Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 16
14 SAMTÍÐIN ur hvergi nálægt, er jurtagróðurinn oft með afbrigðum mikill og fagur, og þar hefir ekkert annað áburðar- efni komist að en þau, sem náttúran sjálf leggur til, fyrst og fremst leifar af allskonar lífrænum efnum. Tilbúni áburðurinn hefir nú þegar gert mikið tjón, og þá einkum sú teg- und hans, sem veldur sýrumyndun í jarðveginum, svo sem ýms köfnunar- efni. í Þýskalandi hefir þetta þegar komið í ljós, með því að þrátt fyrir aukna notkun, verður uppskeran minni en fyrir ófriðinn. Til þess að sanna þetta, má benda á það, að ár- in 1913/14 var samtals notað 1.230 þús. smál. af tilbúnum áburði, en 1930/31 var notkunin 1.508 þús. smál. Af þessu áburðarmagni hefir köfnunarefnisnotkunin aukist úr 185 þús. upp í 357 þús. smál. En þrátt fyrir þetta lækkaði uppskeran þann- ig, að ef talið er, að hún hafi numið 100 á hektara árið 1913—14, hefir meðaltal síðustu 10 ára sýnt, að hún hefir aðeins orðið þessi: Rúgur 83.3, hveiti 82.9, heyaflinn 88.2 og jarðepli 91.0. Þessi minkaða uppskera stendur í beinu sambandi við aukið sýruinni- hald þýska jarðvegsins. Eftir þeim jarðvegsrannsóknum, sem fram hafa farið í Þýskalandi, var talið, að af jarðveginum væri árið 1927 22 % — 1928 24.7 % — 1929 29 %, sem innihéldi í meðallagi mikla eða of mikla sýru, og síðan telja menn, að þetta hlutfall hafi aukist að mun. En því er nú ver, að hæpið er, að jarðvegurinn nái sér nokkurn tíma að fullu aftur. Smádýralífið í jarð- veginum hefir þegar orðið fyrir þeim hnekki, að það mun ekki bíða þess bætur í fljótu bragði. Notkun tilbúna áburðarins um mörg ár gerir það að verkum, að jarðvegurinn eitrast smám saman. Það hlýtur hverjum og einum að vera ljóst, að jurtir, sem fá alla nær- ingu sína úr jarðvegi, sem tilbúinn áburður er notaður á, verða öðruvísi að efnasamsetningu en þær, sem njóta þess áburðar, sem náttúran veitir. Með þessu er þó ekkert um það sagt, að þær séu minna virði fyrir þetta. En hitt er það, að jurtir, sem vaxa í jarðvegi, sem hefir of mikið sýruinnihald, og er þar af leiðandi ekki heilbrigður, eru ekki eins og þær eiga að vera, þar eð þau næringar- efni, sem menn og skepnur fá úr slík- um jurtum, geta ekki verið sama eðl- is og þau, sem fást úr jurtum, sem vaxa í fullkomlega heilbrigðum jarð- vegi. Fyrst og fremst á þetta við um söltin í jurtunum, þá eggjahvítuefn- ið og ýms önnur efni, og sjálfsagt verður fjörefnainnihaldið ekki hið sama. Margir bændur fullyrða það, að fæðutegundir, sem ræktaðar hafa verið við tilbúinn áburð, svo sem kartöflur, kálmeti og kornmatur, standi þeim matvælum að baki, hvað gæði snertir, sem ekki eru þannig ræktuð. Einn þeirra, sem gefið hefir skýrslu um tilraunir sínar um notkun tilbúins áburðar, skýrir frá því, að sterkjumagn jarðepla, sem húsdýra- áburður var notaður við, reyndist 24 %, en sterkjumagn þeirra, sem tilbúinn áburður var notaður við, að- eins 20,5 %. Fólk í kaupstöðum, sem

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.