Samtíðin - 01.09.1937, Qupperneq 18
14
SAMTÍÐIN
vöru og tóku sér staup við og við.
Einkum brá Holm fyrir sig viðhafn-
armiklum orðum úr söngmálinu og
talaði um óperur og symfóníur.
Hann kvaðst hafa ákveðið, að þarna
yrði strokkvintett og cembalo.
— Hver á að spila það? spurði
Vendt.
— Ég, svaraði Holm.
— Kantu það?
-— Kann og kann ekki — ég skal
reyna hvað ég get.
— Þá vil ég strax stinga upp á
þvi, að spilað verði útlent lag, sem
ég heyrði, þegar ég var lítill dreng-
ur og gleymi aldrei; það hét: Je
suis á vous Madame.
— Geturðu sungið það á frönsku?
—- Hvað heldurðu, sagði Vendt.
— Settu nú hlé.
_ Hlé — þvi þá það?
— Það lengir skemtiskrána: hún
verður þó einni línu lengri fyrir
bragðið. Við lengjum matseðilinn
líka oft með þess háttar smáræði.
— Þeir fyltu glösin og fengu sér
aftur glaðning.
Holm mælti: — Ég hef verið að
hugsa um Hergöngulag Bismarcks.
Ekki leist Vendt á það.
-— Nei, það er ekki þetta, sem
spilað var vfir Alpaflöllin, sagði
Holm. — Hergöngulag Bismarcks
er nú frægt, skal ég segja þér; það
stendur i Ilíonskviðu.
— Ha, i hverju stendur það?
— Það er hjá Hómer, i Ilions-
kviðu.
Vendt hugsaði sig um: — Jæja,
úr því svo er, sagði hann. — Hver
á að spila það?
— Það verður spilað á accordeon,
og hann Karel í Rótinni svngur
undir. Ég set það þá?
— Já-já, sagði Vendt algerlega
samþykkur. — En ég get ekki að
því gert, að mér er vel við Frakka.
Settu ekki hann Bismarck. Settu II-
ionskviðu og annað ekki.
Holm skrifaði Ilíonskviðu. — Þá
ættum við nú að vera búnir? sagði
hann spyrjandi.
— Settu aftur hlé, hvað sem öðru
líður, sagði Vendt.
Holm fór þrisvar fýluför, áður
en hann hitti Davidsen, sem nú
vann í bankanum. Davidsen hugs-
aði ekki um annað en nýju stöðuna
sína og hafði litinn tíma til að
rabha um annað.
— Eruð þið nú búnir að ganga
frá skemtiskránni? spurði hann.
-— f bili, ansaði Holm varfærnis-
iega. — Ætli við ættum ekki að hafa
Súlamítsöngvana með?
— Nei, nú breytum við engu
framar, sagði Davidsen. —- Það
virðist eklci ætla að batna við breyt-
ingarnar.
Aftur skelti Holm skuldinni á
Vendt. Honum dytti svo margt í
hug. Seinasta sólarhringinn hafði
hann ekki talað annað en frönsku.
Davidsen rendi augnnum yfir
skemtiskrána. — Skárri er það nú
fjöldinn af hléunum, sagði hann —
þrjú hlé.
Holm: Það er líka úr honum
Vendt. Hann segir, að svona sé það
haft á matseðlunum.
— Það væri óskandi, að þetta
lánaðist vel, sagði Davidsen.