Samtíðin - 01.09.1934, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN
KAPPLEIKAR
OG MET.
Eftir ÓLAF SVEINSSON
(Niðurl.).
Ef rannsakað væri, hvaða þátt-
ur í eðli mannsins hefði átt
drýo-stan hlut í framförum
mannk-ynsins í baráttunni við við-
fantrsefni tilverunnar, myndi sá
eig'inleiki verða einna hlutskarp-
astur, er ég hefi áður í þessari
grein táknað m.eð orðinu full-
komnunarþrá, og felur í sér svip-
að hugtak eins og Guðmundur
skáld Friðjónsson nefnir ein-
hversstaðar „brekkusækni“. Sú
löngun, sem öllum dugandi mönn-
um er í brjóst borin — að sækja
á brattann til að komast upp á
tindinn, að seilast til þess fjar-
Jæga og torsótta, að gera sig
ekki ánægða með hlutina eins og
heir eru og finna leiðir til þess
að ná takmarkinu, er undirrót
allra framfara nútímans. Henni er
það að þakka, að við getum nú í
dag „liðið á vængjum um loftin
blá“, að við getum talast við um
órafjarlægðir og skygnst inn í
heima örsmæða og ómælisvídda,
og alt það furðulega, sem tækni
nútmans hefir áorkað, er fyrst og
fremst henni að þakka. Hún er
drifaflið, sem rekur alla aðra
eiginleika mannsins til að vinna
að takmarki því, sem hún setur.
Þessi þrá er líka móðir framfar-
anna á sviði íþróttanna og þar
með íþróttametanna. Það væri
undarlegt, ef það afl, sem slíkum
byltingum til bóta hefir komið af
stað á öllum sviðum hins ytra
lífs, beindist ekki inn á það svið-
ið, sem næst stendur því sjálfu,
— sjálfsþroskuninni. Sú íþrótta-
alda, sem risið hefir hvarvetna í
menningarlöndunum er ávöxtur
þess afls, og kemur fram í
viðleitni til að skapa meiri per-
sónulegri líkamsþroska og löng-
un eftir að vinna afrek, sem tal-
in hafa verið óvinnandi, — kom-
ast eins langt og unt er á þessu
sviði eins og öðrum. íþróttamet-
in eru af þessum toga spunnin og
því í fylsta samræmi við eðli
mannsins. Þau eiga því fullkom-
inn rétt á sér, á rneðan ekki er
sýnt, að „brekkusæknin“ á þessu
sviði sé mönnum óholl og óeðli-
leg — en það býst ég við að seint
verði af viti gert.
Annað mál er það, að það er
svo um fullkomnunarþrána, þessa
15