Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.05.1935, Blaðsíða 12
10 SAMTÍÐIN spurningar að þýða? Ég get ekki af- sakað mig. Ég verð að fara. — Nei, bíddu andartak. . .. Sál- fræðilega séð hefi ég vissulega svalað forvitni minni. Nú veit ég orðið, hvernig ég muni bregðast við — eig- um við að segja: sannleikanum? En ég ætía að reyna málaflutningsmanns- hæfileika mína á þér. Ég ætla nefni- lega að gerast verjandi þinn, þar eð allar líkur benda til þess, að þú hafir á röngu að standa. ... Hún hafði risið á fætur, en lét nú aftur fallast niður á stólinn. — Þér að segja dáist ég að því, að þú skulir ekki finna til blygðunar, hélt hann áfram. Auk þess kemur mér það vel, er ég á að reyna að sýkna þig, því að það ber vott um, að þú hafir góða samvisku. Ég legg nefni- lega hið mesta kapp á, að þú verðir sýkn saka. ... Hann tók um hönd hennar, og hún leit snögt á hann. Augnaráð hans var ekki hæðnislegt, heldur alúðlegt. Það komu örlitlir drættir í kringum munninn á henni og henni varð örð- ugt um andardráttinn. — Það tjáir ekki að ætla sér að hagga staðreyndum. Hversu feginn sem ég vildi, get ég ekki hróflað neitt við því, sem þú hefir sagt um mig né reynt að færa orð þín til betra vegar. Hann þagnaði rétt sem snöggvast, og hún hugsaði sem svo: En hve allir dómar og dómstólar mannanna eru nauða-ómerkilegir. . .. — En ég get staðhæft, að þú hefur logið, mælti hann og lagði áherslu á orðin. — Ekki ósjálfrátt í raun og veru — ég er ekki dómbær um það, hvað er satt eða logið um mig og framferði mitt — heldur að þú hafir logið að sjálfri þér. Hvernig get ég varpað fram svo djarflegri fullyrð- ingu? Af þeirri einföldu ástæðu, að nákvæmlega eins og þú virðir mig fyrir þér og horfir inn í sál mína gegnum hjúpa svívirðinga, kald- hæðni, mannvonsku og fúlmensku, lít ég á þig, enda þótt sjón mín sé skýrari og þurfi ekki að vinna bug á jafnmörgum torfærum. . . . Til hvers er síðan að vera að fjölyröa um þetta? Sannleikurinn er ekki á yfir- borðinu eins og orð og athafnir. Hann þagnaði. Hún lagði lausu höndina á hönd hans. Þau litu alvarlegum rannsókn- araugum hvort á annað, og í svip þeirra vottaði ekki fyrir brosi. Hann dró andann djúpt. — Er ég sýkn saka? spurði hún. — Þú dæmist vera saklaus. Hún lyfti hönd hans og snart hana með vörunum. — Má ég nú fara? spurði hún og hló. — Já, nú förum við. . . . Sigurður Skúlason þýddi. Æskan er sá tími, sem ungt fólk á sér, en engir nema gamalt fólk kunna aS nytfæra sér. Thomas Wolfe.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.