Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 13
SAMTÍÐIN 11 ÍSLENDINGAR OG SÆNSKAR BÓKMENTIR. Síðan utanfarir Islendinga tóku að aukast svo mjög, sem nú er raun á orðin, er það eftirtektarvert, hve margir leggja héðan leið sína til Sví- þjóðar. Þetta er þó í sjálfu sér ofur- eðlilegt. Svíar eru forn og ný menn- ingarþjóð og auk þess frændþjóð okkar. Land þeirra er gagnauðugt og fagurt, og þjóðlíf Svía er glæsilegt. Svíar standa mjög framarlega í at- hafna- og menningarmálum, og því geta íslendingar mikið af þeim lært á nálega öllum sviðum. Þetta á ekki síst við um bókmentir þeirra, því að auk þess, sem Svíar eiga mörg önd- vegisskáld að fornu og nýju og marga merka fræðimenn, eru þeir allra þjóða árvakrastir um að þýða á móð- urmál sitt alt það helsta, sem út kem- ur árlega af bókmentum annara þjóða. Mætti í því sambandi benda á mörg dæmi þess, að ýms höfuðrit heimsbókmentanna hafa verið þýdd fyr og gefin út á sænsku en á nokkru öðru Norðurlandamáli. íslenskir bóksalar hafa fyrir löngu komið auga á þetta og gert sitt til að veita þjóð vorri jafnan aðgang að miklu úrvali sænskra bókmenta. En þessi árvekni þeirra hefir borið sorg- lega lítinn árangur. Flestar sænskar bækur hafa rykfallið hér mánuðum saman í bókabúðunum og loks verið endursendar. Og nú er svo komið, að bóksalar eru farnir að þreytast á því að hafa þær árangurslaust á boðstól- um. Hvað veldur þessu? Svarið er auð- fundið. Fróðleiksfús alþýða hér á landi elst upp í þeirri dapurlegu trú, að hún ráði ekki við sænsku, að mál- ið á sænsku bókunum sé of torskilið, til þess að menn hafi bókanna full not. Bein afleiðing af þessari trú er það, að víða í bókaskápum á íslensk- um heimilum standa raðir af verkum sænskra stórskálda (Selmu Lagerlöf o. fl.) í dönskum þýðingum. Þetta væri ekki nema eðlilegt, ef um spænskar, rússneskar, kínverskar eða japanskar bókmentir væri að ræða. En þar sem í hlut eiga bók- mentir nágranna- og frændþjóðar okkar, er þetta beinlínis smánarlegt og með öllu óþolandi. Við íslendingar verðum í skjótri svipan að vaxa upp úr þeirri bábilju, að við getum ekki lesið aðrar Norð- urlandatungur en dönsku og norskt ríkismál. Hver sá maður, sem getur lesið þessi mál, hefir nefnilega áreið- anlega mjög lítið fyrir því að lesa sænsku. En ef menn taka að leggja dálitla rækt við sænskt bókmál, eru menn óðara en þá varir farnir að lesa það reiprennandi. Hér eiga skól- ar okkar vitanlega að ganga á und- an með góðu eftirdæmi og hjálpa mönnum. Nokkrir þeirra eru þegar teknir að veita tilsögn í sænsku, og er gott til þess að vita. En allir þeir framhaldsskólar, sem annars veita tilsögn í málum, ættu tafarlaust að taka upp sænskukenslu. Það er eng-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.