Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 32
Myndin sýnir skráningu á aflsvari í ósæðarbút úr kanínu, fyrst með óskaddað og heilt æðaþel, síðan eftir að æðaþelið hefur verið nuddað af. I upphafi tilraunar er noradrenalíni (NA) bætt út í vökvabaðið sem æðin er í. Dregst þá vöðvinn í æðinni saman og sést það sem útslag upp á við. Síðan er acetylkólíni bætt út í baðið í vaxandi skömmtum. Þegar æða- þelið er heilt slaknar á æðabútnum en þegar það hefur verið fjarlægt fæst engin svörun við acetylkólíni og ekki slaknar á æðabútnum fyrr en skipt hefur verið um vökva í baðinu (táknað sem w). nefndarinnar eru hins vegar þær að ekki skuli fleiri en þrír deila verð- laununum hverju sinni. Háværar raddir hafa heyrst að nú hefði átt að gera undantekningu og hefur Furchgott tekið undir þá skoðun. Allir fjórir hafa greinilega verið verðugir. Moncada virðist hafa misst af lestinni vegna þess að hann kom aðeins seinna með sitt framlag. Ignarro hafði einnig áður birt fjölmargar greinar um örvun guanyl cyclasa með níturoxíði. Enginn ágreiningur er um mikil- vægi þessara rannsókna í læknis- fræði og lífvísindum almennt. Nít- uroxíð hefur víðtækt boðefnishlut- verk, ekki bara í æðakerfi heldur einnig í miðtaugakerfi, meltingar- vegi og víðar og það kemur við sögu í varnarhlutverki ónæmis- kerfis. Framleiðsla þess truflast í sjúkdómum eins og æðakölkun en fer úr böndum í langvinnum bólgusjúkdómum í lungum og þörmum. í lyfjafræði skilar nítur- oxíð verkun nítróglycerins og skyldra lyfja sem og hins nýja lyfs gegn getuleysi, Viagra. Kemur ef til vill ekki á óvart að sú staðreynd vakti mesta athygli þegar Nóbels- verðlaunin voru kynnt. Heimildir: 1. R. F. Furchgott, J. V. Zawadaski: The obligatory role of endothelial cells in the relaxation of arterial smooth muscle by acetylcholine. Nature, 288: 373-376,1980. 2. L. J. Ignarro, G. M. Buga, K. S. Wood, R. E. Byrns, G. Chaudhuri: En- dothelium-derived relaxing factor produced and released from artery and vein is nitric oxide. Proc Natl Acad Sci USA. 84: 9265-9269,1987. 3. R. M. J. Palmer, A. G. Ferrige, S. Moncada: Nitric oxide release accounts for the biological activity of endothel- ium-derived relaxing factor. Nature, 327: 524-526,1987. Dr. GUÖmundur Þorgeirsson er yfir- læknir á bráðamóttöku Landspítalans og dósent við læknadeild Háskólans. 32 HEILBRIGÐISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.