Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 28

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 28
S AMTÍÐIN mig alltaf út af jafnvæg-inu. Ég reyndi að láta eins og ekkert væri. — Sem hefir sót í augun- um, meinið þér? Jæja, svo stingur hann upp á því að reyna að ná sótinu burtu. Og hvernig sem það hefir atvik- ast, þá stóðum við litlu síðar úti í einu horni járnbrautarstöðvar- innar og hann hreinsaði augað í mér með vasaklútnum sínum. í slíku tilfelli eru menn fljótari að kynnast en við tuttugu venjuleg samtöl. Og þegar sótið var far- ið, vorum við orðnir svo góðir vinir, að hann spurði ekki, h v o r t við ættum að fá okkur kaffi, heldur h v a r við ættum að gera það. Utan við stöðina mættum við tveim ungum stúlkum, sem göl- uðu: Góðan daginn, Björn! — Ekki alveg ókunnugur í höfuðstaðnum, sagði ég. Ilann hló drengjalega. — Þess- ar tvær voru í sumarfríi á næsta bæ. Það var f.vrst, þegar við vor- um búin að koma okkur fyrir inni í veitingahúsi, að mér varð hugsað til þess, sem Mona hafði sagt. — Hvernig var það, ætluðuð þér ekki til læknis? — Hm — jú. Hann kinkaði kolli og var á svipinn eins og ég hefði borið á hann eitthvert ódæði. — En ég held ég bíða með bað til mánudagsins. 26 Ég- spurði í samúðarróm, hvort þetta væri eitthvað alvarlegt. — Já, mjög alvarlegt! svaraði liann. En í öðru munnvikinu vott- aði fyrir brosi, svo að ég vissi varla, hverju ég ætti að trúa. — Til hvers hafið þér hugsað yður að fara? — ja — það hefi ég enn ekki afráðið. Ég sagði, að mikið orð færi af doktor Bök. — Augnlækninum? spurði hann. — Já, er ekki venjulegt að fara til þeirra með augun?. Hann brosti vandræðalega. — Jú, auðvitað. Þetta var efalaust skynsamur maður, en óneitanlega gat hann komið bjánalega fyrir. Enda hlaut eitthvað að vera bogið við hann, fyrst Mona hafði ekki fyrir löngu farið með hann á Karl Jo- han og yfirleitt notað hann í aug- lýsinga skyni fyrir fjölskylduna. Ung stúlka gekk framhjá borð- inu okkar. — Halló, Björn! kall- aði hún glaðlega og veifaði til hans hendinni. t fvrstu virtist luin ætla að nema staðar, og Björn fór svo hjá sér, að hann tók saltkerið og dreifði úr því yfir eplakökuna, sem lá á disk- inum hans. Ég gat ekki neitað mér um að spyrja, hvort þessi hefði einnig verið í sumarfríi á næsta bæ. Hann leit djúpt í auga mér og sagði: Þér hittið nagl- ann á höfuðið. Gáfur yðar eru frábærlega rökvísar.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.