Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 29

Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 29
SAMTÍÐINÍ Mér varð skyndileg'a hálf-órótt. En eftir hálftíma kunningsskap nær ekki nokkurri átt að manni sé órótt, og' til þess að leiða sam- talið inn á heppilegri leiðir, spurði ég, hvað hann liefði marg- ar kýr. Hann hafði víst ekki bú- ist við svona há-veraldlegri spurn- ingu, að minsta kosti varð hann vandræðalegur á svipinn. Á end- anum svaraði hann þó — hann hafði fimmtíu og þrjár kýr og og átta kálfa. Annars varð varla dregið úr honum nokkurt orð um heimilis- hagi hans, en um sveitabúskap yfirleitt ræddum við heilmikið. Og hegar talið barst að því, hvei-nig húsa ætti sveitabæi, komst hann fyrst í essið sitt. Ég fékk nákvæma lýsingu á hverju smáatriði, og auðvitað tók hann upp blýantinn og teiknaði alt saman upp fyrir mér. Ég hefi ekki enn fyrirhitt hann mann, sem ekki hefir fyr eða seinna dregið blýant upp úr vinstri vest- isvasanum, til hess að skýra hað, sem um var rætt, á bakinu á óhreinu og lúnu umslagi. Þetta er átakanlega banialegt, en hversu drepandi leiðinlegt sem hað kann að vera, há er best að lofa heim að fai’a að krassa, og skjóta inn í uppörfandi orði við og við, til þess að gera heim til geðs. Vasabók Björns var álíka rýr og fyrirgengileg og sú, sem faðir minn var vanur að draga upp úr vasa sínum, og mér til mikillar furðu, var sami eymdarsvipurinn á báðum, hegar bókin var hreyfð. Ekki skorti hó Björn efnin. Hann var kannske sparsamur. 0 jæja, slíkt kom ekki mál við mig. En skemtilegur var hann, hví varð ekki neitað. Hann ræddi um vetrarkvöld við arininn, um steikt flesk og nýuppteknar kar- töflur, um regnþrungin sumar- kvöld, hegar urriðinn beit ólmur á, og um hað, hve hressandi væri að koma út á björtum og jóm- frúlegum sumarmorgni. Hann hafði sérstakt lag á hví að gera alt lifandi og skemmtilegt, sem hann talaði um, og ég hefði efa- laust talið hetta draumóra borg- arbúans, ef ég hefði ekki haft sveitamann fyrir framan mig- Þegar við komum út aftur, var stytt upp. Heiður himininn s])eglaðist í votri steingötunni, svo að hún leit út eins og gljá- andi ís, og loftið var þrungið af hressandi sjávarseltu. Okkur kom saman um, að fyrir sveitamann væri gönguför kringum höfnina og Akershus ákjósanleg. En litlu semna Kumst ég að því, að hann vissi fult svo mikið og ég um Akershus og höfnina og yfirleitt alt umhverfið. Annars var hann eins og aðrir karlmenn að því leyti, að hann fór strax að segja sögur, þegar við vorum komin framhjá varðmönnunum við kast- alann. Það er hreinasta plága að ganga með karlmanni framhjá 27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.