Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 14

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 14
Morgunblaðið / Ólafur K. Magnússon Embættíð verður að vera trútt skyldu sinni segir Olafur Olafsson sem var landlæknir í aldarfjórðung Ólafur Ólafsson lét af störfum sem landlæknir í lok nóvembermánaðar 1998, nýlega orðinn sjö- tugur. Hann tók við af Sigurði Sigurðssyni haustið 1972, fyrir rúmum aldarfjórðungi. Ólafur féllst á að líta aðeins um öxl og ræða þennan langa starfstíma í einu af virðulegustu embættum landsins. Að gömlum og góðum sið barst talið fyrst að ætt og uppruna Ólafs. Hann er fæddur í Brautarholti á Kjalarnesi 11. nóvember 1928, sonur Ólafs Bjarnasonar bónda og hreppstjóra þar og Ástu Ólafsdóttur konu hans. Móðurættin er úr Dalasýslu og Hafnarfirði en föðurættin úr Austur-Húnavatnssýslu. „I minni ætt voru bændur og embættismenn," segir Ólafur. Afi hans í föðurætt átti ellefu börn og sendi alla syni sína í skóla. „Þetta var almennt þar í héraði," segir Ölafur og minnir á að margir læknar hafi verið Húnvetningar, til dæmis Guðmundarnir þrír, Björnsson, Hannesson og Magnússon. Sjálfur segist Ólafur vera í sjötta lið frá Steinunni, systur Bjarna Pálssonar, sem varð fyrstur landlæknir árið 1760. f september 1979, þegar tvö hundruð ár voru síðan Bjarni Pálsson, fyrsti landlæknirinn, lést, var afhjúp- aður minnisvarði um hann við Nesstofu á Seltjarnar- nesi. Við það tækifæri var þessi mynd tekin af Ólafi Ólafssyni og Sigurði Sigurðssyni, sem var landlækn- ir á undan honum. En hvers vegna valdi Ólafur nám í læknis- fræði? Hann segir að áhugi hafi farið að vakna á því á síðustu árum í menntaskóla og neitar ekki að það hafi haft áhrif að þau systkinin af Kjalarnesi dvöldu mikið á heimili Vilmundar Jónssonar land- læknis og Kristínar Ólafsdóttur læknis, konu hans, en hún var móðursystir Ólafs. Þegar í læknadeild kom segir Ólafur að það hafi ver- ið skemmtilegur tími á margan hátt, „en mér leiddist líffærafræðin." Af kennurum er prófessor Niels Dungal einna minnisstæðastur. „Dungal var leiftrandi af skemmtilegheitum. Annar kennari hafði mikil áhrif á mig, Ólafur Sigurðsson, síðar yfirlæknir á Akureyri, en hann var stundakennari í lyflækningum." Að loknu námi í lækna- deild var Ólafur staðráð- inn í því að fara í fram- haldsnám til útlanda og langaði að taka kandídatsárið sitt einnig þar. Það var ekki til siðs og kennararnir lögðu honum frá því. Engu að síður fór hann beint til Kaupmannahafnar, gekk á fund landlæknis Dana og var kominn í vinnu næsta dag og bauðst fljótlega föst staða. „Þetta skildi eng- inn," segir Ólafur, „en ef til vill hefur það skipt máli að yfirlæknirinn var af íslenskum ættum." Árið eftir fór Ólafur til Svíþjóðar en kom svo heim og vann á Landspít- alanum í tvö ár. Síðan fór hann aftur til Svíþjóðar í framhaldsnám og var í Esk- ilstuna og Stokkhólmi, síðast sem aðstoðaryfirlæknir á Karólínska sjúkrahúsinu. Árið 1965 fékkst Ólafur við rannsóknir á heilsufari fólks í Södermanlandsléni, með sérstöku tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og fór í nám í faraldsfræði í London árið eftir. Þegar Hjartavernd var að undirbúa hóprannsókn sína var leitað ráða hjá Ólafi vegna reynslu hans af hliðstæðum rannsóknum. Vorið 1967 var hann síðan ráðinn fyrsti yfirlæknir rannsókna- stöðvar félagsins. Embætti landlæknis var auglýst laust til um- sóknar sumarið 1972, þeg- ar Ólafur hafði verið yfir- læknir hjá Hjartavernd í fimm ár. „Mér kom ekki til hugar að sækja, en fór að velta þessu fyrr mér eftir að nokkrir góðir vinir mínir hvöttu mig til þess. Alvaran var ekki meiri en svo að ég hafði ráðið mig til Svíþjóð- ar og skrifaði umsóknina nóttina áður en ég hélt utan." Ólafur var valinn úr hópi fimm umsækjenda og tók við embættinu 1. október. Aldarfjórðung í embætti Bóndasonur af Kjalarnesi Heimagangur hjá landlækni Kandídatsár í Kaupmannahöfn Rannsóknastöð komið á fót Hvattur til að sækja um 14 HEILBRIGÐISMÁL 3/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.