Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN
29
— Og það eru nú svona helstu
rnenn og hreppstjórar.
Við þetta svar glaðnaði yfir kon-
unni, og hún mælti:
— Þú ert þá einn af belsibubbun-
um, heillin mín.
— Það á að heita svo, Hervör,
svaraði bóndi, rogginn mjög, og er
þaðan kominn talshátturinn, sem
ýmsir kannast við, þó að fáir viðhafi
hann nú orðið.
Sinn er siður í landi hverju.
Fyr á tímum létu ungverskir konungar
taka hjólin undan vögnum gesta sinna, til
þess að víst væri um það, að þeir kæmust
ekki af stað undir eins, og var þetta gert
af einskærri gestrisni, og ekkert til spar-
að að auka á fagnað gestanna.
(American Magazine.)
Jón kom inn í búð og sá, hvar glitr-
andi krónupeningur lá á gólfinu.
Hann skimaði í kringum sig til þess
að ganga úr skugga um, að enginn
tæki eftir neinu, tók síðan upp vasa-
klútinn sinn og lét hann detta ofan á
peninginn. Því næst laut hann niður
og ætlaði að taka hvorttveggja upp,
klútinn og peninginn. En peningur-
inn loddi við gólfið og Jón rétti úr
sér í flýti, af því að hann varð þess
var, að búðarmaðurinn var að koma
til hans.
— Jæja, mælti búðarmaðurinn
brosandi, — fyrst þér eruð nú búinn
að ganga úr skugga um, hve límið
okkar er gott, þá hefðuð þér sjálf-
sagt ekkert á móti því að kaupa eina
krukku af því til frekari fullvissu.
NON ODEUR
er besia meðalið við sviia.
Láiið yður aldrei vania
AMANTI NON ODEUR
sérstaklega nú í sumarbiianum.
Fæsi víða.
Heildsölubirgðir:
H. Ólafsson & Bernhöfl.
Prentmyndagerðin
Ólafur Hvanndal
Mjóstræti 6 — Sirai 4003
Reykjavík
BÝR TIL:
mynclamót fyrir prentun
af hvaða tagi sem er og i
allskonar litum.
Myndamót fyrir litprentun.
Myndamót úr eir og zinki.