Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 27

Heilbrigðismál - 01.09.1998, Blaðsíða 27
Alzheimersj úkdómur: Meingerð og meðferðarmöguleikar Líkur á nýjum lyfjiun á næstu áratugum Algengi og einkenni Þýskur læknir, Alois Alzheimer (1864-1915), lýsti árið 1907, á grund- velli rannsókna á konu sem lést lið- lega 50 ára gömul og lengi hafði þjáðst af heilabilun, þeirri sjúk- dómsmynd er nú ber nafn hans og kallast Alzheimersjúkdómur. Þetta er algengasti hrörnunar- sjúkdómur í miðtaugakerfinu hjá öldruðum og algengi hans virðist vera svipað um öll lönd sem rann- sóknir ná til. Konur virðast fá sjúk- dóminn oftar en karlar, vegna þess eins að þær lifa gjarnan lengur en karlar. Alzheimersjúkdómur er samt fremur aldursbundinn en aldursháður. Þetta merkir að sjúkdómurinn getur byrjað á til- tölulega ungum aldri, sbr. hið upp- haflega sjúkdómstilfelli Alzheim- ers, en líkindin til þess að fá sjúk- dóminn aukast hratt með hækk- andi aldri. Alzheimersjúkdómur er talinn byrja í um 5% tilvika innan við 60 ára aldur, en algengi hans tvöfald- ast á hverjum fimm árum eða svo eftir það. Algengið er því væri 30% við 85 ára aldur. Síðustu rannsóknir benda og frekast til þess að algengi sjúkdómsins haldist hátt eftir það. Einungis í þremur af hverjum fjór- um tilfellum verður sjúkdómurinn greindur í lifandi lífi. I öðrum til- fellum er sjúkdómsmyndin svo flókin að vefjarannsóknir á heila þarf til eftir andlát manna. Stundum er Alzheimersjúkdóm- ur nefndur minnissjúkdómur, því að minnisleysi á nýorðna hluti og síðar eldri atburði er áberandi í sjúkdómsmyndinni. Jafnframt bregst dómgreind og tjáning í orð- um, það er að segja orðfæri bregst, þótt málfæri sé í lagi. Verkfærni bregst, það er færni til þess að beita einföldum verkfærum og áhöldum, Grein eftir Þorkel Jóhannesson og hið sama gildir að sjálfsögðu um tileinkun nýrra aðferða og tækni. Samkenni þessara einkenna er oft nefnt heilabilun (á útlendum mál- um: dementia). Skynjun, hreyfingar og framkoma eða hegðun Alzheim- ersjúklinga er hins vegar oftast lítið breytt þangað til langt er liðið á sjúkdómsferilinn. í daglegu lífi einkennist Alz- heimersjúkdómur í byrjun öðru fremur af bilun á framkvæmd al- gengra tækniþátta (nota síma eða heimilistæki, raða niður fundum og verkefnum, skipuleggja ferðalög o.fl.) auk minnistruflana. Þetta kann í fyrstu að líkjast lækkuðum streituþröskuldi. Síðar einkennist sjúkdómurinn í vaxandi mæli af truflun á grunnþáttum daglegs lífs (velja sér daglegan klæðnað, baða sig, þvo sér eða snyrta, matast o.s.frv.), er smám saman leiðir af sér þörf á fullkominni umönnun. Inn í þessa mynd geta blandast Þekktasti heilabilunarsjúkdómur aldraðra er nefndur eftir þýska lækninum Alois Alzheimer sem lýsti honum fyrst í byrjun aldar- innar. Þá var hann sjálfur 43 ára og lést átta árum síðar. geðveikikennd fyrirbæri og alvar- legar svefntruflanir. Heilabilun við Alzheimersjúk- dóm kann að fleygast við heilabil- un af öðrum sökum. Tiltölulega al- geng heilabilun, sem tengist Park- insonsjúkdómi (nefndur svo eftir enskum lækni, James Parkinson, 1755-1824), er svokölluð Lewy- heilabilun (nefnd svo eftir þýskum lækni Frederic H. Lewy, 1885-1950). Skil milli þessarar heilabilunar og Alzheimersjúkdóms eru oft óljós og sama gildir um svokallaða æða- heilabilun. Meingerð og orsakir Við öldrun tekur að bera á útfell- ingum eða skellum (plaques) í heilavefnum milli taugafrumna. Skellur þessar eru einkum gerðar úr samtengdum peptíðum af ákveðinni lengd (peptíð er röð amínósýra), er nefnast mýildi B (b- amýlóíð). Skellurnar virðast koma og fara (eru gleyptar og étnar af gleypifrumum í bandvefnum) og þurfa ekki að boða neitt beinlínis sjúklegt. Þessar skellur eru stund- um nefndar dreifðar skellur. Við Alzheimersjúkdóm sjást vissulega dreifðar skellur í heila- vefnum, en auk þess einnig skellur með mýildi B, sem eru í nánum tengslum við taugafrumur og eink- um sköft þeirra (þ.e.a.s. hina löngu sepa þeirra, er flytja boð til annarra taugafrumna). Þessar skellur eru nokkuð öruggt merki um sjúklegt ástand og nefnast gjarnan tauga- skellur. Þær eru annað helsta merkið í meingerð Alzheimersjúk- dóms. Taugafrumur í tengslum við taugaskellurnar og einkum sköft þeirra sýna af sér hrörnunarmerki. Þessi hrörnunarmerki eru mjög sér- stök og sjást lítið við aðra sjúkdóma HEILBRIGÐISMÁL 3/1998 27

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.