Samtíðin - 01.09.1937, Síða 9
SAMTÍÐIN
5
framreiddur. Eina leiðin til að
kenna erlendum þjóðum að meta
siika fæðu, er að mínu áliti sú,
að kenna þeim góða framreiðslu,
en leiðin til þess mun vera sú,
að selja á stofn sérstaka mat-
sölustaði í viðkomandi löndum, þar
sem fiskurinn er borinn á borð á
smekklegan liátt og með mörgum
tilbrigðum. Sama er að segja um
kjöt og kjötrélti.
— Hvers konar framleiðslu eiga
Islendingar að þínum dómi að
leggja stund á og bvers konar versl-
unarbætti?
— Hað munu flestir vera mér
sannnála um, að heppilegast sé fyr-
ir Islendinga að hugsa aðallega um
þá framleiðslu, sem er í beinu sam-
bandi við aðalatvinnuvegi landsins.
Að vísu gelur margs konar önnur
starfsemi þróast á íslandi. Hafa Is-
lendingar síðastliðin ár gert margar
tilraunir til þess að auka islenskan
iðnað, og hefir sá iðnaður aðallega
myndast vegna innflutnings- og
gjaldej'rislakmarkana. Þetla á ekki
einungis við um íslendinga, heldur
einnig fleslar aðrar þjóðir. Það væri
æskilegt, að þessi nýi iðnaður gæti
baldið áfram, þegar heimsverslun-
in er orðin frjáls aftur. Hann mun
þó eiga erfitl með að keppa við iðn-
að stórþjóðanna, þegar þar að kem-
ur, vegna þess bve markaðurinn er
takmarkaður (nær eingöngu is-
lenski markaðurinn).
— Hve langt er síðan þú stofn-
settir verslunarfyrirtæki þitt í Ham-
borg, og hvernig hagar fyrirtækið
starfsemi sinni ?
— Þann 1. október 1935 stofnsetti
ég, ásamt þýskum mánni, inn- og
útflutningsfirma í Hamborg, sem
var stofnað til þess, að gera þýsk-
islensku viðskiptin auðveldari en
bingað til. Margir íslenskir kaup-
sýsluriienn liafa orðið að draga úr
viðskiptum sínum við önnur lönd,
aðallega Norðurlönd, og beina þeim
til Þýskalands. Þar eð þýski mark-
aðurinn er mörgum innflytjendum
á Islandi að mestu lej'ti ókunnur,
áleit ég, að nauðsynlegt væri, að í
Hamborg væru íslendingar, sem
sæju um innkaup fyrir innflytjend-
ur á Islandi, og enn fremur um
sölu á íslenskum útflutningsvörum
í Þýskalandi. Eins og gert var ráð
fyrir, varð starfsferill firmans sam-
kvæmt þessu. I árslok 1936 tók ég
einn við firmanu. Spurningu þinni
um það, hvernig fyrirtækið liagi
starfsemi sinni, er ekki auðsvarað
í stuttu máli, en aðalstarfsemin er
sú, að það hefir komið sér í sam-
band við iðnaðarfvrirtæki í Þýska-
landi, Hollandi, Belgíu, Frakklandi,
Tékkóslóvakiu og nokkrum öðrum
löndum. Ennfremur hefir það kynt
sér markaði á þeim vörutegundum,
sem þörf er á á íslandi, svo að hægt
sé á stuttum tíma að útvega islensk-
um kaupsýslumönnum þær vörur,
er þeir þarfnast. Auk þess hefir það
kevpt og miðlað sölu á islenskum
landabúnaðar- og sjávarútvegsvör-
um til Þýskalands og nokkurra ann-
ara landa.
— Hefir firma þitt mikil viðskipti
við Island?
— Nálega öll viðskipli firmans
eru við ísland, enda var það til-
Frh. á bls. 7