Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 21
uosscuof seiupj_ Reyklaust tóbak Hættulegt eins og annað tóbak Einhver kann að spyrja: Hvað er reyklaust tóbak? Það er tóbak sem ekki er reykt þegar þess er neytt. Uppruni þess er hinn sami og reyk- tóbaks (sígaretta, vindla og píputó- baks), úr blöðum tóbaksjurtarinnar og innihaldið því frá byrjun hið sama. í tóbaksblöðum hafa verið greind um 2000 mismunandi efni. Blöðin eru síðan flokkuð og unnin frekar og fara að lokum á markað í neytendapakkningum, ýmist sem reyktóbak eða reyklaust tóbak. Allt tóbak er skaðlegt. Við neyslu reyktóbaks verður bruni og við hann myndast ýmis efni, en í sígar- ettureyk hafa verið greind rúmlega 4000 mismunandi efni. Efnin sem myndast við brunann koma ekki við sögu þegar tóbaks er neytt á annan hátt en að reykja það. Það þýðir ekki að reyklaust tóbak sé hættulaust, en skaðleg áhrif þess á heilsu fólks eru að nokkru önnur en reyktóbaks. Nikótm og áhrif þess í öllu tóbaki er nikótín sem er fíkniefni og gerir menn háða tób- aki. Sú staðreynd ein nægir til að fullyrða að reyklaust tóbak er ekki hættulaust. Oft er fjallað um tób- aksneyslu sem einungis slæman vana, en ekki fíkn. Þegar svo talað er um tóbaksfíkn er það gjarnan gert á annan og umburðarlyndari hátt en fíkn í áfengi og önnur efni. Á síðustu árum hefur hins vegar verið sýnt fram á að nikótínfíkn er að fullu sambærileg við aðra efna- fíkn, t.d. amfetamínfíkn og kókaín- fíkn. Einnig hefur komið í ljós að mikil tengsl eru milli einnar fíknar og annarrar. Fyrir áfengissjúkling sem reykir gæti þetta þýtt að væn- legra sé til árangurs að hætta hvorutveggja samtímis, en að hætta bara að drekka. Nikótín er ekki bara fíkniefni heldur hefur það líka fjölþætt áhrif á líkamsstarfsemina. Þau eru þess eðlis að mjög líklegt er að eftir Grein eftir Pétur Heimisson langa neyslu valdi þau heilsuskaða. Hvort nikótín hefur bein sjúkdóms- valdandi áhrif er enn umdeilt. Þó eru vissulega til rannsóknaniður- stöður sem tengja nikótín sem efni við sjúkdóma. Á næstu árum má vænta frekari vísbendinga og sann- ana í þessum efnum. Reyklaust tóbak veldur sjúkdómum Reyklaust tóbak er ýmist ætlað til ítroðslu í nef eða munn. Hvort tveggja, nef- og munntóbak, eru til í mismunandi gerðum. Auk allra þeirra efna sem eru í tóbakinu frá byrjun er við vinnsluna bætt í það Jafnmikið nikótín er í einni lítilli dós af fínkornóttu neftóbaki eins og í fjórum til fimm pökkum af sterkum sígarettum. Þar með er ýmsum efnum. Þar má nefna ilm- efni og bragðefni sem eiga að gera vöruna meira aðlaðandi fyrir neyt- endur. Ennfremur er stundum bætt við salti (t.d. kalsíumkarbónati) í þeim tilgangi að tryggja að nikótín- ið fari fljótar og betur inn í æðarnar í slímhúðinni. Meira en tvö hundruð ár eru síð- an fyrst var bent á möguleg tengsl milli krabbameins og neyslu á reyklausu tóbaki. Þrátt fyrir þetta, hafa áhrif reyklauss tóbaks á heilsu verið mun minna rannsökuð en áhrif reykinga. Það sem við vitum um efnasamsetningu tóbaksins seg- ir okkur að það hlýtur að vera ekki öll sagan sögð því auk þess verður ýmislegt til þess að nikó- tínið í snuffinu kemst mjög auð- veldlega inn í blóðrásina. HEILBRIGÐISMAL 1/1997 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.