Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 33

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 33
John ae% eley jr. o.fl. Átti Bjami Pálsson landlæknir fyrstu smásjána hér á landi? Þegar enski náttúrukönnuðurinn Joseph Banks kom með leiðangur sinn til Islands í ágústlok 1772 heimsótti hann Bjarna Pálsson landlækni að Nesi við Seltjörn og gaf Bjarni honum ýmsa náttúru- hluti sem hann hafði safnað á ferð- um sínum og bauð Banks til ís- lensks miðdegisverðar. Bjarni þáði á móti heimboð til Banks og félaga, sem fengu að búa í pakkhúsum dönsku kaupmannanna í Hafnar- firði og að skilnaði gaf Banks Bjarna „dýrindis stæckunar-gler, hvörs líki hér ecki hafði sjest, og að síðustu komst í eigur Stiptamt- manns Thódals," eins og segir í ævisögu um Bjarna Pálsson eftir tengdason hans, Svein Pálsson lækni, en hún var rituð í lok átjándu aldar. Ólafur Grímur Björnsson læknir og sérfræðingur í meinefnafræði setti í haust upp mjög fróðlega sýn- Smásjáin á myndinni hér til hliðar er frá átjándu öld og gæti verið lík því tæki sem Bjarni Pálsson fékk að gjöf í septembermánuði árið 1772 og hefur sennilega verið ætl- uð til náttúrufræðirannsókna. ingu á ýmsum tækjum til lækn- ingarannsókna í Þjóðarbókhlöð- unni í Reykjavík, í tilefni af því að Rannsóknadeild Landspítalans var 40 ára og að ein öld var síðan Laug- arnesspítali tók til starfa. Á sýning- unni rifjar Ólafur upp þessa sögu en getur þess jafnframt að elstu smásjár sem nú eru til hér séu rúm- lega einni öld yngri en það „stækk- unargler" sem Bjarna var gefið. En getur verið að það hafi verið smásjá og jafnvel fyrsta smásjáin sem barst til landsins? Ólafur telur það lík- legt. Hann bendir á að orðið stækk- unargler hafi verið notað um mikroskop í grein eftir Schierbeck landlækni í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags árið 1885. Orðið smásjá mun fyrst vera að finna í Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal. Benedikt segist þar heldur vilja nota orðið sjónauka um þetta tæki, sem heiti mikroskop á erlend- um málum, en segir að „smekklaus smámenni" nefni það smásjá. Engu að síður festist orðið smásjá í mál- inu og er meðal annars í LeiSarvísi í sóttkveikjurannsókn eftir Gísla Guð- mundsson gerlafræðing, en sú bók kom út árið 1912. Sýningin í Þjóðarbókhlöðunni verður opin til loka febrúarmánað- ar. -jr. Hinir ensku ferðamenn sem voru hér á landi á áttunda tug átjándu aldar héldu til í kaupmannshús- unum í Hafnarfirði. Listmálari sem var með í förinni málaði þessa mynd af húsunum. HEILBRIGÐISMAL 3/1998 33

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.