Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 8
SAMTIÐIN ast af mætti hinum nýju hugsun- um eða eldri hræringar, sem sogast upp í hinar nýrri. Og um allar þessar stefnur tíðarandans er það tvent sameiginlegt, að mannfyrirlitningin er uppistaðan í þeim og hitt, að þær eiga, eðli sínu samkvæmt, ekkert erindi til Islendinga. Hin ,,nationalistiska“ alda t. d., sem nú geysar um flest stórveldi, á ekki erindi til vor vegna þess, að hún er borin áfram hvarvetna af heirri sannfæring, að hlutað- eigandi þjóð sé þess máttug að láta kné fylgja kviði við aðra þjóð eða aðrar þjóðir, eða sé að minsta kosti þess megnug að verjast því, að á liann hátt verði farið með hana sjálfa. Allar slík- ar hugsanir eru fjarstæða í sam- bandi við líf og framtíð þessarar þjóðar, af ástæðum, sem ekki þarf að greina. „Já“, kann nú einhver að segja, ,,vér skulum sleppa öllum þess- um nöfnum: „komúnisma“, „fac- isma“ og „nationalisma". En hver getur neitað því, að vér séum þó allra manna mest norrænir menn, með besta arf mannkvnsins í æð- um vorum, arf þeirrar kynkvíslar, sem mestum ágætum hefir verið búin allra jarðarinnar barna. Er þetta ekld staðreynd, sem hægt sé að reisa á þjóðlíf vorra kom- andi kynslóða? Og er ekki sjálf- sagt fyrir oss að feta nú að öllu í fótspor þeirrar þjóðar, sem er nærri því eins vel ættuð og við 6 og hefir tekið sér fyrir hendur að lyfta sér til þeirrar tignar, er samsvari hennar eigin ágæti?“ Þessum snjöllu spurningum er yfirleitt ekki hægt að svara öðru en því, að komi það til rnála, að íslensk þjóð geti lyft sjálfri sér eitt fet til æðra h'fs og meira, með því að belgja sig út af þess- um hugsunum, þá má alveg eins fai-a að hugsa sér, að hún hafi verið sönn, sagan um Miinch- hausen, sem krækti fótunum undir kvið hestsins, sem sokkið hafði í fenið og dró svo sjálfan sig upp og reiðskjótann með á hárinu. Þess var getið í upphafi, að margir hefðu litið svo á, að alt, sem best hefði verið um þjóð vora, hefði stafað af því, að hún liefði verið einangruð. Ef til vill má með eins miklum sanni segja, að alt, sem verulega ávöxtu hafi borið á íslandi, hafi flust hingað utan yfir íslands ála frá fram- andi þjóðum. Fyrir hvorttveggja má færa rök. En stundum hefir hamingja þjóðarinnar og gifta verið í því fólgin, að tröllkonurn- ar hafa farist í djúpum fs- lands álum. Og eftir því, sem mér koma hlutir fyrir sjónir og eftir aðeins þriggja mánaða at- hugun, þá virðist mér nú mörg gýgurin stefna til landsins o°: sumar fara svo hratt. að það hvítfexi af þeim. Fyrir því þvkir mér nú vænna um djúpa tslands ála en mér hefir nokkuru sinni

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.