Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 17 ERLENDIR FERÐAMENN og íslenskur skipakostur. Flestir munu nú orðið sammála um, að æskilegt væri, að hingað gæti hafist ferðamannastraumur á ári hverju, sem gæfi þjóðarbúinu all- verulegar tekjur í erlendum gjald- eyri. Menn tala um, að það þurfi að auglýsa landið og gera sitt af hverj’u til þess að laða ferðamennina hingað, og þó nokkrar ferðamannaskrifstof- ur hafa hér sumarstarfsemi, senni- lega þó of margar miðað við þann tiltölulega fámenna ferðamannahóp, sem hingað leggur leið sína árlega. í sambandi við þetta vakna ýmsar spurningar um skipulag á þessari starfsemi, hvernig best sé að auglýsa o. þ. h., en það er ein spurning, sem lítið er rætt um, og er hún þó ærið veigamikil í þessu sambandi, en hún er á þessa leið: Höfum vér skilyrði til þess að veita móttöku nokkru að ráði af erlendum ferðamönnum, og ef svo er ekki, hvað á þá að gera til þess að skapa þau skilyrði ? Hér kemur margt til greina: Sam- göngutæki, gistihúsafjöldi, vegir o. s. frv., en í þessari grein verður ekki rætt um nema eitt af þessum atrið- um, samgöngutækin, og þá fyrst og fremst skipakostinn, en hann er aðal- skilyrðið til þess, að fólk geti yfirleitt ferðast hingað til lands. Eins og nú hagar til, koma lang- flestir ferðamenn hingað á stórskip- um, svonefndum fljótandi gistihús- um, þar sem öll fyrsta flokks þægindi eru fyrir hendi. Það fólk, sem kemur með þessum skipum, stendur hér við einn eða tvo daga, ferðast eitthvað lítilsháttar innanlands, en skilur eft- ir tiltölulega lítið fé í landinu. Flest af því fær alt það, sem það þarfnast, í skipunum sjálfum. Þá er haldið uppi af erlendu skipafélagi samgöng- um milli Englands og íslands, og er það ferðafólk, sem hér á hlut að máli, látið búa um borð í skipinu og borða þar, meðan það dvelst hér, en sú dvöl er 3—4 dagar. Þetta fólk sér dálítið af landinu, en færir því yfirleitt sára- litlar tekjur. Þá eru ferðir Eimskipa- félagsskipanna. Með þeim kemur frá Danmörku, Englandi og Þýskalandi nokkuð af fólki, og er venjulega alt farþegarúm þeirra pantað mörgum mánuðum fyrirfram. Margt af því fólki, sem kemur með skipum Eim- skipafélagsins, hefir hérnokkuð langa viðdvöl. Sumt eru laxveiðimenn, sem dveljast hér sumarlangt, og bæði far- gjöld þessa fólks og það fé, sem það kaupir fæði fyrir, rennur inn í landið. Flest það fólk, sem kemur með skipum hins erlenda félags, veit ekki, að til sé íslenskt skipafélag, og lítur svo á, að við séum þess ekki megnug- ir, að halda sjálfir uppi skipaferðum þeim, sem hér er um að ræða. Að vissu leyti hlýtur það því að

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.