Heilbrigðismál - 01.03.1997, Blaðsíða 31
Lágmynd eftir Ríkarð Jói
skapi." Hann hefur óbrotnar þarfir og get-
ur fullnægt þeim án þess að flækjast í
flóknu samfélagsneti eða pólitískum um-
leitunum.
Mér var heldur aldrei um
að eiga nokkru sinni
málsverð undir embættum
eða lýðhyllinni.
Hann er fær um að leggja sjálfur mat á
hlutina, orðin já og nei eru í orðabók hans.
En efþíi ert aðgætinn
- á þó minna beri -
sérðu víðar, vinur minn,
vondan brest í keri.
Slíka gætni öðlast enginn með því að
troða hausinn út af ótal kenningum ann-
arra manna heldur með því að læra sjálfur
að skynja, með því að vera sjálfur óbrotinn.
Brestirnir stafa einmitt af því að of miklu
hefur verið troðið í kerið.
brot í kennslubókunum en af fullum þunga
í síbreytileika, skynjun, frelsi, áhyggjulaus-
um málsverði, og hæfileikanum til að vega
og meta, í lífinu og lífsnándinni.
Þá tvo þræði sem nú hafa verið raktir í
nokkrum kvæðum Stephans má hæglega
hnýta saman. Ólánið (lærdómsleysið) varð
að láni (menntun) í lífi hans með því að
gera hann að þeim manni sem er ekki lík-
legur að eiga allt sitt undir láni og óláni,
sem kann að snúa óláni í lán; er alæta,
gjörnýtinn á hvaðeina sem gæfan sendir
eða endursendir honum. Slíkt óláns-lán
eða happa-ólán mætti nefna annars stigs
lán, lán um lán og ólán!
„Baslhagmennið" nefnir Stephan slíkan
einstakling í samnefndu kvæði;
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
Sá sem hefur orðið hagur af basli er
margvís og alhliða og óbrotinn. Hann er
sjóaður í fallveltingi og hverfleika lífsins og
kann að yrkja hvaða jarðveg sem er.
Eitt sinn þegar honum er létt um vik tal-
ar Stephan í letri við Sigurð Guðmundsson
skólameistara. Hann ræðir m.a. um
„kreddu sína" og hvernig hún hafi gagnast
honum: „Allar mannraunir geta verið lán,
ef þær þroska mann, og manndóms-sæla
að hafa mætt þeim og vaxið við það. Það er
mín „kredda". Metnaður í því að hafa orð-
ið þess verðugur að vinna sannleikanum,
hversu smátt sem er, og hversu þung raun,
sem manni þótti það, meðan á því stóð.
Þetta er mitt innræti, og því verð ég aldrei
botnlaus bölsýnismaður, án þess þó að ótt-
ast og „líta undan" því, sem að er."
Að rækta hugsun sína
Ekki er ólíklegt að einhver efist um að
ólánið hafi í reynd orðið að láni í lífi Steph-
ans og spyrji hvort hann hafi ekki verið að
blekkja sjálfan sig, sleikja sárin á gamals
aldri - öfundast út í hina langskóla-
gengnu? Sjálfur segist Stephan ekki hafa
fundið til öfundar og ég treysti honum,
enda get ég ekki gert mér í hugarlund
hvernig öfundarhatur eða illúðarhégómi
gæti leynst í tærri og þróttmikilli liugsun
hans. En hvaða skynsamlegar ályktanir
verða dregnar af þessum kvæðum Steph-
ans?
Er Stephan að hvetja okkur til að gerast
bændur? Hótfyndinn maður gæti bent á að
bændur eiga ekki lengur allt sitt undir sól
og regni heldur byggðastofnunum, bú-
Hámenntaða viröum vér
vora lærdómshróka,
sem eru andleg ígulker
ótal skólabóka.
Sjálfsmenntunin færði Stephan nær því
mysterium sem lífið er (svo vitnað sé til
orða Hannesar Péturssonar); það myster-
ium birtist sem óljós og sundurlaus mynd-
Hluti af minnisvarða
um Stephan G. Step-
hansson að Amar-
stapa á Vatnsskarði,
skammt frá fæðing-
arstað hans.
I- T
■: ;
Á
,
Það er ekki lang-
sótt að leggja að
hverjum einstakl-
ingi að rækta
sína eigin hugs-
un og eigna sér
sitt eigið tungu-
tak.
HEILBRIGÐISMAL 1/1997 31