taka mið af:
Heppnin (óheppnin) er ekki öll þar sem
hún er séð! Stundum er fall fararheill
(stundum ekki), greiði getur orðið bjarnar-
greiði og oft eygja menn lán í óláni. Er
þetta til marks um skyldleika andstæðn-
anna, að þær spretti jafnvel hvor úr ann-
arri: Ólán verði að láni, lán að óláni?
Hvernig má það vera? Og hvað segði
það okkur um gagn og ógagn óhamingju
fyrir lífið?
Dæmi um ólán
Vert er til glöggvunar að skoða nokkur
dæmi. Ég byrja á einföldu, tilbúnu dæmi
en fikra mig í átt að flóknari dæmum og
enda á raunverulegu dæmi. Til hliðsjónar
hef ég eina forsendu sem skýrir hvernig ég
nota orðalagið „að ólán verði að láni". Ef
ólán verður í reynd að láni þá verður mað-
ur að vilja ólánið sem sh'kt en ekki bara
lánið sem af því hlýst, eða með öðrum orð-
um, það að vilja lánið er að vilja ólánið -
eða með enn öðrum orðum, ef ólán verður
að láni mun aðgætinn maður skilja að úti-
lokað er að vilja lánið án ólánsins, slíkt
væri eins og að vilja timburhús úr ein-
hverju öðru en timbri.
Dæmi i: Maður sem lendir í bílslysi formælir
óláni sínu en huggar sig við að það hafi verið
lán í óláni að hann var á gamla en ekki nýja
bílnum sínum.
Þótt hér sé notað hið kunnuglega orðtak
„lán í óláni" er rangt að segja að ólánið hafi
orðið að láni. Ólánið er ólán þótt tilhugs-
unin um ennþá stærra ólán kunni að
breyta afstöðu þolandans til þess, jafnvel
verulega ef hið mögulega ólán er mikið eða
líklegt og öðrum augljóst (hann gæti hafa
verið nýbúinn að keyra öll börnin sín á
leikskólann).
Vart er til það óhapp sem menn geta ekki
gert léttbærara með því að sjá í því mögu-
leika á ennþá stærra óláni sem hefði getað
orðið en varð ekki. Sá sem glatar aleigunni
huggar sig við að hann er þó heilsugóður,
sá sem tapar heilsunni huggar sig við að
eiga fjölskyldu, sá sem tapar fjölskyldunni
huggar sig ef til vill við að hafa ekki gengið
af vitinu og sá sem tapar vitinu gæti hugg-
að sig við að vera ekki eins og hinir!
í slíkum tilvikum er stundum freistandi
að segja að með hjali sínu um lán í óláni sé
hinn óheppni að sleikja sárin, beina sjónum
sínum frá hinni raunverulegu ógæfu.
Orðalagið „lán í óláni" er því alls ekki sam-
bærilegt við orðalag mitt um að ólán verði
að láni.
Dæmi 2. Óhappið veldur því að bílstjórinn
missir afflugvél sem ferst síðan.
Heppnin
(óheppnin) er
ekki öll þar
sem hún er séð!
Stundum er fall
fararheill
(stundum ekki),
greiði getur
orðið bjarnar-
greiði og oft
eygja menn lán
í óláni.
28 heilbrigðismál 1/1997