Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 22
S AMTÍÐIN að konungur ætlaði á nákvæm- lega tilteknum tíma að fara fram hjá bústað hans; lætur þá Bell- mann taka stiga og reisa upp hjá liúsi sínu, og rakara sinn standa þar utan við gluggann, en sjálfur var hann í stofu sinni og rak höfuðið út um gluggann. Þegar konungur ekur þar fram hjá er rakarinn sem ákafast að raka Bellmann. Konungi þykir þetta kynlegt og spyr Bellmann hvað þetta eigi að þýða. „Herra minn“, segir Bellmann. „rakarinn minn er kominn í ónáð hjá mér, hann má ekki stíga sín- um fæti inn fyrir dyr í húsi mínu, en þó get ég ekki án hans verið“. Konungur brosti og skyldi hvert stefnt var. Þegar hann kom heim sendi hann eftir Bell- mann og tók hann aftur til hirð- ar sinnar og fullkominnar vin- áttu. Um Bismark. Þegar Bismark var sendiherra í Frankfurt, bjó hann um tíma í höll hjá greifa nokkurum, þeg- ar hann var nýlega fluttur þang- að, talaði hann um það við greif- ann, að sig vantaði klukku til að kalla á þjón sinn, er bjó ofar í húsinu, en greifinn færðist und- an að gera nokkra breytingu. Við það lét Bismark talið falla nið- ur og fékst ekki meira um það. Næsta dag heyrir greifinn og aðrir bergmál af skammbyssu- skoti frá herbergjum Bismarks. 20 Þeir hlupu strax lafhræddir þang- að og spyrja hvað um sé að vera- „Ekki neitt“, segir Bismark rólega, „ég var að kalla á þjóninn minn, hann skilur þetta eins vel og klukknahljóminn. Ég vona að þið venjist bráðum við það“. Bismark þurfti ekki að skjóta aftur. Magnús Stephensen. Magnús Stephensen í Viðey hafði að vanda farið snemma á fætur og sér mann vera að hring- sólast kring um húsið og segir við hann: „Þú ert að leita að einhverju, Iirólfur minn?“ „Ó já, ég er að leita að and- skotanum. Menn segja að hann hafi tínst úr sálmabókinni og öll- um Viðeyjarbókunum' . 0°0 Úr bréfi frá Bjarna Thorarensen. „Ef þessu fer fram, þá fer ég að biðja þess að föðurlandið mitt taki dýfur og drepi á sér lýsnar." Það eru svo afskaplega margir, sem halda mig vera Gretu Garbo.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.