Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 9

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 9
Vitleysunni að þakka Er ég varð þess sann- leika var að flestallir þeir er fram úr sköruðu, bæði í skáldskap, listum og mörgu öðru andlegu at- gjörvi, væru meira og minna geðveikir vesal- ingar og teldust þar af leiðandi til vitleysingja, þá sá ég fyrst hvað ver- öldin átti vitleysunni og öllum hennar áhangend- um mikið að þakka, sem valdir höfðu verið til að hossa veröldinni þó þetta áfram sem hún nú var komin. Eftir þeim vísind- um og listum að dæma læt ég það svona vera ef hún hefði átt framför sína og viðgang ein- göngu undir þeim „nor- mölu". Einar Jónsson mynd- höggvari (f. 1874, d. 1954). Skoðtmir, 1944. Sjaldan hef ég flotinu neitað Vín eður kaffi drakk hann ekki og enn síður annað áfengara, en ís- lenskan mat þá hann gjarnan. Úr lýsingu á Christian Levetzow, sem ferðaðist um ísland árið 1779. Ketilsstaðaaannáll. Gat ekki staðið nógu lengi! 1 ársbyrjun 1914 ákvað Hjalti [Jónsson, f. 1869, d. 1949] það með sjálfum sér að hætta skipstjórn. Hann var mjög farinn að bilast í fótum og hugsaði sem svo að best væri að hætta áður en hann yrði mikill eftirbátur annarra togaraskipstjóra. Hann hafði ekki fundið til í fót- unum hin fyrstu ár sín á togara þó að hann stæði samfleytt á stjórnpalli í „Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn." 50 klukkustundir en nú var hann orðinn afleitur ef hann stóð hvíldarlaust í sextán tíma. Guðmundur G. Hagalín: Saga Eldeyjar-Hjalta, 1939. í þjónustu lífsins Öll vísindi eru upphaf- lega sprottin af þörfum lífsins og fá stöðugt mörg sín frjóustu verk- efni þaðan. Þarfirnar tendra spurningarnar en af spurningunum kvikna að lokum svörin. Það er engin hætta á því að veg- ur vísindanna verði minni fyrir það þó þau séu stunduð með það fyrir augum hvernig þau verði best hagnýtt í þjón- ustu lífsins. Þau blómg- ast einmitt við hagnýt- inguna því að þá fyrst er til framkvæmdanna kem- ur sést hve langt þekk- ingin nær og í hverju henni er áfátt. Guðmundur Finnbogason landsbókavöröur (f. 1873, d. 1944). Þar hafa þeir hit- ann úr, 1974. Sagt Breytt hugarfar Enginn hættir reyking- um með viljann einan að vopni. Þeir sem hafa reynslu af tóbaksvörnum vita að hugarfarsbreyt- ingu þarf til og að reyk- ingamenn sem tekst að hætta ná markmiði sínu í áföngum. Björn Magnússon yfiríæknir Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupstað. Morgunblaðið, 14. janúar 1998. Tímasprengja Segja má að í kviðfit- unni búi tímasprengja sem getur gert vart við sig með óþægilegum hætti, til dæmis skyndi- legu hjartaáfalli eða jafn- vel skyndidauða langt um aldur fram. Það er alveg augljóst að í þjóðfélaginu eru allt of margir of feitir, allt of margir reykja og hreyfa sig of lítið og eru hlaðnir streitu og öðrum þekkt- um áhættuþáttum hjarta- sjúkdómsins. Lífshættirnir eiga sér djúpar rætur í lífi ein- staklingsins og oft menn- ingu samtímans og hvatning til að breyta þeim er stundum óljós. Þorkell Guðbrandsson læknir á Heilsustofnun. Lyfjatíð- indi, sérrit, 1998. Á flótta Lífið býður ekki upp á það að menn standi lengi og horfi til baka. Við er- um á hröðum flótta inn í framtíðina. Birgir Sigurðsson rithöfundur. Morgun- blaðið, 26. apríl 1998. Skertur réttur Grundvallarhugmynd velferðarkerfisins er sú að við í sameiningu mynd- um nokkurs konar trygg- ingasjóð sem við greiðum í meðan við erum fær til þess. Þegar veikindi ber að höndum eru þeim okkar sem á þurfa að halda tryggð framlög úr þessum sjóði til að mæta óhjákvæmilegum kostn- aði. Þessi réttur hefur skerst verulega á undan- förnum árum. Ólafur Örn Arnarson læknir. Morgunblaðið, 19. ágúst 1998. Lærið að lesa! Genalækningar eru munaður ríkra þjóða og rnunu aldrei leysa heil- brigðisvandann sem fá- tækt, næringarskortur og ófriður eru. Heilsuboð- skapur einræktuðu smá- þjóðarinnar við nyrstu höf til samfélags þjóð- anna gæti hljóðað á þessa leið: Kastið vopn- unum, kennið öllum að lesa, gefið öllum nóg að borða, föt til að klæðast, húsaskjól og hreint vatn. Árni Björnsson læknir. DV, 22. september 1998. Á Reykjalundi er fullt hús af englum Tekur því? - þetta er nú gömul manneslda Hvar vildir þú vera veikur? Fleirirúnií fyrirrúini HEILBRIGÐISMÁL 3/1998 9

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.