Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 26
á ný. Sjúklingarnir þurfa ekki að
leggjast inn á sjúkrahús og vera
svæfðir, en það er nauðsynlegt fyrir
söfnun beinmergs.
Hlutfall stofnfruma í blóðinu er
mun lægra heldur en í beinmerg,
en með gjöf krabbameinslyfja og
ýmissa vaxtarhvata er hægt að
auka fjöldann. Eftir slíka lyfjameð-
ferð er stofnfrumunum safnað með
því að tengja sjúklinginn við sér-
stök blóðskilunartæki sem aðskilja
einkjarna frumur (ríkar af stofn-
frumum) frá rauðum blóðkornum,
blóðflögum og þroskuðum hvítum
blóðkornum. Setja þarf upp æða-
legg hjá sjúklingnum fyrir söfnun-
ina og oft er unnið með 10 til 15
lítra af blóði á tveimur til þrem
klukkustundum í hvert skipti. Þessi
aðgerð er síðan endurtekin þar til
nægjanlegum fjölda stofnfruma
hefur verið safnað og þær síðan
frystar þar til síðar.
Eftir að sjúklingarnir hafa jafnað
sig eftir fyrsta hluta meðferðarinn-
ar, þ.e. stofnfrumusöfnunina, eru
þeir venjulega lagðir inn á sjúkra-
hús þar sem háskammta krabba-
meinslyfjameðferð er gefin. Lyf eru
gefin í nokkra daga og að því loknu
er stofnfrumunum skilað til sjúkl-
ingsins, þær eru gefnar í æð eins og
við venjulega blóðgjöf. Þegar hér er
komið sögu er starfsemi beinmergs
og öll blóðkorn í lágmarki, en það
gerir sjúklinginn viðkvæman fyrir
ýmiss konar sýkingum og blæðing-
um. Þessi áhætta varir þangað til
stofnfrumurnar hafa tekið sér ból-
festu í beinmergnum og tekið til
starfa við að framleiða ný blóðkorn.
Einnig er hætta á aukaverkunum
háskammta meðferðar á önnur líf-
færakerfi, einkanlega lungu, hjarta
og lifur. Þetta ástand varir í tvær til
þrjár vikur og sjúklingarnir þarfn-
ast margþættrar stuðningsmeðferð-
ar meðan á því stendur. Um er að
ræða blóðgjafir, ýmsa vaxtarhvata
sem örva bióðmyndun, sýklalyf til
að fyrirbyggja og meðhöndla sýk-
ingar og næringu í æð, svo að
dæmi séu tekin. Árangur meðferð-
arinnar fer meðal annars eftir þeim
sjúkdómi sem verið er að með-
höndla, á hvaða stigi hann var þeg-
ar háskammta lyfjameðferð var gef-
in, aldri sjúklingsins, fyrri meðferð
og þeim aukaverkunum sem kunna
að koma upp. Þeir sem svara há-
skammta lyfjameðferð hafa venju-
lega náð sér að fullu nokkrum
mánuðum eftir að meðferð hófst.
Öruggari en áður
Aukin vitneskja um líffræði
stofnfruma og ekki síst bætt stuðn-
ingsmeðferð hefur gert stofnfrumu-
ígræðslu mun öruggari meðferð en
áður. Dauðsföllum eftir háskammta
lyfjameðferð (autologous-ígræðslu)
hefur haldið áfram að fækka síð-
ustu árin og eru þau nú undir 5%
fyrstu 100 dagana. Mergskiptum
(allogeneic-ígræðslu) fylgir hins
vegar mun hærri tíðni dauðsfalla,
allt frá 10% og upp í 40%. Merg-
skipti eru líka töluvert flóknari
meðferð, þar sem undirbúnings-
meðferðinni (lyfja- og geislameð-
ferð) er ætlað bæði að uppræta
undirliggjandi sjúkdóm og bæla
ónæmiskerfi sjúklingsins til þess að
nýju stofnfrumurnar geti fest rætur.
Það tekur að minnsta kosti hálft ár
fyrir ónæmiskerfið að jafna sig eftir
þessa meðferð og lengri tíma hjá
þeim sem hafa fengið aukaverkan-
ir. Þetta fólk er því í enn meiri
hættu að fá alvarlegar sýkingar
heldur en þeir sem hafa farið í
stofnfrumuígræðslu vegna hásk-
ammta lyfjameðferðar (autologous-
ígræðslu). Ein meginástæðan fyrir
þessari háu tíðni dauðsfalla eftir
mergskipti er sjúkdómur sem stafar
af árás hinna nýju, framandi fruma
á líffæri sjúklingsins (graft-versus-
host disease). Eitilfrumur frá
stofnfrumugjafanum framleiða
ýmsa vaxtarþætti og eitilkín (cyto-
kines) sem setja í gang atburðarás
sem leiðir til sjúklegra breytinga,
einkanlega í húð, meltingarfærum
og lifur. Því líkari sem vefjaflokkur
sjúklingsins og stofnfrumugjafans
er, því minni líkur eru á að þessi at-
burðarás hefjist.
Ábendingar fyrir meðferð
Bandaríska ígræðsluskráin
(ABMTR) hefur nýlega birt upplýs-
ingar um dreifingu autologous-
ígræðslna eftir sjúkdómum frá 1989
til 1995 (Norður-Ameríka og Suður-
Ameríka). Alls voru þetta rúmlega
23 þúsund ígræðslur, þar af voru
33% fyrir sjúklinga með brjósta-
krabbamein. Næst kom eitilfrumu-
krabbamein með 25% ígræðslna,
Hodgkins sjúkdómur 13%, bráða
ígræðsla líffæra og stofnfruma
Aðeins ein tegund líffæra-
ígræðslu er gerð hérlendis en
það er hornhimnuígræðsla (um
tíu á ári). Aðrar tegundir
ígræðslu eru flutningur á nýr-
um, lifur, lungum og hjarta auk
stofnfnnmdgræðslu.
Stofnfrumuígræðslu er skipt í
tvö meginform: Annars vegar er
um að ræða mergskipti (allogen-
eic-ígræðsla) þar sem skipt er
um beinmerg með því að nota
stofnfrumur, venjulega frá nánu
skyldmenni sjúklingsins. Bestur
árangur næst þegar merggjafi
og sjúklingur eru úr úr sama
vefjaflokki.
Hitt form stofnfrumuígræðslu
byggist á notkun eigin stofn-
fruma sjúklingsins og er sú
meðferð oftast kölluð háskammta
lyfjameðferð með stofnfrumu-
ígræðslu (autologous-ígræðsla).
Þá er ekki um skipti á stofn-
frumum að ræða, öfugt við
mergskipti. Notkun stofnfruma
hefur gert kleift að gefa hærri
skammta af krabbameinslyfjum
en annars væri unnt. Fyrir bæði
form ígræðslu eru gefin krabba-
meinslyf en við mergskipti eru
einnig gefin ónæmisbælandi lyf
til að hindra að ónæmiskerfi lík-
amans ráðist gegn hinum nýju
framandi frumum. Mergskipti
eru því bæði flóknari og áhætt-
umeiri meðferð heldur en há-
skammta lyfjameðferð með
stofnfrumuígræðslu.
Ár hvert fara fimm til tíu ís-
lendingar í stofnfrumuígræðslu
til útlanda. Ef slíkar ígræðslur
væru í boði hérlendis er líklegt
að mun fleiri gætu nýtt sér
þær.
S. E. R.
26 HEILBRIGÐISMÁL 1/1997