Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN
15
kaupir þessar vörur, getur ekki um
þetta dæmt, þar sem hvorki það, né
þeir, sem það kaupir afurðirnar af,
vita, á hvern hátt matvælin eru rækt-
uð. Þetta þyrfti að rannsaka mjög
nákvæmlega, því að mikið er hér í
húfi, ekki vegna mismunarins, sem
vafalaust er á bragði þessara fæðu-
tegunda, því að slíkt er smávægilegt
atriði í sjálfu sér, heldur vegna þess,
að spurningin er, hvort hér sé um
matvæli að ræða, sem frá heilbrigðis-
legu sjónarmiði geta talist fullnægj-
andi. Komist sýruinnihald jarðvegar-
ins upp yfir 30 %, getur það vissu-
lega ekki talist vera svo. Þá er þess
að gæta, að ræktaða landið getur ver-
ið í hættu, og loks getur farið svo, að
sjálf matjurtategundin deyi smám
saman út. Það er og vitað með vissu,
að sumar jarðeplategundir eru úrsög-
unni eða eru að hverfa. Að mínu áliti
(segir höf. greinarinnar) er þetta
engu öðru að kenna en takmarka-
lausri notkun tilbúins áburðar. Svo
mikið er víst, að margir þeirra, sem
við landbúnað fást, eru nú þegar
farnir að hverfa frá notkun tilbúins
áburðar að miklu eða öllu leyti. Enda
hafa menn þóst komast að raun um,
að ýmsir húsdýrasjúkdómar, sem
færst hafa í vöxt á seinni árum, stafi
af tilbúna áburðinum, sem veiti gras-
inu óholla næringu.
Þó er nokkuð öðru máli að gegna
um Chile-saltpéturinn en hinn tilbúna
saltpétur. Það er tæplega hægt að
kalla hann tilbúinn, þar eð hann er
að mestu leifar af sjávarjurtum. Hef-
ir Ghile-saltpéturinn því inni að halda
ýms efni, sem eru jarðveginum mjög
holl, þar á meðal bór, en sú skoðun
er altaf meira og meira að ryðja sér
til rúms, að einmitt bór sé eitt af lífs-
skilyrðum jurtagróðursins. Einkum
er bór nauðsynlegt efni í jarðvegi,
sem rófur eru ræktaðar í. Þá er Chile-
saltpéturinn mjög ríkur af joði, en
það er eina áburðarefni, sem vitað
er, að innihaldi joð (að undanskildu
þangi, sem ekki er mikið notað til á-
burðar).
Þetta er aðalefni greinarinnar, sem
rituð er af dr. phil. A. Sússenguth í
Munchen, en hann hefir ritað bók, er
nefnist „Frumdrættir lífeðlisfræð-
innar“ og fjölda margar greinar og
ritgerðir í vísindaleg tímarit í Þýska-
landi. Nokkrum atriðum er slept úr
greininni, þar eð þau eru íslending-
um óviðkomandi. En annars er hér
um stórathyglisvert mál að ræða, og
er þess að vænta, að íslenskir bænd-
ur hafi vakandi auga á því, sem er
að gerast í þessum efnum. Hljóta all-
ir að skilja það, að eitrun jarðarinn-
ar og lömun jurtagróðursins boðar
tortíming landbúnaðarins.
(E. P. B.)
HöfucSorsökin til þess, aíS alt gengur á tréfótum í heiminum um þessar mundir,
er sú, aíS bjánarnir þykjast hafa vit á öllu, en gáfumennirnir eru fullir efasemda.
Bertrand Russell.