Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 19
ég hef haft mjög gaman af því að kenna og hef notið þess að umgangast þá sem eru að mennta sig sem verðandi starfsmenn heilbrigðisþjónustunnar. Ég á einnig eftir að sakna samskiptanna við starfsfólk Land- spítalans og ekki síður við sjúklingana. En ég vona að ég geti einnig gert gagn á nýjum starfsvettvangi," segir Sigurður. Vegna breyttra laga er landlæknir ekki lengur ævi- ráðinn heldur skipaður til fimm ára í senn. „Þetta hefur ýmsa kosti og hvetur til árvekni," segir Sigurður. „Aukið aðhald er af hinu góða." Aðspurður segist hann ekki hafa hugsað sér að vera í þessari stöðu leng- ur en í tíu ár. Sigurður Guðmundsson skólameistari, afi hins ný- skipaða landlæknis, sagði eitt sinn: „Heilbrigð lífsgleði er mannabætir og sálubót." Getur barnabarnið tekið undir þessi orð? „Já, svo sannarlega. Lífsgleðin skiptir miklu máli. Sá sem lítur ekki á jákvæðar hliðar tilver- unnar fer miklis á mis." Þess má geta í lokin að Sigurður Guðmundsson landlæknir er fæddur 25. september 1948 og því nýlega orðinn fimmtugur. Hann lauk prófi frá læknadeild Há- skóla íslands í maí 1975 með fyrstu ágætiseinkunn, hæstu einkunn sem gefin hafði verið í deildinni að minnsta kosti í meira en áratug. Framhaldsnám stund- aði hann í Bandaríkjunum og fékk sérfræðiviðurkenn- ingu í almennum lyflækningum og smitsjúkdómum. Að námi loknu starfaði hann á Borgarspítalanum og síðar á Landspítalanum. Hann varði doktorsrit við læknadeild Háskóla Islands árið 1993. Eiginkona Sig- urðar er Sigríður Snæbjörnsdóttir hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og eiga þau þrjú börn. -/>• ■ ■ 1 ■ ■ ■ Eitt elsta embættið Landlæknisembættið var stofnsett með úr- skurði Danakonungs 18. mars 1760 og mun vera elsta veraldlega embætti landsins, aðeins bisk- upsembættið er eldra. „Stofnun þess kom í kjöl- far betri læknismenntunar í Danmörku og vax- andi höfuðstaðar á Islandi, m.a. með vetursetu kaupmanna í Reykjavík," segir Einar Laxness í Islandssögu sinni. Hann telur upp þrettán menn sem gegnt hafa embættinu, þar af einn tvívegis, eins og sést á meðfylgjandi skrá. Samkvæmt þessu er Sigurður Guðmundsson fjórtándi eða fimmtándi landlæknirinn, eftir því hvernig er talið. Bjarni Pálsson hlaut fyrstur skipun í embætt- ið, skömmu eftir að hann lauk námi. „Skyldi hann veita efnuðum mönnum læknishjálp gegn gjaldi, en fátækum ókeypis," segir í Islandssög- unni. Bjarni var eini lærði læknirinn í landinu til 1766 en síðar voru skipaðir læknar í öllum fjórð- ungunum. Ákvæði um innlenda læknakennslu var í erindisbréfi landlæknis til 1824. Þó var landlæknir forstöðumaður læknaskólans frá 1876 til 1911. Aðsetur landlæknis var að Nesi við Seltjörn til ársins 1834 en hefur síðan verið í Reykjavík. Jón Thorstensen hefur gegnt embætti land- læknis lengst allra eða í 35 ár. Af þeim sem hafa fengið skipun hefur enginn setið skemur en 11 ár. Jón var einnig yngstur við upphaf starfs sem landlæknir, 26 ára, en elstur var Sigurður Sig- urðsson, 56 ára. Meðalaldur við embættistöku er 41 ár. -/>• 1. Bjarni Pálsson 1760-1779 2. jón Sveinsson 1780-1803 3. Sveinn Pálsson (settur) 1803-1804 4. Tómas Klog 1804-1815 5. Oddur Hjaltalín (settur) 1816-1820 6. Jón Thorstensen 1820-1855 7. Jón Hjaltalín 1855-1881 8. Jónas Jónassen (settur) 1881-1882 9. Hans J. G. Schierbeck 1882-1895 10. Jónas Jónassen 1895-1906 11. Guðmundur Björnsson 1906-1931 12. Vilmundur Jónsson 1931-1959 13. Sigurður Sigurðsson 1960-1972 14. Ólafur Ólafsson 1972-1998 15. Sigurður Guðmundsson 1998- HEILBRIGÐISMÁL 3/1998 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.